Umfjöllun og viðtal: KR - Keflavík 2-0 | KR upp í 5. sæti Kári Mímisson skrifar 28. júní 2023 21:05 Vísir/Vilhelm KR tók á móti botnliði Keflavíkur í 13. umferð Bestu deildar karla nú í kvöld. KR fór með afar sannfærandi 2-0 sigur af hólmi og komst í leiðinni í 5. sæti deildarinnar. Keflavík situr áfram á botninum. Leikurinn fór hægt af stað hér í Vesturbænum í kvöld þar sem heimamenn voru mun meira með boltann á meðan Keflvíkingar lágu til baka og reyndu að beita skyndisóknum. Sigurður Bjartur Hallsson fékk frábært tækifæri til að koma KR yfir þegar hann fékk frían skalla af stuttu færi en á einhvern ótrúlegan hátt setti hann boltann framhjá. Kristinn Jónsson fékk sömuleiðis mjög gott færi skömmu seinna eftir góðan undirbúning frá Atla Sigurjónssyni en skot hans fór yfir markið. En rétt fyrir hálfleik leit fyrsta mark leiksins ljós þegar Atli Sigurjónsson skallaði í markið af stuttu færi. Kristinn Jónsson átti þá frábæran sprett. Sending Kristins fór af varnarmanni Keflavíkur og þaðan datt boltinn fyrir Sigurð Bjart sem náði að senda hann fyrir markið þar sem Atli Sigurjónsson var einn á auðum sjó og skallaði auðveldlega í markið. Staðan í hálfleik verðskuldað 1-0 fyrir KR. KR var áfram sterkari aðilinn í seinni hálfleiknum og stýrðu leiknum að mestu. Keflvíkingar voru þó ekki langt undan og komust nokkrum sinnum í vænlegar stöður án þess þó að skapa sér nein opin marktækifæri. Annað mark KR kom svo á 77. mínútu og þar var að verki Ægir Jarl Jónasson. Sókn KR hafði verið ansi þung í aðdraganda marksins og því var þetta aðeins spurning hvenær markið kæmi. Atli Sigurjónsson tók þá hornspyrnu frá hægri á fjærstöngina þar sem Finnur Tómas skallaði að marki Keflvíkinga. Mathias í marki Keflavíkur varði skallan en eftir smá dans í teignum barst boltinn til Ægis sem skoraði annan leikinn í röð. Eftir þetta færðist ákveðin ró yfir leikinn og sannfærandi sigur KR staðreynd sem hefur nú ekki tapað síðan 13. maí. Ógöngur Keflavíkur halda hins vegar áfram. Liðið hefur ekki skorað nema átta mörk það sem af er sumri og ekki unnið síðan í 1. umferð. Afhverju vann KR? KR-ingar voru miklu sterkari aðili leiksins í dag og þetta var ákaflega sannfærandi og fagleg frammistaða hjá liðinu í dag. Liðið hélt boltanum ákaflega vel og náði að halda afar bitlausu liði Keflavíkur algerlega í skefjum. Hverjir stóðu upp úr? Sigurður Bjartur Hallsson var ákaflega iðinn fram á við fyrir KR og hefði sennilega átt að skora eitt ef ekki tvö mörk fyrir KR í kvöld. Atli Sigurjónsson virðist vera hrokkinn í gang en hann átti frábæran dag í dag. Kristinn Jónsson átti sömuleiðis mjög góðan leik og var sí ógnandi úr vængbakvarðarstöðunni. . Hvað gekk illa? Það á sér alveg eðlilega skýringu afhverju Keflavík hefur ekki skorað meira en átta mörk í vetur. Gæðin í fremstu víglínu eru ákaflega lítil og vonandi Keflavíkur vegna nær liðið að styrkja sig fram á við í glugganum því liðið er afskaplega bitlaust fram á við eins og er. Hvað gerist næst? Deildin er á leið í smá pásu á næstu vegna Evrópumeistaramóts undir 19 ára. Keflavík leikur næst 8. júlí gegn Víkingi. Leikið er á HS Orku vellinum og hefst leikurinn klukkan 17:00. KR fer næst í Kórinn þar sem liðið mætir HK 13. júlí og hefst leikurinn klukkan Rúnar: Ég ætla rétt að vona að við séum orðnir betri KR skoraði tvö mörk í kvöld og komst áfram.Vísir/Anton Brink Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var mjög sáttur með sigur liðsins sem hann taldi að hafi verið verðskuldaðan. „Þetta var geggjaður sigur. Aðstæður voru erfiðar en mér fannst við leika vel og takast að halda Keflvíkingunum í skefjum. Mér fannst þetta nokkuð sannfærandi 2-0 en hefði viljað skora fleiri mörk.“ KR er núna taplaust í síðustu sex leikjum sínum og virðast hafa fundið dampinn að ný eftir afar brösuga byrjuna. Rúnar segir að markmiðið núna sé fyrst og fremst að ná að halda sér í eftir hluta töflunnar og að liðið sé ekki að horfa neitt lengra en það. „Við lentum í miklu áfalli í byrjun þegar við töpuðum fimm leikjum í röð og erum að vinna okkur út úr því. Við erum að byggja upp sjálfstraust og erum að gera betri hluti núna. Okkur tókst að halda hreinu annan leikinn í röð hérna heima og verjast vel. Það er fullt jákvætt sem við getum tekið með okkur í þetta stutta frí sem við erum að fara í. Við erum komnir upp í efri hlutann og það er stefnan að vera þar, það er fyrsta markmiðið okkur núna. Við erum ánægðir með að vera komnir þangað en við eigum eftir að spila við öll bestu liðin aftur og við ætlum að reyna að stríða þeim örlítið meira en við gerðum síðast. Ég ætla rétt að vona að við séum orðnir betri.“ Félagaskiptaglugginn opnar 18. júlí næstkomandi og hafa nú þegar nokkur lið byrjað að styrkja sig. Það hafa ekki verið nein stór nöfn orðuð við KR og segir Rúnar að hann sé ekki að leita að neinu eins og er en útilokar þó ekkert. „Við teljum okkur vera með fínan hóp og eigum eftir að fá menn inn úr meiðslum til baka. Við skoðum eitthvað í kringum okkur en eins og staðan er núna er ekkert í hendi og við erum ekki að skoða neinn ákveðinn leikmann eða einhverja ákveðna stöðu. Ef við teljum þörf á að gera eitthvað þegar glugginn opnar þá gerum við það.“ Besta deild karla KR Keflavík ÍF
KR tók á móti botnliði Keflavíkur í 13. umferð Bestu deildar karla nú í kvöld. KR fór með afar sannfærandi 2-0 sigur af hólmi og komst í leiðinni í 5. sæti deildarinnar. Keflavík situr áfram á botninum. Leikurinn fór hægt af stað hér í Vesturbænum í kvöld þar sem heimamenn voru mun meira með boltann á meðan Keflvíkingar lágu til baka og reyndu að beita skyndisóknum. Sigurður Bjartur Hallsson fékk frábært tækifæri til að koma KR yfir þegar hann fékk frían skalla af stuttu færi en á einhvern ótrúlegan hátt setti hann boltann framhjá. Kristinn Jónsson fékk sömuleiðis mjög gott færi skömmu seinna eftir góðan undirbúning frá Atla Sigurjónssyni en skot hans fór yfir markið. En rétt fyrir hálfleik leit fyrsta mark leiksins ljós þegar Atli Sigurjónsson skallaði í markið af stuttu færi. Kristinn Jónsson átti þá frábæran sprett. Sending Kristins fór af varnarmanni Keflavíkur og þaðan datt boltinn fyrir Sigurð Bjart sem náði að senda hann fyrir markið þar sem Atli Sigurjónsson var einn á auðum sjó og skallaði auðveldlega í markið. Staðan í hálfleik verðskuldað 1-0 fyrir KR. KR var áfram sterkari aðilinn í seinni hálfleiknum og stýrðu leiknum að mestu. Keflvíkingar voru þó ekki langt undan og komust nokkrum sinnum í vænlegar stöður án þess þó að skapa sér nein opin marktækifæri. Annað mark KR kom svo á 77. mínútu og þar var að verki Ægir Jarl Jónasson. Sókn KR hafði verið ansi þung í aðdraganda marksins og því var þetta aðeins spurning hvenær markið kæmi. Atli Sigurjónsson tók þá hornspyrnu frá hægri á fjærstöngina þar sem Finnur Tómas skallaði að marki Keflvíkinga. Mathias í marki Keflavíkur varði skallan en eftir smá dans í teignum barst boltinn til Ægis sem skoraði annan leikinn í röð. Eftir þetta færðist ákveðin ró yfir leikinn og sannfærandi sigur KR staðreynd sem hefur nú ekki tapað síðan 13. maí. Ógöngur Keflavíkur halda hins vegar áfram. Liðið hefur ekki skorað nema átta mörk það sem af er sumri og ekki unnið síðan í 1. umferð. Afhverju vann KR? KR-ingar voru miklu sterkari aðili leiksins í dag og þetta var ákaflega sannfærandi og fagleg frammistaða hjá liðinu í dag. Liðið hélt boltanum ákaflega vel og náði að halda afar bitlausu liði Keflavíkur algerlega í skefjum. Hverjir stóðu upp úr? Sigurður Bjartur Hallsson var ákaflega iðinn fram á við fyrir KR og hefði sennilega átt að skora eitt ef ekki tvö mörk fyrir KR í kvöld. Atli Sigurjónsson virðist vera hrokkinn í gang en hann átti frábæran dag í dag. Kristinn Jónsson átti sömuleiðis mjög góðan leik og var sí ógnandi úr vængbakvarðarstöðunni. . Hvað gekk illa? Það á sér alveg eðlilega skýringu afhverju Keflavík hefur ekki skorað meira en átta mörk í vetur. Gæðin í fremstu víglínu eru ákaflega lítil og vonandi Keflavíkur vegna nær liðið að styrkja sig fram á við í glugganum því liðið er afskaplega bitlaust fram á við eins og er. Hvað gerist næst? Deildin er á leið í smá pásu á næstu vegna Evrópumeistaramóts undir 19 ára. Keflavík leikur næst 8. júlí gegn Víkingi. Leikið er á HS Orku vellinum og hefst leikurinn klukkan 17:00. KR fer næst í Kórinn þar sem liðið mætir HK 13. júlí og hefst leikurinn klukkan Rúnar: Ég ætla rétt að vona að við séum orðnir betri KR skoraði tvö mörk í kvöld og komst áfram.Vísir/Anton Brink Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var mjög sáttur með sigur liðsins sem hann taldi að hafi verið verðskuldaðan. „Þetta var geggjaður sigur. Aðstæður voru erfiðar en mér fannst við leika vel og takast að halda Keflvíkingunum í skefjum. Mér fannst þetta nokkuð sannfærandi 2-0 en hefði viljað skora fleiri mörk.“ KR er núna taplaust í síðustu sex leikjum sínum og virðast hafa fundið dampinn að ný eftir afar brösuga byrjuna. Rúnar segir að markmiðið núna sé fyrst og fremst að ná að halda sér í eftir hluta töflunnar og að liðið sé ekki að horfa neitt lengra en það. „Við lentum í miklu áfalli í byrjun þegar við töpuðum fimm leikjum í röð og erum að vinna okkur út úr því. Við erum að byggja upp sjálfstraust og erum að gera betri hluti núna. Okkur tókst að halda hreinu annan leikinn í röð hérna heima og verjast vel. Það er fullt jákvætt sem við getum tekið með okkur í þetta stutta frí sem við erum að fara í. Við erum komnir upp í efri hlutann og það er stefnan að vera þar, það er fyrsta markmiðið okkur núna. Við erum ánægðir með að vera komnir þangað en við eigum eftir að spila við öll bestu liðin aftur og við ætlum að reyna að stríða þeim örlítið meira en við gerðum síðast. Ég ætla rétt að vona að við séum orðnir betri.“ Félagaskiptaglugginn opnar 18. júlí næstkomandi og hafa nú þegar nokkur lið byrjað að styrkja sig. Það hafa ekki verið nein stór nöfn orðuð við KR og segir Rúnar að hann sé ekki að leita að neinu eins og er en útilokar þó ekkert. „Við teljum okkur vera með fínan hóp og eigum eftir að fá menn inn úr meiðslum til baka. Við skoðum eitthvað í kringum okkur en eins og staðan er núna er ekkert í hendi og við erum ekki að skoða neinn ákveðinn leikmann eða einhverja ákveðna stöðu. Ef við teljum þörf á að gera eitthvað þegar glugginn opnar þá gerum við það.“
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti