Loka Fabrikkunni til að komast að því hvers vegna fólk veiktist Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. júlí 2023 13:27 Rekstraraðilar Fabrikkunnar segja að allt verði gert til þess að koma í veg fyrir að gestir Kringlunnar veikist að nýju. Hamborgarafabrikkan Hamborgarafabrikkan kannar hvers vegna veitingahúsagestir í Kringlunni urðu veikir eftir að hafa snætt á veitingastaðnum um helgina. Framkvæmdastjórinn segir allar slíkar ábendingar teknar alvarlega. Staðnum hefur verið lokað í dag á meðan unnið er að sótthreinsun og sósur sendar í greiningu. Ekki sé rétt að lirfa hafi fundist í hamborgara staðarins. Gestur veitingahússins lýsir reynslu sinni af ferð á staðinn á samfélagsmiðlinum Facebook á umræðuhópnum Matartips! Gesturinn segist hafa farið á Hamborgarafabrikkuna í Kringlunni um helgina með hópi fólks þar sem allir sem borðað hafi hamborgarann Morthens hafi orðið veikir. Veikindin virðast þó ekki einungis mega reka til þess hamborgara miðað við svör gesta á umræðuþræðinum á Facebook sem ýmsir fengu sér einnig aðra rétti. Benda einhverjir gestir á að nóróveiran gangi nú manna á milli og gætu veikindin hugsanlega verið rekin þangað. Vísir hefur rætt við tvo gesti sem fengu sambærilega magapest eftir að hafa snætt á veitingahúsinu í Kringlunni um helgina. Báðir segjast hafa orðið mjög veikir í einn dag og orkulitlir þann næsta. Þó nokkur fjöldi lýsir svipaðri reynslu á Facebook hópnum eftir að hafa snætt á Fabrikkunni undanfarna daga. Einn gesta segist hafa farið i Kringluna með konunni sinni að snæða á föstudaginn síðasta. „Skelltum okkur svo til útlanda og erum búin að vera með upp og niður fyrstu dagana. Alveg ömurlegt. Konan mín fékk sér einmitt Morthens og ég smakkaði hann, ef það skiptir máli. Strákurinn okkar fékk sér sem betur fer grjónagraut og virðist hafa sloppið.“ Engu nær enn María Rún Hafliðadóttir, framkvæmdastjóri Fabrikkunnar, segir í samtali við Vísi að staðnum í Kringlunni hafi verið lokað í dag. Öllum slíkum ábendingum sé tekið mjög alvarlega. „Við rekjum okkur til baka hráefnaleiðina og förum yfir alla mögulega orsakavalda. Sú vinna er í gangi,“ skrifar María í svörum til veitingahúsagesta á Facebook. „Við erum engu nær og ákváðum að hafa lokað í dag í Kringlunni. Hér er bara verið að spritta hátt og lágt. Við erum auk þess búin að fara með ákveðnar sósur í greiningu til að athuga hvort það gætu verið eggjarauður sem gætu verið kveikjan að þessu.“ María Rún Hafliðadóttir, framkvæmdastjóri Fabrikkunnar, segir unnið að því að sótthreinsa allt hátt og lágt á staðnum í dag. Hamborgarafabrikkan María segir rekstraraðila eðli málsins samkvæmt vera miður sín yfir málinu. Unnið sé að því að farga mögulegum orsakavöldum og sótthreinsa. Líklegt sé að gestirnir hafi setið á svipuðum stað á veitingastaðnum. „Við erum bara að gera allt til þess að bregðast við. Við vonum að aðgerðir dagsins komi í veg fyrir að þetta endurtaki sig. Það er erfitt að komast að því hver orsökin er, hvort um sé að ræða nóró eða eitthvað tengt matnum. En við viljum gera allt til að komast að niðurstöðu, þannig að þetta er ákveðin rannsóknarvinna.“ María segir bernaise sósu vera á Morthens og sú sósa hafi meðal annars farið í greiningu. „Ekki það að maður vilji hengja sig á eitthvað eitt en það er gott að vita hver orsökin eru. Ef það er ein sósa þá er einfaldara að bregðast við.“ Svo gæti verið að bernaise sósan sé orsakavaldurinn. Ekki rétt að lirfa hafi fundist í borgara Þá birtist skjáskot á umræðuþræðinum á Facebook þar sem fullyrt var að þjónn Fabrikkunnar hefði tilkynnt kokki að fundist hefði lirfa í hamborgara. María segir það ekki rétt. „Það var víst padda á salatblaði og viðskiptavinur benti á það en gerði ekkert meira úr því. Þetta var því ekki lirfa í kjöti, heldur ekkert annað en grænmetispadda sem stundum fylgir grænmeti, því miður.“ María segir stefnt að því að opna Hamborgarafabrikkuna í Kringlunni aftur á morgun. Beðið verði eftir niðurstöðum úr greiningum á sósum. „Hér eru allir á meðan að sótthreinsa og þrífa. Auðvitað er erfitt að greina hvort þetta sé af völdum matvæla eða eitthvað sem smitast manna á milli en við gerum allt sem við getum til þess að hafa hlutina í réttu standi.“ Veitingastaðir Kringlan Reykjavík Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira
Gestur veitingahússins lýsir reynslu sinni af ferð á staðinn á samfélagsmiðlinum Facebook á umræðuhópnum Matartips! Gesturinn segist hafa farið á Hamborgarafabrikkuna í Kringlunni um helgina með hópi fólks þar sem allir sem borðað hafi hamborgarann Morthens hafi orðið veikir. Veikindin virðast þó ekki einungis mega reka til þess hamborgara miðað við svör gesta á umræðuþræðinum á Facebook sem ýmsir fengu sér einnig aðra rétti. Benda einhverjir gestir á að nóróveiran gangi nú manna á milli og gætu veikindin hugsanlega verið rekin þangað. Vísir hefur rætt við tvo gesti sem fengu sambærilega magapest eftir að hafa snætt á veitingahúsinu í Kringlunni um helgina. Báðir segjast hafa orðið mjög veikir í einn dag og orkulitlir þann næsta. Þó nokkur fjöldi lýsir svipaðri reynslu á Facebook hópnum eftir að hafa snætt á Fabrikkunni undanfarna daga. Einn gesta segist hafa farið i Kringluna með konunni sinni að snæða á föstudaginn síðasta. „Skelltum okkur svo til útlanda og erum búin að vera með upp og niður fyrstu dagana. Alveg ömurlegt. Konan mín fékk sér einmitt Morthens og ég smakkaði hann, ef það skiptir máli. Strákurinn okkar fékk sér sem betur fer grjónagraut og virðist hafa sloppið.“ Engu nær enn María Rún Hafliðadóttir, framkvæmdastjóri Fabrikkunnar, segir í samtali við Vísi að staðnum í Kringlunni hafi verið lokað í dag. Öllum slíkum ábendingum sé tekið mjög alvarlega. „Við rekjum okkur til baka hráefnaleiðina og förum yfir alla mögulega orsakavalda. Sú vinna er í gangi,“ skrifar María í svörum til veitingahúsagesta á Facebook. „Við erum engu nær og ákváðum að hafa lokað í dag í Kringlunni. Hér er bara verið að spritta hátt og lágt. Við erum auk þess búin að fara með ákveðnar sósur í greiningu til að athuga hvort það gætu verið eggjarauður sem gætu verið kveikjan að þessu.“ María Rún Hafliðadóttir, framkvæmdastjóri Fabrikkunnar, segir unnið að því að sótthreinsa allt hátt og lágt á staðnum í dag. Hamborgarafabrikkan María segir rekstraraðila eðli málsins samkvæmt vera miður sín yfir málinu. Unnið sé að því að farga mögulegum orsakavöldum og sótthreinsa. Líklegt sé að gestirnir hafi setið á svipuðum stað á veitingastaðnum. „Við erum bara að gera allt til þess að bregðast við. Við vonum að aðgerðir dagsins komi í veg fyrir að þetta endurtaki sig. Það er erfitt að komast að því hver orsökin er, hvort um sé að ræða nóró eða eitthvað tengt matnum. En við viljum gera allt til að komast að niðurstöðu, þannig að þetta er ákveðin rannsóknarvinna.“ María segir bernaise sósu vera á Morthens og sú sósa hafi meðal annars farið í greiningu. „Ekki það að maður vilji hengja sig á eitthvað eitt en það er gott að vita hver orsökin eru. Ef það er ein sósa þá er einfaldara að bregðast við.“ Svo gæti verið að bernaise sósan sé orsakavaldurinn. Ekki rétt að lirfa hafi fundist í borgara Þá birtist skjáskot á umræðuþræðinum á Facebook þar sem fullyrt var að þjónn Fabrikkunnar hefði tilkynnt kokki að fundist hefði lirfa í hamborgara. María segir það ekki rétt. „Það var víst padda á salatblaði og viðskiptavinur benti á það en gerði ekkert meira úr því. Þetta var því ekki lirfa í kjöti, heldur ekkert annað en grænmetispadda sem stundum fylgir grænmeti, því miður.“ María segir stefnt að því að opna Hamborgarafabrikkuna í Kringlunni aftur á morgun. Beðið verði eftir niðurstöðum úr greiningum á sósum. „Hér eru allir á meðan að sótthreinsa og þrífa. Auðvitað er erfitt að greina hvort þetta sé af völdum matvæla eða eitthvað sem smitast manna á milli en við gerum allt sem við getum til þess að hafa hlutina í réttu standi.“
Veitingastaðir Kringlan Reykjavík Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira