Handtekinn við heimili Obama daginn sem Trump birti heimilisfang Kjartan Kjartansson skrifar 6. júlí 2023 14:41 Stuðningsmenn Donalds Trump söfnuðust saman við þinghúsið í Washington-borg 6. janúar árið 2021. Þeir slógust við lögreglumenn og brutu sér leið inn í þinghúsið. Markmið þeirra var að koma í veg fyrir að þingið staðfesti kjör Joes Biden sem forseta. AP/José Luis Magana Karlmaður á fertugsaldri var handtekinn nærri heimili Baracks Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sama dag og Donald Trump birti það sem hann sagði heimilisfang Obama í síðasta mánuði. Skotvopn og hundruð skotfæra fundust í sendiferðabíl mannsins. Bandaríska alríkislögreglan hóf leit að manninum eftir að hann birti myndband á samfélagsmiðli þar sem hann fullyrti að hann ætlaði að sprengja bílsprengju við alríkisstofnun í Maryland. Maðurinn var vaktaður vegna þátttöku sinnar í árás stuðningsmanna Trump á bandaríska þinghúsið 6. janúar 2021. Daginn eftir birti maðurinn annað myndband þar sem hann var á vappi í hverfi Obama í Washington-borg. Þar sagðist hann leita að inngönguleiðum og góðum skotvinkli, að sögn AP-fréttastofunnar. Áður hafði maðurinn deilt færslu Trump með því sem fyrrverandi forsetinn hélt fram að væri heimilisfang Obama á samfélagsmiðlinum Truth. „Við höfum umkringt þessa aumingja. Sjáumst í helvíti, Podesta og Obama,“ skrifaði maðurinn. Podesta virtist vísun í John Podesta, fyrrverandi kosningastjóra Hillary Clinton í forsetakosningunum sem Trump vann árið 2016. Leyniþjónustumenn, sem hafa góðar gætur á hverfinu, veittu manninum athygli og náðu að hlaupa hann uppi þegar hann reyndi að flýja. Ákærður fyrir árásina á þinghúsið Við leit í sendiferðabíl mannsins fundust tvær skammbyssur, um fjögur hundruð skot og sveðja. Tuttugu skotvopn voru skráð í eigu mannsins, þar á meðal skammbyssurnar tvær. Maðurinn ók alla leið til Washington-borgar frá Washington-ríki á vesturströnd Bandaríkjanna. Eiginkona hans sagði yfirvöldum að hann hafi gert það til þess að þekkjast boð Kevins McCarthy, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, um að aðgang að áður óbirtum upptökum af árásinni á þinghúsið. Washington Post segir að aðrir stuðningsmenn árásarmúgsins hafi hrakið manninn burt þar sem hann hafi virst óstöðugur. Hann er sagður hafa farið með samsæriskenningar sem eru kenndar við Qanon og haldið því fram að dauði konu sem var skotin til bana þegar hún reyndi að ráðast inn í sal fulltrúadeildarinnar hafi verið sviðsettur. Yfirvöld sækjast nú eftir að maðurinn verði áfram í haldi. Hann var ákærður fyrir minniháttar brot tengd árásinni á þinghúsið. Saksóknarar segja að hann hafi verið á meðal þeirra stuðningsmanna Trump sem fóru inn í þinghúsið og komist alla leið að skrifstofu forseta deildarinnar. Maðurinn er einnig sagður hafa haft uppi ógnandi ummæli um McCarthy, forseta fulltrúadeildarinnar og einn leiðtoga repúblikana, í myndbandi sem hann birti á samfélagsmiðli þegar hann ók til Washington-borgar. Trump var kærður fyrir embættisbrot á þingi fyrir að æsa til árásarinnar á þinghúsið á sínum tíma en var sýknaður af félögum sínum í Repúblikanaflokknum sem þá stýrðu öldungadeild þingsins. Repúblikanar hafa sakað dómsmálaráðuneytið um að fara offari gegn stuðningsmönnum Trump sem réðust á þinghúsið. Trump hefur meðal annars hyllt árásarmúginn á kosningafundum sínum. Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Barack Obama Tengdar fréttir Q-liðar á krossgötum: Engin herlög og engar fjöldahandtökur Í þrjú ár hafa Qanon-liðar staðið í þeirri trú að Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hafi háð leynilega baráttu gegn djöfladýrkandi Demókrötum og meðlimum elítunnar svokölluðu sem níðast á börnum og drekka blóð þeirra til að halda sér ungum. 21. janúar 2021 12:29 Öfgamenn áberandi í árásinni á þinghúsið Þeir fjölmörgu óeirðaseggir sem brutu sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna til að stöðva staðfestingu niðurstaða forsetakosninganna í nóvember í gærkvöldi eiga það flestir sameiginlegt að vera stuðningsmenn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna. 7. janúar 2021 15:11 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira
Bandaríska alríkislögreglan hóf leit að manninum eftir að hann birti myndband á samfélagsmiðli þar sem hann fullyrti að hann ætlaði að sprengja bílsprengju við alríkisstofnun í Maryland. Maðurinn var vaktaður vegna þátttöku sinnar í árás stuðningsmanna Trump á bandaríska þinghúsið 6. janúar 2021. Daginn eftir birti maðurinn annað myndband þar sem hann var á vappi í hverfi Obama í Washington-borg. Þar sagðist hann leita að inngönguleiðum og góðum skotvinkli, að sögn AP-fréttastofunnar. Áður hafði maðurinn deilt færslu Trump með því sem fyrrverandi forsetinn hélt fram að væri heimilisfang Obama á samfélagsmiðlinum Truth. „Við höfum umkringt þessa aumingja. Sjáumst í helvíti, Podesta og Obama,“ skrifaði maðurinn. Podesta virtist vísun í John Podesta, fyrrverandi kosningastjóra Hillary Clinton í forsetakosningunum sem Trump vann árið 2016. Leyniþjónustumenn, sem hafa góðar gætur á hverfinu, veittu manninum athygli og náðu að hlaupa hann uppi þegar hann reyndi að flýja. Ákærður fyrir árásina á þinghúsið Við leit í sendiferðabíl mannsins fundust tvær skammbyssur, um fjögur hundruð skot og sveðja. Tuttugu skotvopn voru skráð í eigu mannsins, þar á meðal skammbyssurnar tvær. Maðurinn ók alla leið til Washington-borgar frá Washington-ríki á vesturströnd Bandaríkjanna. Eiginkona hans sagði yfirvöldum að hann hafi gert það til þess að þekkjast boð Kevins McCarthy, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, um að aðgang að áður óbirtum upptökum af árásinni á þinghúsið. Washington Post segir að aðrir stuðningsmenn árásarmúgsins hafi hrakið manninn burt þar sem hann hafi virst óstöðugur. Hann er sagður hafa farið með samsæriskenningar sem eru kenndar við Qanon og haldið því fram að dauði konu sem var skotin til bana þegar hún reyndi að ráðast inn í sal fulltrúadeildarinnar hafi verið sviðsettur. Yfirvöld sækjast nú eftir að maðurinn verði áfram í haldi. Hann var ákærður fyrir minniháttar brot tengd árásinni á þinghúsið. Saksóknarar segja að hann hafi verið á meðal þeirra stuðningsmanna Trump sem fóru inn í þinghúsið og komist alla leið að skrifstofu forseta deildarinnar. Maðurinn er einnig sagður hafa haft uppi ógnandi ummæli um McCarthy, forseta fulltrúadeildarinnar og einn leiðtoga repúblikana, í myndbandi sem hann birti á samfélagsmiðli þegar hann ók til Washington-borgar. Trump var kærður fyrir embættisbrot á þingi fyrir að æsa til árásarinnar á þinghúsið á sínum tíma en var sýknaður af félögum sínum í Repúblikanaflokknum sem þá stýrðu öldungadeild þingsins. Repúblikanar hafa sakað dómsmálaráðuneytið um að fara offari gegn stuðningsmönnum Trump sem réðust á þinghúsið. Trump hefur meðal annars hyllt árásarmúginn á kosningafundum sínum.
Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Barack Obama Tengdar fréttir Q-liðar á krossgötum: Engin herlög og engar fjöldahandtökur Í þrjú ár hafa Qanon-liðar staðið í þeirri trú að Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hafi háð leynilega baráttu gegn djöfladýrkandi Demókrötum og meðlimum elítunnar svokölluðu sem níðast á börnum og drekka blóð þeirra til að halda sér ungum. 21. janúar 2021 12:29 Öfgamenn áberandi í árásinni á þinghúsið Þeir fjölmörgu óeirðaseggir sem brutu sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna til að stöðva staðfestingu niðurstaða forsetakosninganna í nóvember í gærkvöldi eiga það flestir sameiginlegt að vera stuðningsmenn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna. 7. janúar 2021 15:11 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira
Q-liðar á krossgötum: Engin herlög og engar fjöldahandtökur Í þrjú ár hafa Qanon-liðar staðið í þeirri trú að Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hafi háð leynilega baráttu gegn djöfladýrkandi Demókrötum og meðlimum elítunnar svokölluðu sem níðast á börnum og drekka blóð þeirra til að halda sér ungum. 21. janúar 2021 12:29
Öfgamenn áberandi í árásinni á þinghúsið Þeir fjölmörgu óeirðaseggir sem brutu sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna til að stöðva staðfestingu niðurstaða forsetakosninganna í nóvember í gærkvöldi eiga það flestir sameiginlegt að vera stuðningsmenn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna. 7. janúar 2021 15:11