Íslenski boltinn

Fylkir fá láns­mann frá topp­liði Víkings | Hulda Hrönn í Stjörnuna

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sveinn Gísli [til hægri] mun klára tímabilið í Árbænum.
Sveinn Gísli [til hægri] mun klára tímabilið í Árbænum. Víkingur

Íslenski félagaskiptaglugginn í knattspyrnu opnaði á nýjan leik í dag og hafa þó nokkur félagaskipti litið dagsins ljós.

Fylkir hefur sótt liðsstyrk til toppliðs Víkings í Bestu deild karla. Varnarmaðurinn Sveinn Gísli Þorkelsson hefur samið við Fylki um að spila með liðinu á láni út tímabilið. Hann gekk í raðir Víkings í vetur frá ÍR en mun nú klára tímabilið í Árbænum. Sveinn Gísli lék fjóra deildarleiki fyrir Víkinga og tvo bikarleiki.

Sveinn Gísli gæti leikið sinn fyrsta leik fyrir Fylki þegar liðið tekur á móti HK í Bestu deildinni í kvöld. Leikurinn hefst kl. 20.00 og verður sýndur beint á rás Bestu deildarinnar. 

Hulda Hrund Arnarsdóttir hefur samið við Stjörnuna en hún lék síðast með Thy ThistedQ í efstu deildinni í Danmörku. Hún er uppalin hjá Fylki hér á landi. Stjarnan er sem stendur í 6. sæti Bestu deildar kvenna en talið var að liðið yrði í toppbaráttu í sumar.

HK hefur fengið Tuma Þorvarsson til baka en sá var á láni hjá Haukum í 2. deild. Á sama tíma hafa Haukar sótt Jordan Smylie sem lék með Keflavík á fyrri hluta tímabils. Að sama skapi er markvörðurinn Ólafur Örn Ásgeirsson genginn í raðir HK á ný en hann var á láni hjá Þrótti Vogum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×