Hlín kom gestunum í Kristianstad yfir eftir rúmlega hálftíma leik en heimakonur jöfnuðu metin ekki löngu síðar. Tabby Tindell kom hins vegar Kristianstad yfir að nýju og staðan 1-2 í hálfleik.
Aðeins eitt mark var skorað í síðari hálfleik og það gerði Uppsala, lokatölur 2-2. Hlín lék allan leikinn en Amanda Andradóttir kom inn af bekknum þegar 20 mínútur lifðu leiks. Þá er Elísabet Gunnarsdóttir sem fyrr þjálfari liðsins.
Kristianstad er í 6. sæti deildarinnar með 31 stig að loknum 17 leikjum. Häcken er á toppnum með 44 stig.
Í úrvalsdeild karla spilaði Valgeir Lunddal allan leikinn í 2-1 endurkomusigri Häcken á AIK en heimamenn komust yfir í fyrri hálfleik. Häcken er nú í 2. sæti með 32 stig, tveimur á eftir toppliði Malmö sem á þó tvo leiki til góða.