Stór hraunpollur vestan við gíginn Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 19. júlí 2023 15:35 Pollurinn er stór vestanmegin við gíginn. Rannsóknarstofa í eldfjallafræði Stór hraunpollur hefur myndast vestan við gíg eldgossins við Litla Hrút. Rannsóknarstofa í eldfjallafræði og náttúruvá við Háskóla Íslands hefur birt nýjar myndir af hraunpollinum. Eins og fram hefur komið hrundi vesturhlið gígsins í nótt svo úr varð mikið hraunflóð. Gígskálin virðist hafa gefið sig eftir að hrauntjörnin inni í honum hækkaði töluvert. Í tilkynningu frá rannsóknarstofunni kemur fram að líklegast sé að hraunið flæði sömu leið og hraunið sem myndaðist fyrr í gosinu. Eins og áður hefur komið fram hefur Verkís framkvæmt hermun á rennsli hraunsins og sýnir hermunin að núverandi hraunflæði verði svipað og áður.Áður en veggur gígsins hrundi í nótt jókst gosóróinn við gosið aukist í um fimm klukkustundir. Hins vegar lækkaði gosóróinn umtalsvert eftir hrun veggsins. Hraunpollurinn er nú vestan megin við gosið. Rannsóknarstofa í eldfjallafræði Biðla til fólks að haga sér í samræmi við fyrirmæli Í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurnesjum fyrr í dag biðlaði lögreglan til almennings um að haga sér í samræmi við fyrirmæli lögreglu og fara ekki inn á merkt hættusvæði og bannsvæði. Ekki hafi gengið vel í öllum tilfellum að biðja fólk um að halda sig utan hættusvæðis. Þannig hafði lögregla afskipti í gær af nokkrum mönnum á fjórhjólum sem ekki hafi farið af fyrirmælum. Lögregla þurfti auk þess að aðstoða þó nokkra göngumenn á leiðinni. Þar á meðal var kona sem var slæm í baki og tólf ára stúlka sem örmagnaðist á gönguleiðinni. Fólk ansi nærri gígnum í gærkvöldi Áður hefur Þorvaldur Þórðarson, jarðfræðingur, sagt í samtali við fréttastofu að fólk hafi verið ansi nærri gígnum í gærkvöldi. Raunar beint undir þeim hluta sem skreið fram. „Og ef það hefði verið þar á þeim tíma sem þetta gerðist þá hefði ekki verið spurt að leikslokum. Þetta er góð vísbending um að fólk eigi ekki að vera nærri virkum gígum. Þeir geta brostið hvenær sem er og ef fólk lendir í því að fá svona gusu yfir sig þá hleypurðu ekki undan henni, hún fer það hratt. Það hleypur enginn frá þessu.“ Ekki sé hægt að sjá atburði líkt og þessa fyrir. Þeir gerist á ógnarhraða og stórhættulegt að vera of nærri. Þá sé megnun töluverð við gosið og mikið magn rykkorna í lofti. Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Sjá meira
Eins og fram hefur komið hrundi vesturhlið gígsins í nótt svo úr varð mikið hraunflóð. Gígskálin virðist hafa gefið sig eftir að hrauntjörnin inni í honum hækkaði töluvert. Í tilkynningu frá rannsóknarstofunni kemur fram að líklegast sé að hraunið flæði sömu leið og hraunið sem myndaðist fyrr í gosinu. Eins og áður hefur komið fram hefur Verkís framkvæmt hermun á rennsli hraunsins og sýnir hermunin að núverandi hraunflæði verði svipað og áður.Áður en veggur gígsins hrundi í nótt jókst gosóróinn við gosið aukist í um fimm klukkustundir. Hins vegar lækkaði gosóróinn umtalsvert eftir hrun veggsins. Hraunpollurinn er nú vestan megin við gosið. Rannsóknarstofa í eldfjallafræði Biðla til fólks að haga sér í samræmi við fyrirmæli Í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurnesjum fyrr í dag biðlaði lögreglan til almennings um að haga sér í samræmi við fyrirmæli lögreglu og fara ekki inn á merkt hættusvæði og bannsvæði. Ekki hafi gengið vel í öllum tilfellum að biðja fólk um að halda sig utan hættusvæðis. Þannig hafði lögregla afskipti í gær af nokkrum mönnum á fjórhjólum sem ekki hafi farið af fyrirmælum. Lögregla þurfti auk þess að aðstoða þó nokkra göngumenn á leiðinni. Þar á meðal var kona sem var slæm í baki og tólf ára stúlka sem örmagnaðist á gönguleiðinni. Fólk ansi nærri gígnum í gærkvöldi Áður hefur Þorvaldur Þórðarson, jarðfræðingur, sagt í samtali við fréttastofu að fólk hafi verið ansi nærri gígnum í gærkvöldi. Raunar beint undir þeim hluta sem skreið fram. „Og ef það hefði verið þar á þeim tíma sem þetta gerðist þá hefði ekki verið spurt að leikslokum. Þetta er góð vísbending um að fólk eigi ekki að vera nærri virkum gígum. Þeir geta brostið hvenær sem er og ef fólk lendir í því að fá svona gusu yfir sig þá hleypurðu ekki undan henni, hún fer það hratt. Það hleypur enginn frá þessu.“ Ekki sé hægt að sjá atburði líkt og þessa fyrir. Þeir gerist á ógnarhraða og stórhættulegt að vera of nærri. Þá sé megnun töluverð við gosið og mikið magn rykkorna í lofti.
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Sjá meira