Töluðu um gott innbrot eftir þjófnað á Rólex og Louis Vuitton Ólafur Björn Sverrisson skrifar 20. júlí 2023 14:54 Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur. VÍSIR/VALLI Pólskir bræður hafa verið dæmdir til fangelsisvistar fyrir stórfelld fíkniefnabrot og þjófnað. Meðal rannsóknaraðferða lögreglu var uppsetning eftirlitsmyndavélar og notkun eftirfarar- og hlerunarbúnaðar á bifreið sakbornings. Héraðsdómur var kveðinn upp þann 12. júlí. Bræðurnir Rafal Romaniuk og Krysztof Romaniuk voru ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnabrot og þjófnað ásamt samverkamönnum þeirra Rafal Adrian Olchanowski og Jacek Ciunczyk. Nánar tiltekið voru þeir sakaðir um vörslu 70 kannabisplantna, 34,7 kílóa af maríjúana, 11,3 kílóa af kannabisblönduðu efni og 8,2 kílóa af kannabislaufum, í iðnaðarhúsnæði í Hafnarfirði. Auk þess að hafa staðið í kannabis- og amfetamínræktun um nokkurt skeið. Þá var Rafal Romaniuk ákærður fyrir að hafa brotist inn í íbúð og stolið þaðan Rolex-úri að verðmæti 1,2 milljónir króna, Louis Vuitton tösku, Louis Vuitton snyrtitösku og Louis Vuitton belti. „Gott innbrot“ Í dómnum eru rannsóknaraðferðir lögreglu raknar. Segir að eftirlitsmyndavél hafi verið sett upp í iðnaðarhúsnæðinu og tengt mannaferðir við fyrrnefndan Rafal. Í framhaldinu féll grunur á meðákærðu. Húsleit var gerð í febrúar á þessu ári og hald lagt á fyrrnefnd fíkniefni, auk þess sem að þar fannst ýmis konar búnaður til kannabisræktunar. Lögregla fylgdist með ferðum Rafal og notaði eftirfarar- og hlerunarbúnað á bifreið hans. Meðal gagna málsins var samtal Rafal við annan mann þar sem þeir skipuleggja innbrot í þá íbúð sem um ræðir í ákærulið um þjófnað. Fram kemur að þeir hafi fylgst með íbúðinni og kannað staðhætti. Mennirnir ræddu sérstaklega að taka Louis Vuitton fatnað og töskur. Að kvöldi 4. febrúar brutust þeir inn í íbúðina og rændu Rolex úrum og dýrum merkjavörum á um hálftíma. Á upptöku heyrist annar maðurinn segja að um gott innbrot sé að ræða. Síðar um kvöldið var bifreið þeirra stöðvuð fyrir utan heimili Rafal og fundust hinir stolnu munir á heimili hans við húsleit viku síðar. Mistök að stöðva ekki bróður sinn Rafal Romaniuk játaði sök samkvæmt ákærulið sem sneri að fíkniefnalagabrotum en sagðist aðeins hafa verið að aðstoða vin sinn við ræktun kannabisefna. Hann játaði innbrotið að auki en sagðist hafa verið að innheimta skuld fyrir pólskan mann sem sem hafi talið honum trú um að skuldarinn, íslenskur maður, byggi í íbúðinni. Það reyndist ekki rétt við nánari skoðun. Krysztof Romaniuk játaði að hafa vitað af amfetamínframleiðslu bróður síns og sagði það mistök að hafa ekki stöðvað hann í framleiðslunni. Að öðru leyti ætti hann engan þátt í málinu. Samverkamennirnir játuðu sök en töldu sig hafa átt lítinn þátt í brotunum. Ljósmyndir og hljóðupptökur voru taldar sanna þátt þeirra í ræktuninni. Rafal Romaniuk var því dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi en hann hefur áður hlotið dóm fyrir þjófnað. Bróðir hans Krzysztof Romaniuk í þriggja og hálfs árs fangelsi en hann hefur hlotið dóm fyrir fíkniefnabrot. Samverkamönnunum Rafal Adrian og Jacek Olchaniwski var gert að sæta fangelsi í 20 mánuði. Dómsmál Hafnarfjörður Reykjavík Fíkniefnabrot Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Fleiri fréttir Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Sjá meira
Héraðsdómur var kveðinn upp þann 12. júlí. Bræðurnir Rafal Romaniuk og Krysztof Romaniuk voru ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnabrot og þjófnað ásamt samverkamönnum þeirra Rafal Adrian Olchanowski og Jacek Ciunczyk. Nánar tiltekið voru þeir sakaðir um vörslu 70 kannabisplantna, 34,7 kílóa af maríjúana, 11,3 kílóa af kannabisblönduðu efni og 8,2 kílóa af kannabislaufum, í iðnaðarhúsnæði í Hafnarfirði. Auk þess að hafa staðið í kannabis- og amfetamínræktun um nokkurt skeið. Þá var Rafal Romaniuk ákærður fyrir að hafa brotist inn í íbúð og stolið þaðan Rolex-úri að verðmæti 1,2 milljónir króna, Louis Vuitton tösku, Louis Vuitton snyrtitösku og Louis Vuitton belti. „Gott innbrot“ Í dómnum eru rannsóknaraðferðir lögreglu raknar. Segir að eftirlitsmyndavél hafi verið sett upp í iðnaðarhúsnæðinu og tengt mannaferðir við fyrrnefndan Rafal. Í framhaldinu féll grunur á meðákærðu. Húsleit var gerð í febrúar á þessu ári og hald lagt á fyrrnefnd fíkniefni, auk þess sem að þar fannst ýmis konar búnaður til kannabisræktunar. Lögregla fylgdist með ferðum Rafal og notaði eftirfarar- og hlerunarbúnað á bifreið hans. Meðal gagna málsins var samtal Rafal við annan mann þar sem þeir skipuleggja innbrot í þá íbúð sem um ræðir í ákærulið um þjófnað. Fram kemur að þeir hafi fylgst með íbúðinni og kannað staðhætti. Mennirnir ræddu sérstaklega að taka Louis Vuitton fatnað og töskur. Að kvöldi 4. febrúar brutust þeir inn í íbúðina og rændu Rolex úrum og dýrum merkjavörum á um hálftíma. Á upptöku heyrist annar maðurinn segja að um gott innbrot sé að ræða. Síðar um kvöldið var bifreið þeirra stöðvuð fyrir utan heimili Rafal og fundust hinir stolnu munir á heimili hans við húsleit viku síðar. Mistök að stöðva ekki bróður sinn Rafal Romaniuk játaði sök samkvæmt ákærulið sem sneri að fíkniefnalagabrotum en sagðist aðeins hafa verið að aðstoða vin sinn við ræktun kannabisefna. Hann játaði innbrotið að auki en sagðist hafa verið að innheimta skuld fyrir pólskan mann sem sem hafi talið honum trú um að skuldarinn, íslenskur maður, byggi í íbúðinni. Það reyndist ekki rétt við nánari skoðun. Krysztof Romaniuk játaði að hafa vitað af amfetamínframleiðslu bróður síns og sagði það mistök að hafa ekki stöðvað hann í framleiðslunni. Að öðru leyti ætti hann engan þátt í málinu. Samverkamennirnir játuðu sök en töldu sig hafa átt lítinn þátt í brotunum. Ljósmyndir og hljóðupptökur voru taldar sanna þátt þeirra í ræktuninni. Rafal Romaniuk var því dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi en hann hefur áður hlotið dóm fyrir þjófnað. Bróðir hans Krzysztof Romaniuk í þriggja og hálfs árs fangelsi en hann hefur hlotið dóm fyrir fíkniefnabrot. Samverkamönnunum Rafal Adrian og Jacek Olchaniwski var gert að sæta fangelsi í 20 mánuði.
Dómsmál Hafnarfjörður Reykjavík Fíkniefnabrot Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Fleiri fréttir Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Sjá meira