Bæjarstjórinn sneri úr fríi þegar skjálftahrinan hófst Ólafur Björn Sverrisson og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 5. júlí 2023 16:56 Fannar Jónasson bæjarstjóri í Grindavík. Vísir/Arnar Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur var nýfarinn í sumarfrí þegar skjálftahrinan hófst á Reykjanesskaga og dreif sig aftur heim. Hann segir tímasetninguna óheppilega þar sem margir viðbragðsaðilar séu í sumarfríi og býst við gosi. „Hljóðið í bæjarbúum er bærilegt, við erum vön þessu áður og það er hásumar þó veðrið sé ekkert sérstakt núna. Það eru að vísu margir í fríi þannig viðbragðið verður kannski ekki alveg það sama,“ segir Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur í samtali við fréttastofu. Hann var sjálfur nýfarinn í sumarfrí þegar jarðskjálftahrinan hófst. „Það er ómögulegt að vera í fríi þegar svona kemur upp á, þannig ég dreif mig heim,“ segir Fannar sem telur viðbragðsaðila samt sem áður vel undirbúna undir gos. „Reyndar er þetta ekki góður tími til að ætlast til þess að björgunarsveitir víða á landinu geti mætt til starfa. Það er hásumar og margir í fríi, þannig við höfum smá áhyggjur af því. En þetta verður að koma í ljós.“ Fannar segir ekki ástæðu til að halda íbúafund að svo stöddu en minnir fólk á ganga vel frá lausamunum. „Við eigum að kunna þessi helstu ráð.“ Er fólk jafnvel hætt að kippa sér upp við þetta? „Þeir verða til lengdar þrálátir, svona skjálftar. Sérstaklega þegar fólk er að vakna við þetta á nóttunni. En ég held að það sé nú enginn kvíði í mannskapnum núna. Ég held samt að við séum ekkert að kenna meira á þessu en höfuðborgarbúar.“ Farið verður yfir upplýsingagjöf til ferðamanna hjá viðbragðsaðilum á næstunni og notast við SMS-kerfi líkt og í síðasta gosi. Heldur þú að gos sé að bresta á? „Ég er undir það búinn, já. Þetta er mjög keimlíkt því sem gerðist fyrir ári og sama munstur sem endaði með gosi þannig við getum búist við því.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
„Hljóðið í bæjarbúum er bærilegt, við erum vön þessu áður og það er hásumar þó veðrið sé ekkert sérstakt núna. Það eru að vísu margir í fríi þannig viðbragðið verður kannski ekki alveg það sama,“ segir Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur í samtali við fréttastofu. Hann var sjálfur nýfarinn í sumarfrí þegar jarðskjálftahrinan hófst. „Það er ómögulegt að vera í fríi þegar svona kemur upp á, þannig ég dreif mig heim,“ segir Fannar sem telur viðbragðsaðila samt sem áður vel undirbúna undir gos. „Reyndar er þetta ekki góður tími til að ætlast til þess að björgunarsveitir víða á landinu geti mætt til starfa. Það er hásumar og margir í fríi, þannig við höfum smá áhyggjur af því. En þetta verður að koma í ljós.“ Fannar segir ekki ástæðu til að halda íbúafund að svo stöddu en minnir fólk á ganga vel frá lausamunum. „Við eigum að kunna þessi helstu ráð.“ Er fólk jafnvel hætt að kippa sér upp við þetta? „Þeir verða til lengdar þrálátir, svona skjálftar. Sérstaklega þegar fólk er að vakna við þetta á nóttunni. En ég held að það sé nú enginn kvíði í mannskapnum núna. Ég held samt að við séum ekkert að kenna meira á þessu en höfuðborgarbúar.“ Farið verður yfir upplýsingagjöf til ferðamanna hjá viðbragðsaðilum á næstunni og notast við SMS-kerfi líkt og í síðasta gosi. Heldur þú að gos sé að bresta á? „Ég er undir það búinn, já. Þetta er mjög keimlíkt því sem gerðist fyrir ári og sama munstur sem endaði með gosi þannig við getum búist við því.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira