Hvenær fór ríkisstjórnin að treysta Bankasýslunni aftur? Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 3. júlí 2023 12:49 Þingmenn ríkisstjórnarflokkanna í fjárlaganefnd segja nauðsynlegt að starfslokasamningur Birnu Einarsdóttur verði birtur. Það er sanngjörn krafa. Bryndís Haraldsdóttir segir að það þurfi auðvitað að birta allt í kringum þessa sölu. Það er rétt. Og ef það er ætlunin að að endurheimta traust þarf að birta allt, en ekki bara sumt. Það þarf að segja söguna alla en ekki bara að birta valda kafla. Síðasta skoðanakönnun sýnir að ríkisstjórnin hefur misst mikið traust. Þingmenn sem vilja birta starfslokasamning Birnu ættu auðvitað að styðja að birta öll gögn og samskipti stjórnvalda í aðdraganda sölunnar. Þau ættu að styðja að kannað verði hvernig ráðherra sinnti leiðbeiningarskyldu sinni til Bankasýslunnar í aðdraganda sölunnar og eftirlitsskyldu sinni skv. lögum. Geta þeir hugsað sér að klára rannsókn á þeim þáttum Íslandsbankasölunnar sem út af standa? Þannig að allt um þessa sölu verði birt, líka þeir þættir sem sýna undirbúning og eftirlit ráðherra. Skoðanakönnun sýndi að 83% þjóðarinnar var óánægður með hvernig tókst til við söluna. Sú óánægja var löngu tilkomin áður en starfslokasamningur var gerður við bankastjórann. Á hluthafafundi í Íslandsbanka í lok mánaðarins mætir Bankasýslan fyrir hönd ríkisstjórnarinnar og almennings. Sama bankasýsla og enn heldur því fram að útboðið hafa verið það farsælasta í Íslandssögunni. Hörð gagnrýni Ríkisendurskoðanda á Bankasýsluna og 1,2 milljarða sekt Íslandsbanka vegna alvarlega brota virðist ekki enn hafa fært þeim skilning á málinu. Bankasýslan er umboðslaus eftir að sérstök fréttatilkynning formanna ríkisstjórnarflokkanna var send út um að leggja þyrfti stofnunina niður vegna þess hvernig bankasýslan sinnti sínum þætti í málinu. Forystumenn ríkisstjórnarinnar sögðust þá ekki treysta Bankasýslunni. Bara síðast í gær sagði viðskiptaraðherra að forsvarsmenn Bankasýslunnar hefðu orðið sér til skammar á fundi efnahagsnefndar. Enn virðast þeir ekki skilja að salan snerist ekki bara um verðið heldur um vinnubrögð. Finnst þingmönnunum passandi að Bankasýslan fari þá með þetta mikla ábyrgðarhlutverk fyrir hönd almennings á hluthafafundinum? Mennirnir sem ekki skilja gagnrýnina á þá sjálfa? Menn sem verða sér til skammar að mati ríkisstjórnarinnar þegar þeir tala um söluna? Finnst þingmönnum ríkisstjórnarflokkanna það passandi þrátt fyrir orð um að þeim sé ekki treystandi? Ríkisstjórnin þarf að svara hvað varð til þess að ríkisstjórnin fór að treysta Bankasýslunni aftur? Snýst það um nokkuð annað en að reyna að beina kastljósinu að hluthafafundinum og frá umræðum um rannsóknarnefnd? Forsætisráðherra hefur með skapandi skýringu fundið út að fjármálaráðherra hafi axlað ábyrgð með því að biðja ríkisendurskoðanda að skrifa skýrslu. Er það ekki dálítið eins og að ábyrgð Birnu Einarsdóttur hefði bara verið sú að biðja endurskoðendur um að skrifa skýrslu um söluna? Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenskir bankar Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þingmenn ríkisstjórnarflokkanna í fjárlaganefnd segja nauðsynlegt að starfslokasamningur Birnu Einarsdóttur verði birtur. Það er sanngjörn krafa. Bryndís Haraldsdóttir segir að það þurfi auðvitað að birta allt í kringum þessa sölu. Það er rétt. Og ef það er ætlunin að að endurheimta traust þarf að birta allt, en ekki bara sumt. Það þarf að segja söguna alla en ekki bara að birta valda kafla. Síðasta skoðanakönnun sýnir að ríkisstjórnin hefur misst mikið traust. Þingmenn sem vilja birta starfslokasamning Birnu ættu auðvitað að styðja að birta öll gögn og samskipti stjórnvalda í aðdraganda sölunnar. Þau ættu að styðja að kannað verði hvernig ráðherra sinnti leiðbeiningarskyldu sinni til Bankasýslunnar í aðdraganda sölunnar og eftirlitsskyldu sinni skv. lögum. Geta þeir hugsað sér að klára rannsókn á þeim þáttum Íslandsbankasölunnar sem út af standa? Þannig að allt um þessa sölu verði birt, líka þeir þættir sem sýna undirbúning og eftirlit ráðherra. Skoðanakönnun sýndi að 83% þjóðarinnar var óánægður með hvernig tókst til við söluna. Sú óánægja var löngu tilkomin áður en starfslokasamningur var gerður við bankastjórann. Á hluthafafundi í Íslandsbanka í lok mánaðarins mætir Bankasýslan fyrir hönd ríkisstjórnarinnar og almennings. Sama bankasýsla og enn heldur því fram að útboðið hafa verið það farsælasta í Íslandssögunni. Hörð gagnrýni Ríkisendurskoðanda á Bankasýsluna og 1,2 milljarða sekt Íslandsbanka vegna alvarlega brota virðist ekki enn hafa fært þeim skilning á málinu. Bankasýslan er umboðslaus eftir að sérstök fréttatilkynning formanna ríkisstjórnarflokkanna var send út um að leggja þyrfti stofnunina niður vegna þess hvernig bankasýslan sinnti sínum þætti í málinu. Forystumenn ríkisstjórnarinnar sögðust þá ekki treysta Bankasýslunni. Bara síðast í gær sagði viðskiptaraðherra að forsvarsmenn Bankasýslunnar hefðu orðið sér til skammar á fundi efnahagsnefndar. Enn virðast þeir ekki skilja að salan snerist ekki bara um verðið heldur um vinnubrögð. Finnst þingmönnunum passandi að Bankasýslan fari þá með þetta mikla ábyrgðarhlutverk fyrir hönd almennings á hluthafafundinum? Mennirnir sem ekki skilja gagnrýnina á þá sjálfa? Menn sem verða sér til skammar að mati ríkisstjórnarinnar þegar þeir tala um söluna? Finnst þingmönnum ríkisstjórnarflokkanna það passandi þrátt fyrir orð um að þeim sé ekki treystandi? Ríkisstjórnin þarf að svara hvað varð til þess að ríkisstjórnin fór að treysta Bankasýslunni aftur? Snýst það um nokkuð annað en að reyna að beina kastljósinu að hluthafafundinum og frá umræðum um rannsóknarnefnd? Forsætisráðherra hefur með skapandi skýringu fundið út að fjármálaráðherra hafi axlað ábyrgð með því að biðja ríkisendurskoðanda að skrifa skýrslu. Er það ekki dálítið eins og að ábyrgð Birnu Einarsdóttur hefði bara verið sú að biðja endurskoðendur um að skrifa skýrslu um söluna? Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun