Flugferð Play til Kaupmannahafnar aflýst með stuttum fyrirvara Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. júlí 2023 23:03 Flugferð Play til Kaupmannahafnar í dag var aflýst vegna vélarbilunar. Vísir/Vilhelm Flugferð Play til Kaupmannahafnar klukkan 14.50 í dag var seinkað tvisvar og síðan aflýst með skömmum fyrirvara. Ástæðan var bilun sem kom upp í flugvélinni. Birgir Olgeirsson, upplýsingafulltrúi Play, greindi frá því í samtali við Vísi að vélarbilun hefði valdið því að flugferðinni var aflýst. Hann segir farþegum hafa boðist að fá miðann endurgreiddan, far með næstu vél til Kaupmannahafnar eða að bóka sig í flugferð annað. Karl Guðlaugsson, faðir og tengdafaðir ungs pars sem átti miða með Play til Kaupmannahafnar var ekki sáttur með vinnubrögð Play sem tvífrestuðu flugferðinni með skömmum fyrirvara áður en henni var að lokum aflýst. Hann sagði erfitt að ná í fulltrúa Play. Ósáttur við lítinn fyrirvara og samskiptaleysi „Ég á börn sem voru að fara með ungabarn í flug með Play í dag til Kaupmannahafnar,“ sagði Karl í samtali við Vísi. „Vélin átti að fara 14.50 og þau fá 13.22 tilkynningu um seinkun um klukkutíma með þriggja mánaða gamalt barn. Svo fá þau aftur klukkan 13.28 aðra lýsingu á seinkun og svo fá þau klukkan 16.03 að fluginu hafi verið aflýst,“ segir hann. Farþegunum var í staðinn boðið að fá miðann endurgreiddan eða far með næstu vél til Kaupmannahafnar eða flugferð annað. Hins vegar sagði Karl að það hefði ekki gengið neitt að ná í „nokkurn einasta mann, það er enginn til þess að tala við“. Hann segir son sinn og tengdadóttur nauðsynlega hafa þurft að komast til Kaupmannahafnar. Þau hefðu getað komist með flugi Icelandair klukkan hálf fimm ef Play hefði aflýst fluginu frá byrjun en ekki dregið það svona með frestunum. „Það var fullt af Dönum þarna sem köstuðu upp höndum og vissu ekkert hvað þau ættu að gera af því þau náði ekki sambandi við nokkurn einasta mann,“ segir hann. Vélarbilun orsök aflýsingar Upplýsingafulltrúi sagði vélarbilun hafa valdið aflýsingunni og að hægt væri að ná í þjónustuver Play á vefnum. „Það var vélarbilun og farþegum eru boðnir pakkað sem felast í endurgreiðslu eða að bóka sig á næsta lausa flug eða þá eitthvað flug sem hentar frekar annað,“ sagði Birgir Olgeirsson, upplýsingafulltrúi Play í viðtali við Vísi. Birgir sagðist ekki vita hvers vegna fluginu var tvisvar seinkað áður en því var aflýst. Hann hefði fengið að vita að því hefði verið aflýst. „Við erum ekki með síma, þjónustuverið okkar er alfarið á netinu þannig það má ná í okkur á Facebook, Instagram og vefnum okkar, Flyplay.com, þar er spjallmenni og hnappur sem segir „Hafðu samband“,“ sagði Birgir um mögulegar leiðir til að ná í flugfélagið. Þjónustuverið svaraði þar öllum skilaboðum eins fljótt og auðið er. Play Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Danmörk Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Sjá meira
Birgir Olgeirsson, upplýsingafulltrúi Play, greindi frá því í samtali við Vísi að vélarbilun hefði valdið því að flugferðinni var aflýst. Hann segir farþegum hafa boðist að fá miðann endurgreiddan, far með næstu vél til Kaupmannahafnar eða að bóka sig í flugferð annað. Karl Guðlaugsson, faðir og tengdafaðir ungs pars sem átti miða með Play til Kaupmannahafnar var ekki sáttur með vinnubrögð Play sem tvífrestuðu flugferðinni með skömmum fyrirvara áður en henni var að lokum aflýst. Hann sagði erfitt að ná í fulltrúa Play. Ósáttur við lítinn fyrirvara og samskiptaleysi „Ég á börn sem voru að fara með ungabarn í flug með Play í dag til Kaupmannahafnar,“ sagði Karl í samtali við Vísi. „Vélin átti að fara 14.50 og þau fá 13.22 tilkynningu um seinkun um klukkutíma með þriggja mánaða gamalt barn. Svo fá þau aftur klukkan 13.28 aðra lýsingu á seinkun og svo fá þau klukkan 16.03 að fluginu hafi verið aflýst,“ segir hann. Farþegunum var í staðinn boðið að fá miðann endurgreiddan eða far með næstu vél til Kaupmannahafnar eða flugferð annað. Hins vegar sagði Karl að það hefði ekki gengið neitt að ná í „nokkurn einasta mann, það er enginn til þess að tala við“. Hann segir son sinn og tengdadóttur nauðsynlega hafa þurft að komast til Kaupmannahafnar. Þau hefðu getað komist með flugi Icelandair klukkan hálf fimm ef Play hefði aflýst fluginu frá byrjun en ekki dregið það svona með frestunum. „Það var fullt af Dönum þarna sem köstuðu upp höndum og vissu ekkert hvað þau ættu að gera af því þau náði ekki sambandi við nokkurn einasta mann,“ segir hann. Vélarbilun orsök aflýsingar Upplýsingafulltrúi sagði vélarbilun hafa valdið aflýsingunni og að hægt væri að ná í þjónustuver Play á vefnum. „Það var vélarbilun og farþegum eru boðnir pakkað sem felast í endurgreiðslu eða að bóka sig á næsta lausa flug eða þá eitthvað flug sem hentar frekar annað,“ sagði Birgir Olgeirsson, upplýsingafulltrúi Play í viðtali við Vísi. Birgir sagðist ekki vita hvers vegna fluginu var tvisvar seinkað áður en því var aflýst. Hann hefði fengið að vita að því hefði verið aflýst. „Við erum ekki með síma, þjónustuverið okkar er alfarið á netinu þannig það má ná í okkur á Facebook, Instagram og vefnum okkar, Flyplay.com, þar er spjallmenni og hnappur sem segir „Hafðu samband“,“ sagði Birgir um mögulegar leiðir til að ná í flugfélagið. Þjónustuverið svaraði þar öllum skilaboðum eins fljótt og auðið er.
Play Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Danmörk Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Sjá meira