Frumvarp um refsiábyrgð heilbrigðisstarfsfólks þurfi að taka fyrir í haust Helena Rós Sturludóttir skrifar 14. júlí 2023 12:16 Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segir Alþingi þurfa að taka fyrir frumvarp heilbrigðisráðherra um refsiábyrgð heilbrigðisstarfsfólks í haust. Vísir/Sigurjón Formaður félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segist ekki skilja ákvörðun ríkissaksóknara um að áfrýja sýknudómi hjúkrunarfræðings á Landspítalanum. Ábyrgðin liggi nú hjá heilbrigðisráðherra sem hafi margoft lofað frumvarpi um refsiábyrgð heilbrigðisstarfsfólks. Ríkissaksóknari hefur áfrýjað sýknudómi Héraðsdóms Reykjavíkur yfir hjúkrunarfræðingi á Landspítalanum sem var ákærð fyrir að hafa valdið dauða sjúklings á geðdeild spítalans fyrir tveimur árum. Hjúkrunarfræðingurinn var sýknuð í málinu þar sem dómurinn taldi ósannað að hún hefði haft ásetning til að svipta sjúklinginn lífi. Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segir ákvörðun ríkissaksóknara óskiljanlega. „Það er búið að sýkna í þessu máli. Niðurstaðan er komin. Í rauninni finnst mér boltinn vera núna hjá ráðherra sem margoft hefur lofað að koma fram með frumvarp um refsiábyrgð heilbrigðisstarfsfólks sem ég hef oft minnst á áður,“ segir Guðbjörg. Ábyrgð heilbrigðisstofnana sé mikil, þar á meðal Landspítala. „Og náttúrulega full þörf á þessi heilbrigðisstofnun eins og stjórnvöld fari í naflaskoðun til að koma í veg fyrir að svona endurtaki sig en ég sé enga ástæðu til að halda áfram með þetta mál,“ segir hún jafnframt. Ljóst sé að heilbrigðiskerfið sé undir mannað og að mál hjúkrunarfræðingsins nái til alls heilbrigðisstarfsfólks. „Það er mjög mikill uggur, þetta er ekki fyrsta málið sem hefur komið upp og enn erum við að standa frammi fyrir þessu. Hvað er það sem á að fá þau til að mæta á undir mannaða vakt eða standa eftir undir mannaðri vakt með alla þessa ábyrgð og ábyrgðin virðist vera engin hjá heilbrigðisstofnunum,“ segir Guðbjörg og að því þurfi að breyta. „Við munum halda áfram að horfa upp á áframhaldandi skort á hjúkrunarfræðingum og öðru heilbrigðisstarfsfólki ef ekki verði brugðist mjög snögg við og þetta frumvarp tekið fyrir á Alþingi í haust.“ Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landspítalinn Tengdar fréttir „Ég veit ekki á hvaða hausaveiðum yfirvöld eru“ Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga gagnrýnir ákvörðun ríkissaksóknara, um að áfrýja sýknudómi hjúkrunarfræðings á Landspítalanum, harðlega. 13. júlí 2023 16:31 Segja konu sem lést á geðdeild hafa verið beitta ofbeldi Nýlegur sýknudómur yfir hjúkrunarfræðingi vegna dauða sjúklings á geðdeild Landspítalans er dæmi um að fólk sé beitt ofbeldi á sjúkrahúsum og stofnunum, að sögn forsvarsmanna Geðhjálpar. Þeir gagnýna að enginn axli ábyrgð á andlátinu og því sem miður fer í heilbrigðiskerfinu. 30. júní 2023 11:25 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Ríkissaksóknari hefur áfrýjað sýknudómi Héraðsdóms Reykjavíkur yfir hjúkrunarfræðingi á Landspítalanum sem var ákærð fyrir að hafa valdið dauða sjúklings á geðdeild spítalans fyrir tveimur árum. Hjúkrunarfræðingurinn var sýknuð í málinu þar sem dómurinn taldi ósannað að hún hefði haft ásetning til að svipta sjúklinginn lífi. Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segir ákvörðun ríkissaksóknara óskiljanlega. „Það er búið að sýkna í þessu máli. Niðurstaðan er komin. Í rauninni finnst mér boltinn vera núna hjá ráðherra sem margoft hefur lofað að koma fram með frumvarp um refsiábyrgð heilbrigðisstarfsfólks sem ég hef oft minnst á áður,“ segir Guðbjörg. Ábyrgð heilbrigðisstofnana sé mikil, þar á meðal Landspítala. „Og náttúrulega full þörf á þessi heilbrigðisstofnun eins og stjórnvöld fari í naflaskoðun til að koma í veg fyrir að svona endurtaki sig en ég sé enga ástæðu til að halda áfram með þetta mál,“ segir hún jafnframt. Ljóst sé að heilbrigðiskerfið sé undir mannað og að mál hjúkrunarfræðingsins nái til alls heilbrigðisstarfsfólks. „Það er mjög mikill uggur, þetta er ekki fyrsta málið sem hefur komið upp og enn erum við að standa frammi fyrir þessu. Hvað er það sem á að fá þau til að mæta á undir mannaða vakt eða standa eftir undir mannaðri vakt með alla þessa ábyrgð og ábyrgðin virðist vera engin hjá heilbrigðisstofnunum,“ segir Guðbjörg og að því þurfi að breyta. „Við munum halda áfram að horfa upp á áframhaldandi skort á hjúkrunarfræðingum og öðru heilbrigðisstarfsfólki ef ekki verði brugðist mjög snögg við og þetta frumvarp tekið fyrir á Alþingi í haust.“
Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landspítalinn Tengdar fréttir „Ég veit ekki á hvaða hausaveiðum yfirvöld eru“ Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga gagnrýnir ákvörðun ríkissaksóknara, um að áfrýja sýknudómi hjúkrunarfræðings á Landspítalanum, harðlega. 13. júlí 2023 16:31 Segja konu sem lést á geðdeild hafa verið beitta ofbeldi Nýlegur sýknudómur yfir hjúkrunarfræðingi vegna dauða sjúklings á geðdeild Landspítalans er dæmi um að fólk sé beitt ofbeldi á sjúkrahúsum og stofnunum, að sögn forsvarsmanna Geðhjálpar. Þeir gagnýna að enginn axli ábyrgð á andlátinu og því sem miður fer í heilbrigðiskerfinu. 30. júní 2023 11:25 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
„Ég veit ekki á hvaða hausaveiðum yfirvöld eru“ Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga gagnrýnir ákvörðun ríkissaksóknara, um að áfrýja sýknudómi hjúkrunarfræðings á Landspítalanum, harðlega. 13. júlí 2023 16:31
Segja konu sem lést á geðdeild hafa verið beitta ofbeldi Nýlegur sýknudómur yfir hjúkrunarfræðingi vegna dauða sjúklings á geðdeild Landspítalans er dæmi um að fólk sé beitt ofbeldi á sjúkrahúsum og stofnunum, að sögn forsvarsmanna Geðhjálpar. Þeir gagnýna að enginn axli ábyrgð á andlátinu og því sem miður fer í heilbrigðiskerfinu. 30. júní 2023 11:25