Dagur les Peterson pistilinn Ólafur Björn Sverrisson skrifar 29. júní 2023 15:57 Borgarstjóri Reykjavíkur var ósáttur við að kanadíski sálfræðingurinn Jordan Peterson teldi það ómerkilega dyggðaskreytingu að stilla sér upp við regnbogastíginn á Skólavörðustíg. vísir Kanadíski sálfræðingurinn og Íslandsvinurinn Jordan Petersson varar forsætisráðherra sinn Justin Trudeau um að „ganga of langt“ með „hinsegin tímabili“ hans. Tilefni þess var mynd sem Trudeau birti af sér á Twitter við regnbogastíginn á Skólavörðustíg í Reykjavík. Nú hefur Dagur B. Eggertsson blandað sér í umræðuna og les Peterson pistilinn á miðlinum. Trudeau og Peterson hafa lengi eldað grátt silfur saman. Peterson vakti meðal annars athygli þegar hann setti sig upp á móti lögum hins fyrrnefna um kynlaus fornöfn í heimalandinu. Trudeau kom hingað til lands sem sérstakur gestur á árlegum sumarfundi norrænna forsætisráðherra í Vestmannaeyjum fyrr í vikunni, en Ísland var gestgjafi fundarins í ár. Við komu til Reykjavíkur tók Trudeau mynd af sér við regnbogastíginn á Skólavörðustíg. „Gat ekki yfirgefið Reykjavík án þess að heimsækja regnbogastíginn. Til allra sem fagna hinsegin-dögum á Íslandi, Kanada og um allan heim: Gleðilegt hinsegin tímabil (e. Pride season). Took this yesterday before heading home – because we couldn’t leave Reykjavík without visiting Rainbow Street. To everyone celebrating Pride in Iceland, in Canada, and around the world: Happy Pride season! 🏳️🌈🏳️⚧️ pic.twitter.com/GhvrB3CYIT— Justin Trudeau (@JustinTrudeau) June 27, 2023 Þessi færsla Trudeau fór öfugt ofan í Peterson sem svaraði tístinu á eftirfarandi hátt: „Þú og þínir dyggðaskreyttu skósveinar hafa augljóslega gengið of langt með „hinsegin-tímabili“,“ skrifar hann. „Þú þekkir engin takmörk en munt einn daginn brotlenda með hausinn á undan á óbifanlegan hlut.“ Þessu svaraði Dagur borgarstjóri og upplýsir Peterson um að regnbogastígurinn sé ekki dyggðaskreyting, heldur til marks um mannréttindi handa öllum. „Það gleður mig að fullvissa þig um að regnbogastígurinn er ekki árstíðarbundinn - hann er varanlegur - líkt og mannréttindi og virðing okkar fyrir þeim,“ skrifar Dagur. Dear @jordanbpeterson - I want to inform you that in Reykjavík our Rainbow-street is not a signal of virtue but of human rights for all. And I am glad to assure you that the Rainbow-street is not seasonal - it is permanent - and so are human rights and our respect for them. https://t.co/WSTiwXHw5p— dagur@reykjavik.is (@Dagurb) June 29, 2023 Hinsegin Reykjavík Borgarstjórn Samfylkingin Mannréttindi Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Trudeau og Peterson hafa lengi eldað grátt silfur saman. Peterson vakti meðal annars athygli þegar hann setti sig upp á móti lögum hins fyrrnefna um kynlaus fornöfn í heimalandinu. Trudeau kom hingað til lands sem sérstakur gestur á árlegum sumarfundi norrænna forsætisráðherra í Vestmannaeyjum fyrr í vikunni, en Ísland var gestgjafi fundarins í ár. Við komu til Reykjavíkur tók Trudeau mynd af sér við regnbogastíginn á Skólavörðustíg. „Gat ekki yfirgefið Reykjavík án þess að heimsækja regnbogastíginn. Til allra sem fagna hinsegin-dögum á Íslandi, Kanada og um allan heim: Gleðilegt hinsegin tímabil (e. Pride season). Took this yesterday before heading home – because we couldn’t leave Reykjavík without visiting Rainbow Street. To everyone celebrating Pride in Iceland, in Canada, and around the world: Happy Pride season! 🏳️🌈🏳️⚧️ pic.twitter.com/GhvrB3CYIT— Justin Trudeau (@JustinTrudeau) June 27, 2023 Þessi færsla Trudeau fór öfugt ofan í Peterson sem svaraði tístinu á eftirfarandi hátt: „Þú og þínir dyggðaskreyttu skósveinar hafa augljóslega gengið of langt með „hinsegin-tímabili“,“ skrifar hann. „Þú þekkir engin takmörk en munt einn daginn brotlenda með hausinn á undan á óbifanlegan hlut.“ Þessu svaraði Dagur borgarstjóri og upplýsir Peterson um að regnbogastígurinn sé ekki dyggðaskreyting, heldur til marks um mannréttindi handa öllum. „Það gleður mig að fullvissa þig um að regnbogastígurinn er ekki árstíðarbundinn - hann er varanlegur - líkt og mannréttindi og virðing okkar fyrir þeim,“ skrifar Dagur. Dear @jordanbpeterson - I want to inform you that in Reykjavík our Rainbow-street is not a signal of virtue but of human rights for all. And I am glad to assure you that the Rainbow-street is not seasonal - it is permanent - and so are human rights and our respect for them. https://t.co/WSTiwXHw5p— dagur@reykjavik.is (@Dagurb) June 29, 2023
Hinsegin Reykjavík Borgarstjórn Samfylkingin Mannréttindi Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira