Stærsti skjálftinn til þessa Eiður Þór Árnason og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 9. júlí 2023 22:24 Áfram skelfur jörð á Reykjanesi. Skjálftinn sem varð klukkan 22:23 í kvöld er líklega sá stærsti í skjálftahrinunni, sá fyrsti sem er yfir fimm að stærð. Vísir/vilhelm Öflugur jarðskjálfti reið yfir um klukkan 22:23 í kvöld skammt frá Keili og fannst víða um land. Skjálftinn virkaði ansi stór og varði nokkuð lengi. Yfirfarin stærð hans er 5,2 og er hann sá stærsti sem mælst hefur í skjálftahrinunni á Reykjanesi sem hófst 4. júlí. Stærsti skjálftinn fram til þessa mældist 4,8 að morgni 5. júlí. Síðan hafa nokkrir mælst yfir fjórir að stærð en enginn náð stærðinni fimm. Að sögn Veðurstofunnar var um að ræða gikkskjálfta og geta fleiri skjálftar fylgt í kjölfarið sem geta orðið allt að 4,0 að stærð. Reikna má með því að skjálftinn hafi fundist víða á suðvesturhorninu og líkast til fjær skjálftasvæðinu en fyrri skjálftar í hrinu undanfarinna daga. Skjálftinn fannst alla leið til Ísafjarðar og fundu íbúar einnig vel fyrir honum í Húsafelli, Hnappadal, á Hvanneyri, Vestmannaeyjum, Hvolsvelli og Flúðum svo nokkrir staðir séu nefndir. Skjálftinn fannst til Ísafjarðar. Nú hlýtur að styttast í þetta gos.— Tinna Ólafsdóttir (@TinnaOlafs) July 9, 2023 Í tilkynningu minnir Veðurstofan á að grjóthrun geti orðið í kjölfar öflugra skjálfta og fara skuli með varúð við brattar hlíðar. Loks eru íbúar í grennd við svæðið hvattir til að huga að lausa- og innanstokksmunum. Áhrifasvæði skjálftans.Veðurstofa Íslands Vísir tekur við ábendingum í athugasemdum hér að neðan um hvar lesendur fundu fyrir skjálftanum. Þá fagnar Vísir öllum ábendingum um fréttnæm efni á ritstjorn(hja)visir.is. Að neðan má sjá stöðu mála í Meradölum úr vefmyndavél Vísis. Fréttin hefur verið uppfærð og fyrirsögn breytt eftir að ljóst varð að þetta var stærsti skjálftinn í hrinunni til þessa. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos í Fagradalsfjalli Reykjavík Tengdar fréttir Dregið úr skjálftavirkni seinni partinn Áframhaldandi skjálftavirkni er á Reykjanesskaga en áfram bólar ekkert á eldsumbrotum. Skjálfti að stærð 2,6 mældist við Keili skömmu fyrir klukkan 21 og fylgdu smáskjálftar í kjölfarið. 9. júlí 2023 21:33 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Stærsti skjálftinn fram til þessa mældist 4,8 að morgni 5. júlí. Síðan hafa nokkrir mælst yfir fjórir að stærð en enginn náð stærðinni fimm. Að sögn Veðurstofunnar var um að ræða gikkskjálfta og geta fleiri skjálftar fylgt í kjölfarið sem geta orðið allt að 4,0 að stærð. Reikna má með því að skjálftinn hafi fundist víða á suðvesturhorninu og líkast til fjær skjálftasvæðinu en fyrri skjálftar í hrinu undanfarinna daga. Skjálftinn fannst alla leið til Ísafjarðar og fundu íbúar einnig vel fyrir honum í Húsafelli, Hnappadal, á Hvanneyri, Vestmannaeyjum, Hvolsvelli og Flúðum svo nokkrir staðir séu nefndir. Skjálftinn fannst til Ísafjarðar. Nú hlýtur að styttast í þetta gos.— Tinna Ólafsdóttir (@TinnaOlafs) July 9, 2023 Í tilkynningu minnir Veðurstofan á að grjóthrun geti orðið í kjölfar öflugra skjálfta og fara skuli með varúð við brattar hlíðar. Loks eru íbúar í grennd við svæðið hvattir til að huga að lausa- og innanstokksmunum. Áhrifasvæði skjálftans.Veðurstofa Íslands Vísir tekur við ábendingum í athugasemdum hér að neðan um hvar lesendur fundu fyrir skjálftanum. Þá fagnar Vísir öllum ábendingum um fréttnæm efni á ritstjorn(hja)visir.is. Að neðan má sjá stöðu mála í Meradölum úr vefmyndavél Vísis. Fréttin hefur verið uppfærð og fyrirsögn breytt eftir að ljóst varð að þetta var stærsti skjálftinn í hrinunni til þessa.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos í Fagradalsfjalli Reykjavík Tengdar fréttir Dregið úr skjálftavirkni seinni partinn Áframhaldandi skjálftavirkni er á Reykjanesskaga en áfram bólar ekkert á eldsumbrotum. Skjálfti að stærð 2,6 mældist við Keili skömmu fyrir klukkan 21 og fylgdu smáskjálftar í kjölfarið. 9. júlí 2023 21:33 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Dregið úr skjálftavirkni seinni partinn Áframhaldandi skjálftavirkni er á Reykjanesskaga en áfram bólar ekkert á eldsumbrotum. Skjálfti að stærð 2,6 mældist við Keili skömmu fyrir klukkan 21 og fylgdu smáskjálftar í kjölfarið. 9. júlí 2023 21:33