„Verðum að fara nýta færin betur“ Hinrik Wöhler skrifar 8. júlí 2023 17:16 Jonathan Glenn og Guðrún Jóna Kristjánsdóttir, þjálfarateymi Keflavíkur. Vísir/Hulda Margrét Jonathan Glenn, þjálfari Keflavíkur, þurfti að sætta sig við 2-0 tap á móti toppliði Breiðabliks í tólftu umferð Bestu deildar kvenna í dag. Leikurinn var markalaus í hálfleik og var Jonathan sáttur með frammistöðuna framan af. „Í fyrri hálfleik var ég mjög ánægður með skipulagið og hvernig við lokuðum á þær. Einnig voru skyndisóknirnar hjá okkur að skila færum þó að við náðum ekki að klára þa. Á móti góðu liði líkt og Breiðablik verður þú að nýta öll mögulega færi,“ sagði Jonathan skömmu eftir leik. Leikmenn Breiðabliks komu beittari til leiks í seinni hálfleik og voru ekki lengi að skora fyrsta mark leiksins en það kom á 51. mínútu. „Seinni hálfleikur byrjaði ágætlega en eftir aðeins ein mistök á móti gæðaleikmönnum með þennan hraða og liði með vel útfærðar skyndisóknir þá er þér refsað. Eftir það reyndum við að ýta aðeins ofar og jafna en þær refsuðu okkur aftur með góðri fyrirgjöf inn í vítateiginn. Ég vil meina að við hefðum átt að nýta færin í fyrri hálfleik og þá hefði það komið okkur í vænlega stöðu,“ bætti Jonathan við. Varnarleikur Keflavíkur var agaður og skipulagður í fyrri hálfleik og vildi Jonathan sjá það sama í síðari hálfleik en varð ekki að ósk sinni. „Ég sagði þeim að við verðum að gera meira af því sama, þurfum að vera rétt stilltar og ég held að þetta var heilt yfir góð frammistaða. Þetta var spurning um ein mistök og þær refsuðu okkur í fyrsta markinu, þetta er sérstaklega hættulegt á móti góðu liði eins og Breiðablik.“ Sóknarleikur Keflavíkur hefur ekki verið upp á marga fiska í síðustu leikjum en liðið hefur leikið þrjá leiki í röð í deildinni án þess að skora mark og hafa aðeins náð skora sjö mörk þegar tólf umferðir eru búnar. „Við verðum að fara nýta færin betur og vonandi kemur það bráðlega, þetta er eitthvað sem við höfum verið að vinna í. Við höfum verið að fá færi en verðum að fara klára þau,“ sagði Jonathan þegar hann var spurður út í sóknarleikinn. Félagsskiptaglugginn opnar 18. júlí og segir Jonathan að liðið gæti bætt við sig leikmönnum í glugganum. „Við erum skoða þetta, klárlega. Þetta er spurning hvað við getum gert, við erum að skoða þetta út frá kostnaði. Við erum að funda og ætlum að skoða þetta.“ Fótbolti Íslenski boltinn Breiðablik Besta deild kvenna Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
„Í fyrri hálfleik var ég mjög ánægður með skipulagið og hvernig við lokuðum á þær. Einnig voru skyndisóknirnar hjá okkur að skila færum þó að við náðum ekki að klára þa. Á móti góðu liði líkt og Breiðablik verður þú að nýta öll mögulega færi,“ sagði Jonathan skömmu eftir leik. Leikmenn Breiðabliks komu beittari til leiks í seinni hálfleik og voru ekki lengi að skora fyrsta mark leiksins en það kom á 51. mínútu. „Seinni hálfleikur byrjaði ágætlega en eftir aðeins ein mistök á móti gæðaleikmönnum með þennan hraða og liði með vel útfærðar skyndisóknir þá er þér refsað. Eftir það reyndum við að ýta aðeins ofar og jafna en þær refsuðu okkur aftur með góðri fyrirgjöf inn í vítateiginn. Ég vil meina að við hefðum átt að nýta færin í fyrri hálfleik og þá hefði það komið okkur í vænlega stöðu,“ bætti Jonathan við. Varnarleikur Keflavíkur var agaður og skipulagður í fyrri hálfleik og vildi Jonathan sjá það sama í síðari hálfleik en varð ekki að ósk sinni. „Ég sagði þeim að við verðum að gera meira af því sama, þurfum að vera rétt stilltar og ég held að þetta var heilt yfir góð frammistaða. Þetta var spurning um ein mistök og þær refsuðu okkur í fyrsta markinu, þetta er sérstaklega hættulegt á móti góðu liði eins og Breiðablik.“ Sóknarleikur Keflavíkur hefur ekki verið upp á marga fiska í síðustu leikjum en liðið hefur leikið þrjá leiki í röð í deildinni án þess að skora mark og hafa aðeins náð skora sjö mörk þegar tólf umferðir eru búnar. „Við verðum að fara nýta færin betur og vonandi kemur það bráðlega, þetta er eitthvað sem við höfum verið að vinna í. Við höfum verið að fá færi en verðum að fara klára þau,“ sagði Jonathan þegar hann var spurður út í sóknarleikinn. Félagsskiptaglugginn opnar 18. júlí og segir Jonathan að liðið gæti bætt við sig leikmönnum í glugganum. „Við erum skoða þetta, klárlega. Þetta er spurning hvað við getum gert, við erum að skoða þetta út frá kostnaði. Við erum að funda og ætlum að skoða þetta.“
Fótbolti Íslenski boltinn Breiðablik Besta deild kvenna Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki