Stærsti skjálftinn til þessa Eiður Þór Árnason og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 9. júlí 2023 22:24 Áfram skelfur jörð á Reykjanesi. Skjálftinn sem varð klukkan 22:23 í kvöld er líklega sá stærsti í skjálftahrinunni, sá fyrsti sem er yfir fimm að stærð. Vísir/vilhelm Öflugur jarðskjálfti reið yfir um klukkan 22:23 í kvöld skammt frá Keili og fannst víða um land. Skjálftinn virkaði ansi stór og varði nokkuð lengi. Yfirfarin stærð hans er 5,2 og er hann sá stærsti sem mælst hefur í skjálftahrinunni á Reykjanesi sem hófst 4. júlí. Stærsti skjálftinn fram til þessa mældist 4,8 að morgni 5. júlí. Síðan hafa nokkrir mælst yfir fjórir að stærð en enginn náð stærðinni fimm. Að sögn Veðurstofunnar var um að ræða gikkskjálfta og geta fleiri skjálftar fylgt í kjölfarið sem geta orðið allt að 4,0 að stærð. Reikna má með því að skjálftinn hafi fundist víða á suðvesturhorninu og líkast til fjær skjálftasvæðinu en fyrri skjálftar í hrinu undanfarinna daga. Skjálftinn fannst alla leið til Ísafjarðar og fundu íbúar einnig vel fyrir honum í Húsafelli, Hnappadal, á Hvanneyri, Vestmannaeyjum, Hvolsvelli og Flúðum svo nokkrir staðir séu nefndir. Skjálftinn fannst til Ísafjarðar. Nú hlýtur að styttast í þetta gos.— Tinna Ólafsdóttir (@TinnaOlafs) July 9, 2023 Í tilkynningu minnir Veðurstofan á að grjóthrun geti orðið í kjölfar öflugra skjálfta og fara skuli með varúð við brattar hlíðar. Loks eru íbúar í grennd við svæðið hvattir til að huga að lausa- og innanstokksmunum. Áhrifasvæði skjálftans.Veðurstofa Íslands Vísir tekur við ábendingum í athugasemdum hér að neðan um hvar lesendur fundu fyrir skjálftanum. Þá fagnar Vísir öllum ábendingum um fréttnæm efni á ritstjorn(hja)visir.is. Að neðan má sjá stöðu mála í Meradölum úr vefmyndavél Vísis. Fréttin hefur verið uppfærð og fyrirsögn breytt eftir að ljóst varð að þetta var stærsti skjálftinn í hrinunni til þessa. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos í Fagradalsfjalli Reykjavík Tengdar fréttir Dregið úr skjálftavirkni seinni partinn Áframhaldandi skjálftavirkni er á Reykjanesskaga en áfram bólar ekkert á eldsumbrotum. Skjálfti að stærð 2,6 mældist við Keili skömmu fyrir klukkan 21 og fylgdu smáskjálftar í kjölfarið. 9. júlí 2023 21:33 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Fleiri fréttir Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Sjá meira
Stærsti skjálftinn fram til þessa mældist 4,8 að morgni 5. júlí. Síðan hafa nokkrir mælst yfir fjórir að stærð en enginn náð stærðinni fimm. Að sögn Veðurstofunnar var um að ræða gikkskjálfta og geta fleiri skjálftar fylgt í kjölfarið sem geta orðið allt að 4,0 að stærð. Reikna má með því að skjálftinn hafi fundist víða á suðvesturhorninu og líkast til fjær skjálftasvæðinu en fyrri skjálftar í hrinu undanfarinna daga. Skjálftinn fannst alla leið til Ísafjarðar og fundu íbúar einnig vel fyrir honum í Húsafelli, Hnappadal, á Hvanneyri, Vestmannaeyjum, Hvolsvelli og Flúðum svo nokkrir staðir séu nefndir. Skjálftinn fannst til Ísafjarðar. Nú hlýtur að styttast í þetta gos.— Tinna Ólafsdóttir (@TinnaOlafs) July 9, 2023 Í tilkynningu minnir Veðurstofan á að grjóthrun geti orðið í kjölfar öflugra skjálfta og fara skuli með varúð við brattar hlíðar. Loks eru íbúar í grennd við svæðið hvattir til að huga að lausa- og innanstokksmunum. Áhrifasvæði skjálftans.Veðurstofa Íslands Vísir tekur við ábendingum í athugasemdum hér að neðan um hvar lesendur fundu fyrir skjálftanum. Þá fagnar Vísir öllum ábendingum um fréttnæm efni á ritstjorn(hja)visir.is. Að neðan má sjá stöðu mála í Meradölum úr vefmyndavél Vísis. Fréttin hefur verið uppfærð og fyrirsögn breytt eftir að ljóst varð að þetta var stærsti skjálftinn í hrinunni til þessa.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos í Fagradalsfjalli Reykjavík Tengdar fréttir Dregið úr skjálftavirkni seinni partinn Áframhaldandi skjálftavirkni er á Reykjanesskaga en áfram bólar ekkert á eldsumbrotum. Skjálfti að stærð 2,6 mældist við Keili skömmu fyrir klukkan 21 og fylgdu smáskjálftar í kjölfarið. 9. júlí 2023 21:33 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Fleiri fréttir Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Sjá meira
Dregið úr skjálftavirkni seinni partinn Áframhaldandi skjálftavirkni er á Reykjanesskaga en áfram bólar ekkert á eldsumbrotum. Skjálfti að stærð 2,6 mældist við Keili skömmu fyrir klukkan 21 og fylgdu smáskjálftar í kjölfarið. 9. júlí 2023 21:33