Fals on í fals á fals ofan? Tómas Ellert Tómasson skrifar 9. júlí 2023 10:01 Undanfarnar vikur hefur opinberast smátt og smátt með hvaða hætti stöðugleikaeignir sem ríkissjóður eignaðist við uppgjör föllnu bankanna voru og hafa verið meðhöndlaðar í meðförum fjármálaráðuneytisins, Lindarhvols ehf, framkvæmdaaðilum sölu eignanna og þeirra sem sjá áttu um eftirlit með framkvæmd sölu eignanna. Um þó nokkuð marga aðila er að ræða. Sú mynd sem er að teiknast upp af meðferð og söluferli eignanna er ekki falleg að sjá. Leyndarhyggja; lögbrot; sektargreiðslur; pólitísk tengsl; óútskýrðir afslættir; vinum, vandamönnum og sjálfum sér hyglað; grautfúin stjórnsýsla og siðferðileg gjaldþrot svo fátt eitt sé upptalið. Rammi myndarinnar er klár, hann var settur saman í kjölfar bankahrunsins fyrir fimmtán árum síðan með Rannsóknarskýrslu Alþingis. Af fyrstu dráttum myndarinnar af meðhöndlun stöðugleikaeignanna má sjá að það stefnir í mikil líkindi með henni og myndarinnar sem dregin var upp af aðdraganda bankahrunsins. Sama listformið þó einhver blæbrigðamunur muni verða á myndunum tveim þ.e. annarsvegar aðdraganda bankahrunsins og hinsvegar einum af eftirmálum þess, framkvæmd á sölu stöðugleikaeignanna. Varnartengiliðir söluframkvæmdarinnar segja gagnrýni á störf sín óréttláta. Meint fals þeirra sé á misskilningi byggt og til þess eins fallið að sverta þau miklu afrek sem þeir hafi unnið við söluna. Að mati þeirra er hér um að ræða bestu sölu ríkiseigna í sögu Íslands og jafnvel sú besta í Evrópu. Fáir útvaldir taka undir þá málsvörn þeirra. Þrátt fyrir málsvörn varnartengiliðanna og fárra útvaldra að þá hefur myndin af framkvæmd á sölu stöðugleikaeignanna, þó ókláruð sé, ratað inn á borð ríkissaksóknara vegna meintra falsana. Ekki þó vegna þess að myndin sjálf sé fölsuð heldur vegna þess að fyrstu drættir myndarinnar gefa til kynna að fals on í fals á fals ofan hafi viðgengist við meðhöndlun og meðferð stöðuleikaeignanna, þeirra rúmu 400 milljarða króna sem þær innihéldu í upphafi. Höfundur er byggingarverkfræðingur og fyrrv. bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Ellert Tómasson Starfsemi Lindarhvols Miðflokkurinn Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû Skoðun Skoðun Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Undanfarnar vikur hefur opinberast smátt og smátt með hvaða hætti stöðugleikaeignir sem ríkissjóður eignaðist við uppgjör föllnu bankanna voru og hafa verið meðhöndlaðar í meðförum fjármálaráðuneytisins, Lindarhvols ehf, framkvæmdaaðilum sölu eignanna og þeirra sem sjá áttu um eftirlit með framkvæmd sölu eignanna. Um þó nokkuð marga aðila er að ræða. Sú mynd sem er að teiknast upp af meðferð og söluferli eignanna er ekki falleg að sjá. Leyndarhyggja; lögbrot; sektargreiðslur; pólitísk tengsl; óútskýrðir afslættir; vinum, vandamönnum og sjálfum sér hyglað; grautfúin stjórnsýsla og siðferðileg gjaldþrot svo fátt eitt sé upptalið. Rammi myndarinnar er klár, hann var settur saman í kjölfar bankahrunsins fyrir fimmtán árum síðan með Rannsóknarskýrslu Alþingis. Af fyrstu dráttum myndarinnar af meðhöndlun stöðugleikaeignanna má sjá að það stefnir í mikil líkindi með henni og myndarinnar sem dregin var upp af aðdraganda bankahrunsins. Sama listformið þó einhver blæbrigðamunur muni verða á myndunum tveim þ.e. annarsvegar aðdraganda bankahrunsins og hinsvegar einum af eftirmálum þess, framkvæmd á sölu stöðugleikaeignanna. Varnartengiliðir söluframkvæmdarinnar segja gagnrýni á störf sín óréttláta. Meint fals þeirra sé á misskilningi byggt og til þess eins fallið að sverta þau miklu afrek sem þeir hafi unnið við söluna. Að mati þeirra er hér um að ræða bestu sölu ríkiseigna í sögu Íslands og jafnvel sú besta í Evrópu. Fáir útvaldir taka undir þá málsvörn þeirra. Þrátt fyrir málsvörn varnartengiliðanna og fárra útvaldra að þá hefur myndin af framkvæmd á sölu stöðugleikaeignanna, þó ókláruð sé, ratað inn á borð ríkissaksóknara vegna meintra falsana. Ekki þó vegna þess að myndin sjálf sé fölsuð heldur vegna þess að fyrstu drættir myndarinnar gefa til kynna að fals on í fals á fals ofan hafi viðgengist við meðhöndlun og meðferð stöðuleikaeignanna, þeirra rúmu 400 milljarða króna sem þær innihéldu í upphafi. Höfundur er byggingarverkfræðingur og fyrrv. bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg.
Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû Skoðun
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû Skoðun