Handtekinn við heimili Obama daginn sem Trump birti heimilisfang Kjartan Kjartansson skrifar 6. júlí 2023 14:41 Stuðningsmenn Donalds Trump söfnuðust saman við þinghúsið í Washington-borg 6. janúar árið 2021. Þeir slógust við lögreglumenn og brutu sér leið inn í þinghúsið. Markmið þeirra var að koma í veg fyrir að þingið staðfesti kjör Joes Biden sem forseta. AP/José Luis Magana Karlmaður á fertugsaldri var handtekinn nærri heimili Baracks Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sama dag og Donald Trump birti það sem hann sagði heimilisfang Obama í síðasta mánuði. Skotvopn og hundruð skotfæra fundust í sendiferðabíl mannsins. Bandaríska alríkislögreglan hóf leit að manninum eftir að hann birti myndband á samfélagsmiðli þar sem hann fullyrti að hann ætlaði að sprengja bílsprengju við alríkisstofnun í Maryland. Maðurinn var vaktaður vegna þátttöku sinnar í árás stuðningsmanna Trump á bandaríska þinghúsið 6. janúar 2021. Daginn eftir birti maðurinn annað myndband þar sem hann var á vappi í hverfi Obama í Washington-borg. Þar sagðist hann leita að inngönguleiðum og góðum skotvinkli, að sögn AP-fréttastofunnar. Áður hafði maðurinn deilt færslu Trump með því sem fyrrverandi forsetinn hélt fram að væri heimilisfang Obama á samfélagsmiðlinum Truth. „Við höfum umkringt þessa aumingja. Sjáumst í helvíti, Podesta og Obama,“ skrifaði maðurinn. Podesta virtist vísun í John Podesta, fyrrverandi kosningastjóra Hillary Clinton í forsetakosningunum sem Trump vann árið 2016. Leyniþjónustumenn, sem hafa góðar gætur á hverfinu, veittu manninum athygli og náðu að hlaupa hann uppi þegar hann reyndi að flýja. Ákærður fyrir árásina á þinghúsið Við leit í sendiferðabíl mannsins fundust tvær skammbyssur, um fjögur hundruð skot og sveðja. Tuttugu skotvopn voru skráð í eigu mannsins, þar á meðal skammbyssurnar tvær. Maðurinn ók alla leið til Washington-borgar frá Washington-ríki á vesturströnd Bandaríkjanna. Eiginkona hans sagði yfirvöldum að hann hafi gert það til þess að þekkjast boð Kevins McCarthy, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, um að aðgang að áður óbirtum upptökum af árásinni á þinghúsið. Washington Post segir að aðrir stuðningsmenn árásarmúgsins hafi hrakið manninn burt þar sem hann hafi virst óstöðugur. Hann er sagður hafa farið með samsæriskenningar sem eru kenndar við Qanon og haldið því fram að dauði konu sem var skotin til bana þegar hún reyndi að ráðast inn í sal fulltrúadeildarinnar hafi verið sviðsettur. Yfirvöld sækjast nú eftir að maðurinn verði áfram í haldi. Hann var ákærður fyrir minniháttar brot tengd árásinni á þinghúsið. Saksóknarar segja að hann hafi verið á meðal þeirra stuðningsmanna Trump sem fóru inn í þinghúsið og komist alla leið að skrifstofu forseta deildarinnar. Maðurinn er einnig sagður hafa haft uppi ógnandi ummæli um McCarthy, forseta fulltrúadeildarinnar og einn leiðtoga repúblikana, í myndbandi sem hann birti á samfélagsmiðli þegar hann ók til Washington-borgar. Trump var kærður fyrir embættisbrot á þingi fyrir að æsa til árásarinnar á þinghúsið á sínum tíma en var sýknaður af félögum sínum í Repúblikanaflokknum sem þá stýrðu öldungadeild þingsins. Repúblikanar hafa sakað dómsmálaráðuneytið um að fara offari gegn stuðningsmönnum Trump sem réðust á þinghúsið. Trump hefur meðal annars hyllt árásarmúginn á kosningafundum sínum. Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Barack Obama Tengdar fréttir Q-liðar á krossgötum: Engin herlög og engar fjöldahandtökur Í þrjú ár hafa Qanon-liðar staðið í þeirri trú að Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hafi háð leynilega baráttu gegn djöfladýrkandi Demókrötum og meðlimum elítunnar svokölluðu sem níðast á börnum og drekka blóð þeirra til að halda sér ungum. 21. janúar 2021 12:29 Öfgamenn áberandi í árásinni á þinghúsið Þeir fjölmörgu óeirðaseggir sem brutu sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna til að stöðva staðfestingu niðurstaða forsetakosninganna í nóvember í gærkvöldi eiga það flestir sameiginlegt að vera stuðningsmenn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna. 7. janúar 2021 15:11 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Sjá meira
Bandaríska alríkislögreglan hóf leit að manninum eftir að hann birti myndband á samfélagsmiðli þar sem hann fullyrti að hann ætlaði að sprengja bílsprengju við alríkisstofnun í Maryland. Maðurinn var vaktaður vegna þátttöku sinnar í árás stuðningsmanna Trump á bandaríska þinghúsið 6. janúar 2021. Daginn eftir birti maðurinn annað myndband þar sem hann var á vappi í hverfi Obama í Washington-borg. Þar sagðist hann leita að inngönguleiðum og góðum skotvinkli, að sögn AP-fréttastofunnar. Áður hafði maðurinn deilt færslu Trump með því sem fyrrverandi forsetinn hélt fram að væri heimilisfang Obama á samfélagsmiðlinum Truth. „Við höfum umkringt þessa aumingja. Sjáumst í helvíti, Podesta og Obama,“ skrifaði maðurinn. Podesta virtist vísun í John Podesta, fyrrverandi kosningastjóra Hillary Clinton í forsetakosningunum sem Trump vann árið 2016. Leyniþjónustumenn, sem hafa góðar gætur á hverfinu, veittu manninum athygli og náðu að hlaupa hann uppi þegar hann reyndi að flýja. Ákærður fyrir árásina á þinghúsið Við leit í sendiferðabíl mannsins fundust tvær skammbyssur, um fjögur hundruð skot og sveðja. Tuttugu skotvopn voru skráð í eigu mannsins, þar á meðal skammbyssurnar tvær. Maðurinn ók alla leið til Washington-borgar frá Washington-ríki á vesturströnd Bandaríkjanna. Eiginkona hans sagði yfirvöldum að hann hafi gert það til þess að þekkjast boð Kevins McCarthy, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, um að aðgang að áður óbirtum upptökum af árásinni á þinghúsið. Washington Post segir að aðrir stuðningsmenn árásarmúgsins hafi hrakið manninn burt þar sem hann hafi virst óstöðugur. Hann er sagður hafa farið með samsæriskenningar sem eru kenndar við Qanon og haldið því fram að dauði konu sem var skotin til bana þegar hún reyndi að ráðast inn í sal fulltrúadeildarinnar hafi verið sviðsettur. Yfirvöld sækjast nú eftir að maðurinn verði áfram í haldi. Hann var ákærður fyrir minniháttar brot tengd árásinni á þinghúsið. Saksóknarar segja að hann hafi verið á meðal þeirra stuðningsmanna Trump sem fóru inn í þinghúsið og komist alla leið að skrifstofu forseta deildarinnar. Maðurinn er einnig sagður hafa haft uppi ógnandi ummæli um McCarthy, forseta fulltrúadeildarinnar og einn leiðtoga repúblikana, í myndbandi sem hann birti á samfélagsmiðli þegar hann ók til Washington-borgar. Trump var kærður fyrir embættisbrot á þingi fyrir að æsa til árásarinnar á þinghúsið á sínum tíma en var sýknaður af félögum sínum í Repúblikanaflokknum sem þá stýrðu öldungadeild þingsins. Repúblikanar hafa sakað dómsmálaráðuneytið um að fara offari gegn stuðningsmönnum Trump sem réðust á þinghúsið. Trump hefur meðal annars hyllt árásarmúginn á kosningafundum sínum.
Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Barack Obama Tengdar fréttir Q-liðar á krossgötum: Engin herlög og engar fjöldahandtökur Í þrjú ár hafa Qanon-liðar staðið í þeirri trú að Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hafi háð leynilega baráttu gegn djöfladýrkandi Demókrötum og meðlimum elítunnar svokölluðu sem níðast á börnum og drekka blóð þeirra til að halda sér ungum. 21. janúar 2021 12:29 Öfgamenn áberandi í árásinni á þinghúsið Þeir fjölmörgu óeirðaseggir sem brutu sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna til að stöðva staðfestingu niðurstaða forsetakosninganna í nóvember í gærkvöldi eiga það flestir sameiginlegt að vera stuðningsmenn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna. 7. janúar 2021 15:11 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Sjá meira
Q-liðar á krossgötum: Engin herlög og engar fjöldahandtökur Í þrjú ár hafa Qanon-liðar staðið í þeirri trú að Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hafi háð leynilega baráttu gegn djöfladýrkandi Demókrötum og meðlimum elítunnar svokölluðu sem níðast á börnum og drekka blóð þeirra til að halda sér ungum. 21. janúar 2021 12:29
Öfgamenn áberandi í árásinni á þinghúsið Þeir fjölmörgu óeirðaseggir sem brutu sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna til að stöðva staðfestingu niðurstaða forsetakosninganna í nóvember í gærkvöldi eiga það flestir sameiginlegt að vera stuðningsmenn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna. 7. janúar 2021 15:11