Refsa þurfi Ísraelsmönnum til að koma á friði Bjarki Sigurðsson skrifar 29. júní 2023 23:31 Gideon Levy er ísraelskur blaðamaður sem hefur um árabil gagnrýnt stjórnvöld í heimalandi sínu. Stöð 2 Margverðlaunaður ísraelskur blaðamaður segir að Ísraelsmenn muni ekki láta af hernaði sínum og aðskilnaðarstefnu gagnvart Palestínumönnum fyrr en alþjóðasamfélagið refsi þeim. Núverandi ríkisstjórn landsins væri versta fasista- og öfgatrúarstjórn frá stofnun Ísraelsríkis. Gideon Levy er ísraelskur blaðamaður sem hefur um árabil gagnrýnt stjórnvöld í heimalandi sínu, þá sérstaklega vegna slæmrar meðferðar þeirra á Palestínumönnum. Hann er nú staddur hér á landi á vegum félagsins Ísland-Palestína og Ögmunds Jónassonar fyrrverandi ráðherra. Hann er afar afdráttarlaus þegar kemur gagnrýni hans á Ísrael og þá sérstaklega á nýja ríkisstjórn landsins sem var mynduð undir lok síðasta árs undir forystu Benjamíns Netanjahús. „Þetta er fasískasta, öfgafyllsta bókstafstrúarstjórn sem Ísrael hefur nokkru sinni haft. Ekki að það hafi verið gott áður en þessi ríkisstjórn fer með okkur út í miklar öfgar en ég held ekki að þessi stjórn verði lengi við völd því hún gengur svo langt og er svo öfgafull hvað varðar ólýðræðisleg og trúarleg skref. Hún er að færa Ísrael aftur til miðalda. Hún endist ekki lengi því mótmælin eru mjög öflug núna,“ segir Levy. Segir Ísraela lifa í blindni Hann segir flesta Ísraelsmenn hafa lítinn áhuga á að læra um deilur ríkisins við nágrannana í Palestínu og kjósa frekar að lifa í blindni. „Við verðum að horfast í augu við raunveruleikann. Eftir 55 ára hersetu er Ísrael orðið aðskilnaðarríki. Ísrael er aðskilnaðarríki samkvæmt öllum mælikvörðum. Fyrst og fremst þurfi að refsa Ísraelum Þá segir hann að það þurfi ekki að byrja á því að koma á friði milli ríkjanna heldur þurfi fyrst að refsa Ísrael. „Friður gæti komist á ef það næðist eitthvert réttlæti en það næst ekkert réttlæti í aðskilnaðarríki. Ef Ísraelsmenn vakna ekki einn morguninn og segja: Hernámið er ekki gott. Bindum enda á það. Þá mun það aldrei gerast. Það gerist aðeins ef Ísraelsmönnum verður refsað fyrir hernámið og þeir þurfa að gjalda fyrir það. Það er einmitt hlutverk alþjóðasamfélagsins að grípa inn í. Ekki með hermönnum heldur bara með þrýstingi til að gera Ísrael að lýðræðisríki á ný.“ Ísrael Palestína Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Gideon Levy er ísraelskur blaðamaður sem hefur um árabil gagnrýnt stjórnvöld í heimalandi sínu, þá sérstaklega vegna slæmrar meðferðar þeirra á Palestínumönnum. Hann er nú staddur hér á landi á vegum félagsins Ísland-Palestína og Ögmunds Jónassonar fyrrverandi ráðherra. Hann er afar afdráttarlaus þegar kemur gagnrýni hans á Ísrael og þá sérstaklega á nýja ríkisstjórn landsins sem var mynduð undir lok síðasta árs undir forystu Benjamíns Netanjahús. „Þetta er fasískasta, öfgafyllsta bókstafstrúarstjórn sem Ísrael hefur nokkru sinni haft. Ekki að það hafi verið gott áður en þessi ríkisstjórn fer með okkur út í miklar öfgar en ég held ekki að þessi stjórn verði lengi við völd því hún gengur svo langt og er svo öfgafull hvað varðar ólýðræðisleg og trúarleg skref. Hún er að færa Ísrael aftur til miðalda. Hún endist ekki lengi því mótmælin eru mjög öflug núna,“ segir Levy. Segir Ísraela lifa í blindni Hann segir flesta Ísraelsmenn hafa lítinn áhuga á að læra um deilur ríkisins við nágrannana í Palestínu og kjósa frekar að lifa í blindni. „Við verðum að horfast í augu við raunveruleikann. Eftir 55 ára hersetu er Ísrael orðið aðskilnaðarríki. Ísrael er aðskilnaðarríki samkvæmt öllum mælikvörðum. Fyrst og fremst þurfi að refsa Ísraelum Þá segir hann að það þurfi ekki að byrja á því að koma á friði milli ríkjanna heldur þurfi fyrst að refsa Ísrael. „Friður gæti komist á ef það næðist eitthvert réttlæti en það næst ekkert réttlæti í aðskilnaðarríki. Ef Ísraelsmenn vakna ekki einn morguninn og segja: Hernámið er ekki gott. Bindum enda á það. Þá mun það aldrei gerast. Það gerist aðeins ef Ísraelsmönnum verður refsað fyrir hernámið og þeir þurfa að gjalda fyrir það. Það er einmitt hlutverk alþjóðasamfélagsins að grípa inn í. Ekki með hermönnum heldur bara með þrýstingi til að gera Ísrael að lýðræðisríki á ný.“
Ísrael Palestína Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira