„Það var alltaf einlægur vilji hans að vera edrú“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 16. júlí 2023 20:02 Þegar Hrefna var yngri nýtti faðir hennar reglulega úrræði á vegum Samhjálpar. Samsett „Ég á rosalega margar staðsetningarlausar minningar tengdar pabba. Svona minningarbrot þar sem ég er með honum en ég veit ekkert hvar ég er. Í sumum þessum minningum er ég kannski einhvers staðar að borða með honum og það eru fullt af ókunnugu fólki, mest karlmönnum í kringum okkur,“ segir Hrefna Daðadóttir. Faðir hennar, Daði Daðason heitinn barðist við vímuefnafíkn árum saman og lést árið 2011, aðeins 49 ára að aldri. Þegar Hrefna var yngri nýtti hann reglulega úrræði á vegum Samhjálpar og dvaldi þá reglulega á meðferðarheimilinu Hlaðgerðarkoti. Ánægjulegar minningar Foreldrar Hrefnu skildu þegar hún var fjögurra ára gömul. Hrefna bjó hjá móður sinni og þrátt fyrir vímuefnavanda föður hennar voru þau feðgin reglulega í sambandi í gegnum árin. Hrefna segir móður sína aldrei hafa tálmað samskiptin þeirra á milli, þó svo hún hafi að sjálfsögðu lagt upp með að tryggja öryggi dóttur sinnar. „En þetta hefur auðvitað verið erfið staða fyrir mömmu, sem móðir viltu auðvitað vernda barnið þitt. En hún vissi að hún gat ekki komið í veg fyrir að hann myndi hitta mig. Mamma var að sjálfsögðu sett í þá stöðu að bæta upp fyrir það að pabbi gat ekki staðið við það sem hann lofaði mér. Oftar en ekki beið ég og beið eftir því að hann næði í mig en svo kom hann ekki. Þrátt fyrir þetta vildi hún aldrei standa í vegi því að við ættum í sambandi. Ég er mjög þakklát henni fyrir að banna honum ekki að hitta mig. " Faðir hennar aldrei lengi með fast heimili. „Þetta voru alltaf mjög litlar einstaklingsíbúðir sem voru ekki beint hæfar til gistingar. En ég held að pabbi hafi líka í rauninni bara ekki treyst sér í það að hafa mig heila helgi. Sérstaklega þegar ég var lítil. En ég á rosalegar sterkar og skýrar minningar frá því að heimsækja hann á Hlaðgerðarkoti þegar ég var lítil, ásamt mömmu. Og svo seinna meir,þegar ég var orðin unglingur og var komin með bílpróf og gat farið ein þangað til hans. Og það eru ánægjulegar minningar. Mér fannst alltaf gott að koma þangað, andrúmsloftið var hlýlegt og notalegt og það var vel tekið á móti manni. Og ég fann það líka á honum, honum leið vel og honum fannst gott að vera þarna.“ Náði þremur árum edrú Þegar Hrefna var í menntaskóla náði faðir hennar að halda sér edrú í tæp þrjú ár. Að sögn Hrefnu voru það bestu árin í sambandi þeirra feðgina. Feðgin á góðri stundu.Aðsend „Það sem var einkennandi fyrir þetta tímabil var að ég gat alltaf náð í hann, ég vissi að ef ég myndi hringja í hann, þá myndi hann svara. Þannig hafði það ekki verið áður, ég gat aldrei treyst almennilega á hann. Ég man líka að á þessum þremur árum virkaði hann ánægðari og hamingjusamari, hann var glaðari og léttari á sér. Það þýddi mikið fyrir hann að ná að vera edrú í allan þennan tíma. Hann var rosalega góður maður. Góð sál og rólegur að eðlisfari. Og hann var rosalega fyndinn og skemmtilegur. Við áttum okkar eigin húmor við tvö og gátum hlegið saman að allskonar vitleysu. Pabbi var rosalega góður í höndunum og vann við smíðavinnu af og til í gegnum árin. Draumavinnan hans var samt alltaf að verða auglýsingateiknari. Það var hans ástríða að teikna og hann var mjög góður í því, hann skildi eftir sig fullt af teikningum og skissum.“ Einlægt bréf Þrátt fyrir allt byrjaði faðir Hrefnu síðan aftur að drekka og leiðin lá niður á við. Hann var einungis 49 ára gamall þegar hann fannst látinn. Árið 2011, ekki löngu eftir að faðir Hrefnu lést, fann hún handskrifuð blöð á meðal annara hluta í hans eigu, án dagsetningar. Þar hafði hann skrifað niður neyslusögu sína. Hrefna staldraði sérstaklega við einn hluta í sögunni, enda kemur hún sjálf þar við sögu: "Snemma árs 1988 féllst ég á að fara í meðferð en ég man að ég fór með hálfum huga. Ég held að ég hafi farið til að friða konu mína og foreldra. Upphaflega ætlaði ég aðeins að vera í 10 daga en AA maður sem ég þekki, og varð síðar trúnaðarmaður minn, taldi mig á að fara í heila meðferð enda held ég að ég hafið verið orðinn nokkuð heill í því sem ég var að gera. Það var úr að ég fór á Staðarfell í apríl og að fjórum vikum liðnum fannst mér að ég myndi aldrei drekka framar, en ég er ekki viss um að innst inni hafi ég verið alveg sáttur við það. Ég fór á 3 eða 4 AA fundi í einni deild einu sinni í viku og fannst mér þeir leiðinlegir. 2 1/2 mánuði seinna fékk ég mér í glas á meðan konan lá á fæðingardeildinni og þó það væri lítið þá var það nóg til að setja boltann af stað. Nokkrum vikum seinna dett ég í það eftir vinnu og með mjög slæma líðan hringi ég í konuna og bið hana að sækja mig sem hún gerir. Á leiðinni heim brotna ég gjörsamlega niður og geri mér grein fyrir hvað ég var búinn að gera." „Þessi frásögn varpaði svolítið nýju ljósi á söguna hans pabba míns,“ segir Hrefna. Hún tekur undir með því að alkóhólismi getur verið bæði grimmur og miskunnarlaus sjúkdómur, þar sem einstaklingurinn er tilbúinn að færa ótrúlegustu fórnir til að svala fíkninni. „Það var alltaf einlægur vilji hans að vera edrú.“ Hrefna bendir á sinnir Samhjálp mikilvægu starfi í þágu þeirra sem minna mega sín, og nefnir hún þar sérstaklega Hlaðgerðarkot.Aðsend Hleypur í minningu föður síns Þann 19.ágúst næstkomandi hyggst Hrefna hlaupa 10 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu og safna þannig áheitum til styrktar Samhjálp. Hún vill hlaupa í minningu föður síns- og leggja sitt af mörkum til að styðja samtökin sem reyndust honum svo vel. „Ég fór að lesa mér frekar til um Samhjálp og hvaða úrræði þau reka og ég vil endilega hvetja alla til að kynna sér það.“ Líkt og Hrefna bendir á sinnir Samhjálp mikilvægu starfi í þágu þeirra sem minna mega sín, og nefnir þar sérstaklega Hlaðgerðarkot. „Það er auðvitað rosaleg vinna að ná sér á strik og halda sér síðan edrú. Þessir einstaklingar þurfa einhvern stað þar sem tekið er á móti þeim. Þar sem þeir upplifa hlýlegt og fordómalaust viðmót.“ Hér má heita á Hrefnu og styðja við starfsemi Samhjálpar. Um Samhjálp Samhjálp hefur starfað að góðgerðar- og hjálparstarfi í fimm áratugi og staðið vaktina fyrir þá aðila sem minna mega sín og hafa átt við áfengis- og vímuefnavanda að stríða. Um 80 manns er tryggð næturgisting í úrræðum Samhjálpar á hverri nóttu allan ársins hring. Úrræði Samhjálpar eru Meðferðarheimilið Hlaðgerðarkot ásamt þremur áfangaheimilum, en einnig rekur Samhjálp Kaffistofu Samhjálpar. Kaffistofan er opin alla daga ársins og þaðan eru gefnar allt að 350 máltíðir daglega. Heimasíða félagsins er www.samhjalp.is - einnig er hægt að finna okkur á facebook. Reykjavíkurmaraþon Reykjavík Fíkn Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Sjá meira
Faðir hennar, Daði Daðason heitinn barðist við vímuefnafíkn árum saman og lést árið 2011, aðeins 49 ára að aldri. Þegar Hrefna var yngri nýtti hann reglulega úrræði á vegum Samhjálpar og dvaldi þá reglulega á meðferðarheimilinu Hlaðgerðarkoti. Ánægjulegar minningar Foreldrar Hrefnu skildu þegar hún var fjögurra ára gömul. Hrefna bjó hjá móður sinni og þrátt fyrir vímuefnavanda föður hennar voru þau feðgin reglulega í sambandi í gegnum árin. Hrefna segir móður sína aldrei hafa tálmað samskiptin þeirra á milli, þó svo hún hafi að sjálfsögðu lagt upp með að tryggja öryggi dóttur sinnar. „En þetta hefur auðvitað verið erfið staða fyrir mömmu, sem móðir viltu auðvitað vernda barnið þitt. En hún vissi að hún gat ekki komið í veg fyrir að hann myndi hitta mig. Mamma var að sjálfsögðu sett í þá stöðu að bæta upp fyrir það að pabbi gat ekki staðið við það sem hann lofaði mér. Oftar en ekki beið ég og beið eftir því að hann næði í mig en svo kom hann ekki. Þrátt fyrir þetta vildi hún aldrei standa í vegi því að við ættum í sambandi. Ég er mjög þakklát henni fyrir að banna honum ekki að hitta mig. " Faðir hennar aldrei lengi með fast heimili. „Þetta voru alltaf mjög litlar einstaklingsíbúðir sem voru ekki beint hæfar til gistingar. En ég held að pabbi hafi líka í rauninni bara ekki treyst sér í það að hafa mig heila helgi. Sérstaklega þegar ég var lítil. En ég á rosalegar sterkar og skýrar minningar frá því að heimsækja hann á Hlaðgerðarkoti þegar ég var lítil, ásamt mömmu. Og svo seinna meir,þegar ég var orðin unglingur og var komin með bílpróf og gat farið ein þangað til hans. Og það eru ánægjulegar minningar. Mér fannst alltaf gott að koma þangað, andrúmsloftið var hlýlegt og notalegt og það var vel tekið á móti manni. Og ég fann það líka á honum, honum leið vel og honum fannst gott að vera þarna.“ Náði þremur árum edrú Þegar Hrefna var í menntaskóla náði faðir hennar að halda sér edrú í tæp þrjú ár. Að sögn Hrefnu voru það bestu árin í sambandi þeirra feðgina. Feðgin á góðri stundu.Aðsend „Það sem var einkennandi fyrir þetta tímabil var að ég gat alltaf náð í hann, ég vissi að ef ég myndi hringja í hann, þá myndi hann svara. Þannig hafði það ekki verið áður, ég gat aldrei treyst almennilega á hann. Ég man líka að á þessum þremur árum virkaði hann ánægðari og hamingjusamari, hann var glaðari og léttari á sér. Það þýddi mikið fyrir hann að ná að vera edrú í allan þennan tíma. Hann var rosalega góður maður. Góð sál og rólegur að eðlisfari. Og hann var rosalega fyndinn og skemmtilegur. Við áttum okkar eigin húmor við tvö og gátum hlegið saman að allskonar vitleysu. Pabbi var rosalega góður í höndunum og vann við smíðavinnu af og til í gegnum árin. Draumavinnan hans var samt alltaf að verða auglýsingateiknari. Það var hans ástríða að teikna og hann var mjög góður í því, hann skildi eftir sig fullt af teikningum og skissum.“ Einlægt bréf Þrátt fyrir allt byrjaði faðir Hrefnu síðan aftur að drekka og leiðin lá niður á við. Hann var einungis 49 ára gamall þegar hann fannst látinn. Árið 2011, ekki löngu eftir að faðir Hrefnu lést, fann hún handskrifuð blöð á meðal annara hluta í hans eigu, án dagsetningar. Þar hafði hann skrifað niður neyslusögu sína. Hrefna staldraði sérstaklega við einn hluta í sögunni, enda kemur hún sjálf þar við sögu: "Snemma árs 1988 féllst ég á að fara í meðferð en ég man að ég fór með hálfum huga. Ég held að ég hafi farið til að friða konu mína og foreldra. Upphaflega ætlaði ég aðeins að vera í 10 daga en AA maður sem ég þekki, og varð síðar trúnaðarmaður minn, taldi mig á að fara í heila meðferð enda held ég að ég hafið verið orðinn nokkuð heill í því sem ég var að gera. Það var úr að ég fór á Staðarfell í apríl og að fjórum vikum liðnum fannst mér að ég myndi aldrei drekka framar, en ég er ekki viss um að innst inni hafi ég verið alveg sáttur við það. Ég fór á 3 eða 4 AA fundi í einni deild einu sinni í viku og fannst mér þeir leiðinlegir. 2 1/2 mánuði seinna fékk ég mér í glas á meðan konan lá á fæðingardeildinni og þó það væri lítið þá var það nóg til að setja boltann af stað. Nokkrum vikum seinna dett ég í það eftir vinnu og með mjög slæma líðan hringi ég í konuna og bið hana að sækja mig sem hún gerir. Á leiðinni heim brotna ég gjörsamlega niður og geri mér grein fyrir hvað ég var búinn að gera." „Þessi frásögn varpaði svolítið nýju ljósi á söguna hans pabba míns,“ segir Hrefna. Hún tekur undir með því að alkóhólismi getur verið bæði grimmur og miskunnarlaus sjúkdómur, þar sem einstaklingurinn er tilbúinn að færa ótrúlegustu fórnir til að svala fíkninni. „Það var alltaf einlægur vilji hans að vera edrú.“ Hrefna bendir á sinnir Samhjálp mikilvægu starfi í þágu þeirra sem minna mega sín, og nefnir hún þar sérstaklega Hlaðgerðarkot.Aðsend Hleypur í minningu föður síns Þann 19.ágúst næstkomandi hyggst Hrefna hlaupa 10 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu og safna þannig áheitum til styrktar Samhjálp. Hún vill hlaupa í minningu föður síns- og leggja sitt af mörkum til að styðja samtökin sem reyndust honum svo vel. „Ég fór að lesa mér frekar til um Samhjálp og hvaða úrræði þau reka og ég vil endilega hvetja alla til að kynna sér það.“ Líkt og Hrefna bendir á sinnir Samhjálp mikilvægu starfi í þágu þeirra sem minna mega sín, og nefnir þar sérstaklega Hlaðgerðarkot. „Það er auðvitað rosaleg vinna að ná sér á strik og halda sér síðan edrú. Þessir einstaklingar þurfa einhvern stað þar sem tekið er á móti þeim. Þar sem þeir upplifa hlýlegt og fordómalaust viðmót.“ Hér má heita á Hrefnu og styðja við starfsemi Samhjálpar. Um Samhjálp Samhjálp hefur starfað að góðgerðar- og hjálparstarfi í fimm áratugi og staðið vaktina fyrir þá aðila sem minna mega sín og hafa átt við áfengis- og vímuefnavanda að stríða. Um 80 manns er tryggð næturgisting í úrræðum Samhjálpar á hverri nóttu allan ársins hring. Úrræði Samhjálpar eru Meðferðarheimilið Hlaðgerðarkot ásamt þremur áfangaheimilum, en einnig rekur Samhjálp Kaffistofu Samhjálpar. Kaffistofan er opin alla daga ársins og þaðan eru gefnar allt að 350 máltíðir daglega. Heimasíða félagsins er www.samhjalp.is - einnig er hægt að finna okkur á facebook.
Reykjavíkurmaraþon Reykjavík Fíkn Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Sjá meira