Juventus samþykkir árs bann frá Evrópukeppnum Smári Jökull Jónsson skrifar 9. júlí 2023 14:30 Juventus mun að öllum líkindum ekki taka þátt í Sambandsdeildinni á næsta ári. Vísir/Getty Juventus og Knattspyrnusamband Evrópu UEFA eru við það að ná samkomulagi um refsingu ítalska félagsins vegna brota þess á fjárhagsreglum sambandsins. Bókhald ítalska stórliðsins Juventus hefur verið til rannsóknar síðustu mánuðina vegna gruns um að félagið hafi brotið fjárhagsreglur UEFA. Í nóvember sagði öll stjórn félagsins af sér vegna rannsóknarinnar og í janúar voru fimmtán stig dregin af félaginu í Serie A vegna þessara brota. Íþróttamálayfirvöld Ítalíu felldu þann dóm úr gildi og fyrirskipuðu ný réttarhöld og í maí var úrskurðað að stig skyldu dregin af Juventus á nýjan leik, í þetta skiptið tíu stig sem þýddi að liðið hafnaði í 7. sæti Serie A og náði þar með aðeins sæti í Sambandsdeild Evrópu. Refsingin er eins og áður segir tilkomin vegna fjárhagsbrota en félagið er grunað um að hafa falsað bókhald félagsins á árunum 2019-21 varðandi kaup og sölur á leikmönnum. Nú greinir ítalski miðillinn Corriero Dello Sport frá því að Juventus og UEFA séu búin að ná samkomulagi vegna málsins. Juventus fær árs bann frá Evrópukeppnum og mun því ekki taka þátt í Sambandsdeildinni á komandi tímabili. Samþykki Juventus að áfrýja ekki þessum úrskurði mun félagið geta unnið sér inn sæti í Evrópukeppni tímabilið 2024-25 sem væri mikilvægt fyrir félagið. Talið er að forráðamenn Juventus muni taka þessari niðurstöðu í stað þess að hætta á frekari refsingu áfrýi félagið til CAS, Alþjóða íþróttadómstólsins. Fiorentina mun taka sæti Juventus í Sambandsdeildinni verði þetta lendingin. Á morgun hefjast réttarhöld yfir Andrea Agnelli, fyrrverandi framkvæmdastjóra Juventus, vegna brota hans í starfi. Hann er grunaður um að hafa falsað skjöl um laun leikmanna sem og greiðslur til umboðsmanna. Aðrir fyrrum háttsettir menn hjá Juventus hafa náð samkomulagi við saksóknara vegna málsins, það hefur Agnelli hins vegar ekki gert og fer því fyrir rétt á morgun. Ítalski boltinn UEFA Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira
Bókhald ítalska stórliðsins Juventus hefur verið til rannsóknar síðustu mánuðina vegna gruns um að félagið hafi brotið fjárhagsreglur UEFA. Í nóvember sagði öll stjórn félagsins af sér vegna rannsóknarinnar og í janúar voru fimmtán stig dregin af félaginu í Serie A vegna þessara brota. Íþróttamálayfirvöld Ítalíu felldu þann dóm úr gildi og fyrirskipuðu ný réttarhöld og í maí var úrskurðað að stig skyldu dregin af Juventus á nýjan leik, í þetta skiptið tíu stig sem þýddi að liðið hafnaði í 7. sæti Serie A og náði þar með aðeins sæti í Sambandsdeild Evrópu. Refsingin er eins og áður segir tilkomin vegna fjárhagsbrota en félagið er grunað um að hafa falsað bókhald félagsins á árunum 2019-21 varðandi kaup og sölur á leikmönnum. Nú greinir ítalski miðillinn Corriero Dello Sport frá því að Juventus og UEFA séu búin að ná samkomulagi vegna málsins. Juventus fær árs bann frá Evrópukeppnum og mun því ekki taka þátt í Sambandsdeildinni á komandi tímabili. Samþykki Juventus að áfrýja ekki þessum úrskurði mun félagið geta unnið sér inn sæti í Evrópukeppni tímabilið 2024-25 sem væri mikilvægt fyrir félagið. Talið er að forráðamenn Juventus muni taka þessari niðurstöðu í stað þess að hætta á frekari refsingu áfrýi félagið til CAS, Alþjóða íþróttadómstólsins. Fiorentina mun taka sæti Juventus í Sambandsdeildinni verði þetta lendingin. Á morgun hefjast réttarhöld yfir Andrea Agnelli, fyrrverandi framkvæmdastjóra Juventus, vegna brota hans í starfi. Hann er grunaður um að hafa falsað skjöl um laun leikmanna sem og greiðslur til umboðsmanna. Aðrir fyrrum háttsettir menn hjá Juventus hafa náð samkomulagi við saksóknara vegna málsins, það hefur Agnelli hins vegar ekki gert og fer því fyrir rétt á morgun.
Ítalski boltinn UEFA Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira