Stór hraunpollur vestan við gíginn Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 19. júlí 2023 15:35 Pollurinn er stór vestanmegin við gíginn. Rannsóknarstofa í eldfjallafræði Stór hraunpollur hefur myndast vestan við gíg eldgossins við Litla Hrút. Rannsóknarstofa í eldfjallafræði og náttúruvá við Háskóla Íslands hefur birt nýjar myndir af hraunpollinum. Eins og fram hefur komið hrundi vesturhlið gígsins í nótt svo úr varð mikið hraunflóð. Gígskálin virðist hafa gefið sig eftir að hrauntjörnin inni í honum hækkaði töluvert. Í tilkynningu frá rannsóknarstofunni kemur fram að líklegast sé að hraunið flæði sömu leið og hraunið sem myndaðist fyrr í gosinu. Eins og áður hefur komið fram hefur Verkís framkvæmt hermun á rennsli hraunsins og sýnir hermunin að núverandi hraunflæði verði svipað og áður.Áður en veggur gígsins hrundi í nótt jókst gosóróinn við gosið aukist í um fimm klukkustundir. Hins vegar lækkaði gosóróinn umtalsvert eftir hrun veggsins. Hraunpollurinn er nú vestan megin við gosið. Rannsóknarstofa í eldfjallafræði Biðla til fólks að haga sér í samræmi við fyrirmæli Í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurnesjum fyrr í dag biðlaði lögreglan til almennings um að haga sér í samræmi við fyrirmæli lögreglu og fara ekki inn á merkt hættusvæði og bannsvæði. Ekki hafi gengið vel í öllum tilfellum að biðja fólk um að halda sig utan hættusvæðis. Þannig hafði lögregla afskipti í gær af nokkrum mönnum á fjórhjólum sem ekki hafi farið af fyrirmælum. Lögregla þurfti auk þess að aðstoða þó nokkra göngumenn á leiðinni. Þar á meðal var kona sem var slæm í baki og tólf ára stúlka sem örmagnaðist á gönguleiðinni. Fólk ansi nærri gígnum í gærkvöldi Áður hefur Þorvaldur Þórðarson, jarðfræðingur, sagt í samtali við fréttastofu að fólk hafi verið ansi nærri gígnum í gærkvöldi. Raunar beint undir þeim hluta sem skreið fram. „Og ef það hefði verið þar á þeim tíma sem þetta gerðist þá hefði ekki verið spurt að leikslokum. Þetta er góð vísbending um að fólk eigi ekki að vera nærri virkum gígum. Þeir geta brostið hvenær sem er og ef fólk lendir í því að fá svona gusu yfir sig þá hleypurðu ekki undan henni, hún fer það hratt. Það hleypur enginn frá þessu.“ Ekki sé hægt að sjá atburði líkt og þessa fyrir. Þeir gerist á ógnarhraða og stórhættulegt að vera of nærri. Þá sé megnun töluverð við gosið og mikið magn rykkorna í lofti. Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík Sjá meira
Eins og fram hefur komið hrundi vesturhlið gígsins í nótt svo úr varð mikið hraunflóð. Gígskálin virðist hafa gefið sig eftir að hrauntjörnin inni í honum hækkaði töluvert. Í tilkynningu frá rannsóknarstofunni kemur fram að líklegast sé að hraunið flæði sömu leið og hraunið sem myndaðist fyrr í gosinu. Eins og áður hefur komið fram hefur Verkís framkvæmt hermun á rennsli hraunsins og sýnir hermunin að núverandi hraunflæði verði svipað og áður.Áður en veggur gígsins hrundi í nótt jókst gosóróinn við gosið aukist í um fimm klukkustundir. Hins vegar lækkaði gosóróinn umtalsvert eftir hrun veggsins. Hraunpollurinn er nú vestan megin við gosið. Rannsóknarstofa í eldfjallafræði Biðla til fólks að haga sér í samræmi við fyrirmæli Í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurnesjum fyrr í dag biðlaði lögreglan til almennings um að haga sér í samræmi við fyrirmæli lögreglu og fara ekki inn á merkt hættusvæði og bannsvæði. Ekki hafi gengið vel í öllum tilfellum að biðja fólk um að halda sig utan hættusvæðis. Þannig hafði lögregla afskipti í gær af nokkrum mönnum á fjórhjólum sem ekki hafi farið af fyrirmælum. Lögregla þurfti auk þess að aðstoða þó nokkra göngumenn á leiðinni. Þar á meðal var kona sem var slæm í baki og tólf ára stúlka sem örmagnaðist á gönguleiðinni. Fólk ansi nærri gígnum í gærkvöldi Áður hefur Þorvaldur Þórðarson, jarðfræðingur, sagt í samtali við fréttastofu að fólk hafi verið ansi nærri gígnum í gærkvöldi. Raunar beint undir þeim hluta sem skreið fram. „Og ef það hefði verið þar á þeim tíma sem þetta gerðist þá hefði ekki verið spurt að leikslokum. Þetta er góð vísbending um að fólk eigi ekki að vera nærri virkum gígum. Þeir geta brostið hvenær sem er og ef fólk lendir í því að fá svona gusu yfir sig þá hleypurðu ekki undan henni, hún fer það hratt. Það hleypur enginn frá þessu.“ Ekki sé hægt að sjá atburði líkt og þessa fyrir. Þeir gerist á ógnarhraða og stórhættulegt að vera of nærri. Þá sé megnun töluverð við gosið og mikið magn rykkorna í lofti.
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík Sjá meira