Biden segir Bandaríkin og Norðurlönd deila sögu og framtíðarsýn Heimir Már Pétursson skrifar 13. júlí 2023 19:20 Forseti Finnlands var gestgjafi fundar hans og forsætisráðherra Norðurlandanna með Joe Biden Bandaríkjaforseta í Helsinki í dag. AP/Susan Walsh Forsætisráðherra segir leiðtoga Norðurlandanna hafa átt mjög frjálslegan og opinn fund með forseta Bandaríkjanna í Helsinki í dag. Auk öryggismála hafi meðal annars verið rætt um jafnréttis- og loftslagsmál ásamt málefnum Norðurslóða. Bandaríkjaforseti segir ríkin deila sameiginlegri sýn um frelsi og samvinnu. Forseti Bandaríkjanna kom til Finnlands í gærkvöldi beint af tveggja daga leiðtogafundi NATO í Vilníus til fundar við leiðtoga Norðurlandanna í Helsinki í dag. Fyrst fundaði hann með forseta Finnlands nýjasta aðildarríki NATO. Þetta var í þriðja skipti sem sameiginlegur fundur sem þessi átti sér stað frá árinu 2013. Biden sagði ríkin öll deilda sameiginlegri sögu og gildum og svipaðri sýn á framtíðina. Joe Biden forseti Bandaríkjanna fagnar því að Finnar eru komnir í NATO og Svíar á leiðinni. Norðurlöndin og Bandaríkin eigi bæði sameiginlega sögu og framtíðarsýn á mörgum sviðum.AP/Susan Walsh „Um meira frelsi og öryggi þar sem allir hafa jöfn tækifæri. Vegna þess að við vitum að þegar öðrum löndum vegnar vel, sérstaklega þeim sem eiga á brattan að sækja, vegnar okkur öllum betur. Við erum samstíga í aðgerðum gegn loftslagsvánni, þar sem Norðurlöndin hafið lengi verið leiðandi,“ sagði Biden við upphaf fundarins. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir fundinn með Biden hafa verið mjög frjálsan og opinn og málin rædd óformlega. Leiðtogarnir hafi aðallega rætt málefni framtíðarinnar. „Ég tel það að það skipi okkur öll máli að ræða öryggismálin, sérstaklega þar sem við erum nýkomin af leiðtogafundinum í Vilníus. En einnig um áskoranir komandi kynslóða sem við stöndum frammi fyrir, loftslagsmálin, fækkun dýrategunda og hnignun vistkerfa,“ sagði Katrín á fundinum Þar hefðu Bandaríkin lykilhlutverki að gegna og Íslendingar ætluðu ekki að láta sitt eftir liggja. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir fundinn með Bandaríkjaforseta hafa verið bæði frjálslegan og opinn.AP/Susan Walsh „Ég tek undir með forsetanum að sú skylda hvílir á samfélögum okkar að gervigreindin verði okkur öllum til góða þar sem hún getur haft mjög skaðleg áhrif. En ég vil líka nefna samfélaglegan styrk og gildi sem við Norðurlandaþjóðirnar ræðum oft okkar í milli,“ sagði Katrín. Í viðtali eftir fundinn sagði Katrín málefni Norðurslóða einnig hafa verið rædd. Bandaríkin og Norðurlöndin öll ættu aðild að Norðrskautsráðinu. Ráðið hefði hins vegar meira og minna verið lamað eftir að Rússar tóku við formennskunni þar af Íslendingum í maí 2021 vegna innrásar þeirra í Úkraínu. Ástæða væri til að hafa áhyggjur af framtíð Norðurskautsráðsins. „Rússar eru með strandlengju sem nánast nær yfir helminginn af svæðinu. Þannig að eðli málsins samkvæmt er það að sjálfsögðu áhyggjuefni hvernig við getum haldið áfram. Það er sérlega grátlegt þar sem einmitt á fundinum þar sem við Íslendingar vorum í formennsku var samþykkt tíu ára sýn fyrir Norðurskautið. Sem var mikill áfangi, mikið fagnaðarefni. Þannig að þetta er auðvitað mjög dapurleg staða,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Zoom viðtal við Katrínu má sjá í heild sinni hér: NATO Norðurlandaráð Rússland Bandaríkin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Joe Biden Finnland Tengdar fréttir Katrín situr á fundi með forseta Banda-ríkjanna og leiðtogum Norðurlanda Joe Biden forseti Bandaríkjanna fundar þessa stundina með leiðtogum Norðurlandanna í Helsinki. Utanríkisráðherra segir niðurstöðu leiðtogafundarins í Vilnius í gær hafa verið sterka og endurspegla algera einingu og samstöðu með Úkraínu og framtíðar aðild landsins að NATO. 13. júlí 2023 12:04 Úkraína með annan fótinn í dyragætt NATO Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins og G7 ríkjanna hétu því í dag að tryggja að Úkraína fái allt það sem landið þurfi á að halda til að mæta öllu ógnum sem kunna að steðja að landinu. Þá verður aðildarferli landsins að fullri aðild að NATO einfaldað til muna. 12. júlí 2023 19:29 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira
Forseti Bandaríkjanna kom til Finnlands í gærkvöldi beint af tveggja daga leiðtogafundi NATO í Vilníus til fundar við leiðtoga Norðurlandanna í Helsinki í dag. Fyrst fundaði hann með forseta Finnlands nýjasta aðildarríki NATO. Þetta var í þriðja skipti sem sameiginlegur fundur sem þessi átti sér stað frá árinu 2013. Biden sagði ríkin öll deilda sameiginlegri sögu og gildum og svipaðri sýn á framtíðina. Joe Biden forseti Bandaríkjanna fagnar því að Finnar eru komnir í NATO og Svíar á leiðinni. Norðurlöndin og Bandaríkin eigi bæði sameiginlega sögu og framtíðarsýn á mörgum sviðum.AP/Susan Walsh „Um meira frelsi og öryggi þar sem allir hafa jöfn tækifæri. Vegna þess að við vitum að þegar öðrum löndum vegnar vel, sérstaklega þeim sem eiga á brattan að sækja, vegnar okkur öllum betur. Við erum samstíga í aðgerðum gegn loftslagsvánni, þar sem Norðurlöndin hafið lengi verið leiðandi,“ sagði Biden við upphaf fundarins. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir fundinn með Biden hafa verið mjög frjálsan og opinn og málin rædd óformlega. Leiðtogarnir hafi aðallega rætt málefni framtíðarinnar. „Ég tel það að það skipi okkur öll máli að ræða öryggismálin, sérstaklega þar sem við erum nýkomin af leiðtogafundinum í Vilníus. En einnig um áskoranir komandi kynslóða sem við stöndum frammi fyrir, loftslagsmálin, fækkun dýrategunda og hnignun vistkerfa,“ sagði Katrín á fundinum Þar hefðu Bandaríkin lykilhlutverki að gegna og Íslendingar ætluðu ekki að láta sitt eftir liggja. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir fundinn með Bandaríkjaforseta hafa verið bæði frjálslegan og opinn.AP/Susan Walsh „Ég tek undir með forsetanum að sú skylda hvílir á samfélögum okkar að gervigreindin verði okkur öllum til góða þar sem hún getur haft mjög skaðleg áhrif. En ég vil líka nefna samfélaglegan styrk og gildi sem við Norðurlandaþjóðirnar ræðum oft okkar í milli,“ sagði Katrín. Í viðtali eftir fundinn sagði Katrín málefni Norðurslóða einnig hafa verið rædd. Bandaríkin og Norðurlöndin öll ættu aðild að Norðrskautsráðinu. Ráðið hefði hins vegar meira og minna verið lamað eftir að Rússar tóku við formennskunni þar af Íslendingum í maí 2021 vegna innrásar þeirra í Úkraínu. Ástæða væri til að hafa áhyggjur af framtíð Norðurskautsráðsins. „Rússar eru með strandlengju sem nánast nær yfir helminginn af svæðinu. Þannig að eðli málsins samkvæmt er það að sjálfsögðu áhyggjuefni hvernig við getum haldið áfram. Það er sérlega grátlegt þar sem einmitt á fundinum þar sem við Íslendingar vorum í formennsku var samþykkt tíu ára sýn fyrir Norðurskautið. Sem var mikill áfangi, mikið fagnaðarefni. Þannig að þetta er auðvitað mjög dapurleg staða,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Zoom viðtal við Katrínu má sjá í heild sinni hér:
NATO Norðurlandaráð Rússland Bandaríkin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Joe Biden Finnland Tengdar fréttir Katrín situr á fundi með forseta Banda-ríkjanna og leiðtogum Norðurlanda Joe Biden forseti Bandaríkjanna fundar þessa stundina með leiðtogum Norðurlandanna í Helsinki. Utanríkisráðherra segir niðurstöðu leiðtogafundarins í Vilnius í gær hafa verið sterka og endurspegla algera einingu og samstöðu með Úkraínu og framtíðar aðild landsins að NATO. 13. júlí 2023 12:04 Úkraína með annan fótinn í dyragætt NATO Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins og G7 ríkjanna hétu því í dag að tryggja að Úkraína fái allt það sem landið þurfi á að halda til að mæta öllu ógnum sem kunna að steðja að landinu. Þá verður aðildarferli landsins að fullri aðild að NATO einfaldað til muna. 12. júlí 2023 19:29 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira
Katrín situr á fundi með forseta Banda-ríkjanna og leiðtogum Norðurlanda Joe Biden forseti Bandaríkjanna fundar þessa stundina með leiðtogum Norðurlandanna í Helsinki. Utanríkisráðherra segir niðurstöðu leiðtogafundarins í Vilnius í gær hafa verið sterka og endurspegla algera einingu og samstöðu með Úkraínu og framtíðar aðild landsins að NATO. 13. júlí 2023 12:04
Úkraína með annan fótinn í dyragætt NATO Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins og G7 ríkjanna hétu því í dag að tryggja að Úkraína fái allt það sem landið þurfi á að halda til að mæta öllu ógnum sem kunna að steðja að landinu. Þá verður aðildarferli landsins að fullri aðild að NATO einfaldað til muna. 12. júlí 2023 19:29