Viðskipti innlent

Helga ráðin skrif­stofu­stjóri í­þrótta­borgarinnar

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Helga mun hefja störf í haust.
Helga mun hefja störf í haust. Reykjavíkurborg

Helga Friðriksdóttir hefur verið ráðin skrifstofustjóri íþróttaborgarinnar á menningar- og íþróttasviði Reykjavíkurborgar. Nær fimmtíu umsóknir til starfsins bárust. 

Í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar er greint frá ráðningunni. Þar segir að Helga hafi áður starfað á sviði stjórnunar og rekstrar, stefnumótunar og mannauðsmála. Síðastliðin ár hafi hún starfað sem rekstrarstjóri mannvirkja í Úlfarsárdal og áður sem forstöðumaður þjónustusviðs Öskju. Þá hafi hún starfað sem forstöðumaður bíla- og tækjafjármögnunar hjá Landsbankanum.

Helga hefur lokið meistaragráðu í mannauðsstjórnun og vinnusálfræði, MBA prófi frá Háskólanum í Reykjavík og B.sc. prófi í verkfræði frá Háskóla Íslands. 

„Ég er mjög ánægður með að fá Helgu til liðs við þann öfluga hóp starfsfólks sem starfar á menningar- og íþróttasviði borgarinnar. Reynsla hennar og menntun mun nýtast vel í þeim verkefnum sem hún mun sinna. Við hlökkum til samstarfsins,“ segir Eiríkur Björn Björgvinsson, sviðsstjóri menningar- og íþróttasviðs Reykjavíkurborgar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×