Kunnugleg atburðarás á Reykjanesskaga Helena Rós Sturludóttir skrifar 6. júlí 2023 12:56 Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur telur ólíktlegt að komi til goss á Reykjanesskaga að það muni ná til Reykjanesbrautar. vísir/sigurjón Búist er við áframhaldandi skjálftavirkni í dag þrátt fyrir að heldur hafi dregið úr henni á Reykjanesskaga í nótt. Jarðelisfræðingur segir atburðarásina kunnuglega. Í nótt dró heldur úr skjálftavirkni á Reykjanesskaga en alls mældust 750 skjálftar eftir miðnætti. Stærsti skjálftinn mældist 3,8 að stærð og reið yfir rétt eftir klukkan eitt í nótt. Fimmtán skjálftar yfir þremur hafa mælst frá miðnætti. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir atburðarrásina nú minna talsvert á aðdraganda fyrri gosa á svæðinu. „Gangurinn lagði af stað eins og við höfum séð áður gerast og það sem hefur verið að gerast í nótt er það að það hefur dregið talsvert út skjálftavirkninni,“ segir Páll. Þrátt fyrir það séu enn tíðir skjálftar, þó minni. „Þetta er líka atburðarás sem við þekkjum frá fyrri atburðum, þegar gangur hættir þá dregur úr skjálftavirkninni sem honum fylgir. Þetta gerðist um jólin 2021, þá stóð ganga innskot í viku síðan fjaraði það út en þetta getur líka þýtt það að gangurinn sé að nálgast yfirboð og að hann sé að nálgast það að fái útrás í gosi,“ segir Páll jafnframt. Erfitt sé að meta líkur á gosi út frá takmarkaðri tölfræði, ef miðað sé við hana þá séu um það bil 67 prósent líkur á gosi. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur sagði í fréttum okkar í gær að ekki væri hægt að útiloka þann möguleika að ef til goss kæmi að hraun renni yfir Reykjanesbraut ef gossprungan opnast norðar en hún gerði í fyrra. „Þá erum við komin yfir í það sem við köllum Þráinsskjöld, hraunið og hraunskjöldurinn sem liggur niður að strönd og Reykjanesbrautin liggur yfir. Vogarnir sitja til dæmis á Þráinsskildi. Ef sprungan opnast norðar þá hefur hún eiginlega beina leið að vegi og niður að strönd,“ sagði Þorvaldur. Til þess þurfi þó gosið að ná ákveðinni stærð. Páll segir það ólíklegt. „Ef það kemur upp gos þá er langlíklegast að það verði á þessu bili á milli Fagradalsfjalls og Keilis. Þyngdarpunkturinn í skjálftavirkninni hefur verið nú verið nær Keili.“ Atburðarásin nú sé öll á tiltölulega flötu svæði og því þurfi að myndast talsvert stór hraunsletta áður en það fer að leka mikið til hliðanna og þá sé ómögulegt að segja í hvaða átt muni leka, komi til þess. Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Grindavík Tengdar fréttir Eldgos muni ekki fjölga ferðamönnum í sumar Forstöðumaður markaðssamskiptasviðs Íslandsstofu segir að eldgos eigi ekki eftir að hafa mikil áhrif á komu ferðamanna til skemmri tíma. Ekki sé mikið um laus hótelherbergi og erfitt væri að finna flugsæti. Til lengri tíma litið hafi eldgos þó góð áhrif á ímynd Íslands. 6. júlí 2023 10:35 Snarpur skjálfti reið yfir rétt fyrir tvö Snarpur skjálfti reið yfir rétt fyrir klukkan tvö í nótt og fannst á höfuðborgarsvæðinu. 6. júlí 2023 01:53 Ákveðið að hætta að velja sér frídaga Í annað sinn á innan við ári gætu eldsumbrot truflað sumaráform samskiptastjóra almannavarna sem var á leið í sumarfrí á morgun. Tveir tímar liðu frá því að hún stimplaði sig út fyrir sumarleyfi í ágúst þegar eldgos hófst í Meradölum. 6. júlí 2023 11:40 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira
Í nótt dró heldur úr skjálftavirkni á Reykjanesskaga en alls mældust 750 skjálftar eftir miðnætti. Stærsti skjálftinn mældist 3,8 að stærð og reið yfir rétt eftir klukkan eitt í nótt. Fimmtán skjálftar yfir þremur hafa mælst frá miðnætti. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir atburðarrásina nú minna talsvert á aðdraganda fyrri gosa á svæðinu. „Gangurinn lagði af stað eins og við höfum séð áður gerast og það sem hefur verið að gerast í nótt er það að það hefur dregið talsvert út skjálftavirkninni,“ segir Páll. Þrátt fyrir það séu enn tíðir skjálftar, þó minni. „Þetta er líka atburðarás sem við þekkjum frá fyrri atburðum, þegar gangur hættir þá dregur úr skjálftavirkninni sem honum fylgir. Þetta gerðist um jólin 2021, þá stóð ganga innskot í viku síðan fjaraði það út en þetta getur líka þýtt það að gangurinn sé að nálgast yfirboð og að hann sé að nálgast það að fái útrás í gosi,“ segir Páll jafnframt. Erfitt sé að meta líkur á gosi út frá takmarkaðri tölfræði, ef miðað sé við hana þá séu um það bil 67 prósent líkur á gosi. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur sagði í fréttum okkar í gær að ekki væri hægt að útiloka þann möguleika að ef til goss kæmi að hraun renni yfir Reykjanesbraut ef gossprungan opnast norðar en hún gerði í fyrra. „Þá erum við komin yfir í það sem við köllum Þráinsskjöld, hraunið og hraunskjöldurinn sem liggur niður að strönd og Reykjanesbrautin liggur yfir. Vogarnir sitja til dæmis á Þráinsskildi. Ef sprungan opnast norðar þá hefur hún eiginlega beina leið að vegi og niður að strönd,“ sagði Þorvaldur. Til þess þurfi þó gosið að ná ákveðinni stærð. Páll segir það ólíklegt. „Ef það kemur upp gos þá er langlíklegast að það verði á þessu bili á milli Fagradalsfjalls og Keilis. Þyngdarpunkturinn í skjálftavirkninni hefur verið nú verið nær Keili.“ Atburðarásin nú sé öll á tiltölulega flötu svæði og því þurfi að myndast talsvert stór hraunsletta áður en það fer að leka mikið til hliðanna og þá sé ómögulegt að segja í hvaða átt muni leka, komi til þess.
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Grindavík Tengdar fréttir Eldgos muni ekki fjölga ferðamönnum í sumar Forstöðumaður markaðssamskiptasviðs Íslandsstofu segir að eldgos eigi ekki eftir að hafa mikil áhrif á komu ferðamanna til skemmri tíma. Ekki sé mikið um laus hótelherbergi og erfitt væri að finna flugsæti. Til lengri tíma litið hafi eldgos þó góð áhrif á ímynd Íslands. 6. júlí 2023 10:35 Snarpur skjálfti reið yfir rétt fyrir tvö Snarpur skjálfti reið yfir rétt fyrir klukkan tvö í nótt og fannst á höfuðborgarsvæðinu. 6. júlí 2023 01:53 Ákveðið að hætta að velja sér frídaga Í annað sinn á innan við ári gætu eldsumbrot truflað sumaráform samskiptastjóra almannavarna sem var á leið í sumarfrí á morgun. Tveir tímar liðu frá því að hún stimplaði sig út fyrir sumarleyfi í ágúst þegar eldgos hófst í Meradölum. 6. júlí 2023 11:40 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira
Eldgos muni ekki fjölga ferðamönnum í sumar Forstöðumaður markaðssamskiptasviðs Íslandsstofu segir að eldgos eigi ekki eftir að hafa mikil áhrif á komu ferðamanna til skemmri tíma. Ekki sé mikið um laus hótelherbergi og erfitt væri að finna flugsæti. Til lengri tíma litið hafi eldgos þó góð áhrif á ímynd Íslands. 6. júlí 2023 10:35
Snarpur skjálfti reið yfir rétt fyrir tvö Snarpur skjálfti reið yfir rétt fyrir klukkan tvö í nótt og fannst á höfuðborgarsvæðinu. 6. júlí 2023 01:53
Ákveðið að hætta að velja sér frídaga Í annað sinn á innan við ári gætu eldsumbrot truflað sumaráform samskiptastjóra almannavarna sem var á leið í sumarfrí á morgun. Tveir tímar liðu frá því að hún stimplaði sig út fyrir sumarleyfi í ágúst þegar eldgos hófst í Meradölum. 6. júlí 2023 11:40