Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sindri Sverrisson skrifar 8. nóvember 2024 14:01 Matt Choi þótti fara yfir strikið með framgöngu sinni í New York maraþoninu. Samsett/Getty/Instagram Hinn 29 ára gamli Matt Choi frá Texas, áhrifavaldur á samfélagsmiðlum, hefur verið úrskurðaður í ævilangt bann frá New York maraþoninu vegna hegðunar sinnar í þessu gríðarlega vinsæla maraþonhlaupi. Choi tók þátt í hlaupinu um síðustu helgi en var með myndatökumenn með sér sem fylgdu honum á rafmagnshjólum, og trufluðu aðra keppendur í hlaupinu. New York Road Runners, sem skipuleggur hlaupið, segir í yfirlýsingu að Choi hafi með þessu brotið keppnisreglur hlaupsins sem og reglur alþjóða frjálsíþróttasambandsins. View this post on Instagram A post shared by Matt Choi (@mattchoi_6) „Eitt af því sem NYRR var tilkynnt um var að Choi hefði hlaupið með aðstoð tveggja manna, án heimildar, sem ferðuðust um brautina á rafmagnshjólum og hindruðu aðra hlaupara,“ segir í yfirlýsingu NYRR. Choi kláraði hlaupið á 2:57:15 klukkustundum, eða um 50 mínútum á eftir Abdi Nageeye sem fór með sigur af hólmi í karlaflokki. Vakti reiði annarra hlaupara Ljóst er að hegðun Choi vakti pirring og reiði annarra hlaupara. AP vitnar í skrif eins þeirra á Reddit sem sagði: „Fyrir mig sem hlaupara þá var stórkostlegt að sjá hann. Það gaf mér enn meira hungur í að fara framhjá honum og sjá til þess að ég þyrfti ekki að sjá hann eða þessa heimsku myndatökumenn hans það sem eftir var hlaupsins.“ Choi, sem er með yfir 400.000 fylgjendur á Instagram, virðist hafa séð að sér því hann hefur nú beðist afsökunar í myndbandsfærslu. Choi viðurkennir þar að með því að láta taka upp hlaup sitt hafi hann stofnað öðrum keppendum í hættu og mögulega komið í veg fyrir að þeir næðu sínum besta tíma, eða kæmust til að ná sér í drykki á drykkjarstöðvum. Yfir 55.000 manns kláruðu hlaupið, þar sem farið var í gegnum stóru hverfin fimm í New York. View this post on Instagram A post shared by Matt Choi (@mattchoi_6) „Það er ekkert sem afsakar það sem ég gerði. Ég var eigingjarn á sunnudaginn, með því að fá bróður minn og myndatökumanninn minn til að fylgja mér eftir á rafmagnshjólum, og það hafði alvarlegar afleiðingar. Á meðan að New York maraþonið á að snúast um alla aðra og samfélagið þá lét ég það snúast um sjálfan mig. Ég vil biðja alla sem þetta bitnaði á afsökunar. Svo það sé á hreinu þá átti ég 100% sök á þessu,“ segir Choi sem kveðst ekki ætla að áfrýja banni NYRR. Hlaup Mest lesið Syntu samanlagt næstum því 24 hringi í kringum Ísland Sport Sá yngsti í Meistaradeildinni mögulega fjórum árum eldri en allir héldu Fótbolti Uppgjörið: Grindavík-Valur 97-90 | Grindvíkingar héldu Val í fallsætinu Körfubolti „Þarf sterk bein til að fara í gegnum svona mótvind“ Körfubolti Lamine Yamal minnir Messi á hann sjálfan þegar hann var ungur Fótbolti „Verðum að hafa milliklassa leikmenn í deildinni annars er voðinn vís“ Körfubolti Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Íslenski boltinn Dagskráin: Lokaspretturinn í baráttunni um fyrsta titil NBA tímabilsins Sport Segir Ronaldo byrja á nýjum matarkúr svo hann geti spilað á HM 2030 Fótbolti Síðasti leikur Þóris með þær norsku verður úrslitaleikur á EM Handbolti Fleiri fréttir Segir Ronaldo byrja á nýjum matarkúr svo hann geti spilað á HM 2030 Syntu samanlagt næstum því 24 hringi í kringum Ísland Lamine Yamal minnir Messi á hann sjálfan þegar hann var ungur Dagskráin: Lokaspretturinn í baráttunni um fyrsta titil NBA tímabilsins Sá yngsti í Meistaradeildinni mögulega fjórum árum eldri en allir héldu Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei „Góður sigur og mikilvægt að koma til baka eftir erfitt tap“ „Þarf sterk bein til að fara í gegnum svona mótvind“ „Fannst hann alltaf hitta þegar hann fékk boltann“ „Við erum frábærir sóknarlega“ Uppgjörið: Grindavík-Valur 97-90 | Grindvíkingar héldu Val í fallsætinu Stigahæsti maður vallarins segir hlutina bara eiga eftir að batna Danmörk í úrslitaleikinn á móti Noregi Valsmenn enduðu taphrinuna Uppgjörið: Fram-Grótta 38-33 | Þorsteinn Gauti skaut Gróttu á kaf Mist Funa komin heim „Verðum að hafa milliklassa leikmenn í deildinni annars er voðinn vís“ Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 89-78 | Þriðja tap Álftnesinga í röð Síðasti leikur Þóris með þær norsku verður úrslitaleikur á EM Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Lemina sviptur fyrirliðabandinu Svíar tóku fimmta sætið Salah leikmaður mánaðarins í sjötta sinn Stelpurnar okkar neðar eftir töp gegn þeim bestu í heimi Guardiola nærist og sefur ekki eðlilega The Sun hlær að vallarmálum á Íslandi Bronny með persónulegt stigamet Ísland í riðli með Frökkum eða Króötum Sagði sínum mönnum að skjóta á Onana við hvert tækifæri Svona eru riðlarnir í undankeppni HM Sjá meira
Choi tók þátt í hlaupinu um síðustu helgi en var með myndatökumenn með sér sem fylgdu honum á rafmagnshjólum, og trufluðu aðra keppendur í hlaupinu. New York Road Runners, sem skipuleggur hlaupið, segir í yfirlýsingu að Choi hafi með þessu brotið keppnisreglur hlaupsins sem og reglur alþjóða frjálsíþróttasambandsins. View this post on Instagram A post shared by Matt Choi (@mattchoi_6) „Eitt af því sem NYRR var tilkynnt um var að Choi hefði hlaupið með aðstoð tveggja manna, án heimildar, sem ferðuðust um brautina á rafmagnshjólum og hindruðu aðra hlaupara,“ segir í yfirlýsingu NYRR. Choi kláraði hlaupið á 2:57:15 klukkustundum, eða um 50 mínútum á eftir Abdi Nageeye sem fór með sigur af hólmi í karlaflokki. Vakti reiði annarra hlaupara Ljóst er að hegðun Choi vakti pirring og reiði annarra hlaupara. AP vitnar í skrif eins þeirra á Reddit sem sagði: „Fyrir mig sem hlaupara þá var stórkostlegt að sjá hann. Það gaf mér enn meira hungur í að fara framhjá honum og sjá til þess að ég þyrfti ekki að sjá hann eða þessa heimsku myndatökumenn hans það sem eftir var hlaupsins.“ Choi, sem er með yfir 400.000 fylgjendur á Instagram, virðist hafa séð að sér því hann hefur nú beðist afsökunar í myndbandsfærslu. Choi viðurkennir þar að með því að láta taka upp hlaup sitt hafi hann stofnað öðrum keppendum í hættu og mögulega komið í veg fyrir að þeir næðu sínum besta tíma, eða kæmust til að ná sér í drykki á drykkjarstöðvum. Yfir 55.000 manns kláruðu hlaupið, þar sem farið var í gegnum stóru hverfin fimm í New York. View this post on Instagram A post shared by Matt Choi (@mattchoi_6) „Það er ekkert sem afsakar það sem ég gerði. Ég var eigingjarn á sunnudaginn, með því að fá bróður minn og myndatökumanninn minn til að fylgja mér eftir á rafmagnshjólum, og það hafði alvarlegar afleiðingar. Á meðan að New York maraþonið á að snúast um alla aðra og samfélagið þá lét ég það snúast um sjálfan mig. Ég vil biðja alla sem þetta bitnaði á afsökunar. Svo það sé á hreinu þá átti ég 100% sök á þessu,“ segir Choi sem kveðst ekki ætla að áfrýja banni NYRR.
Hlaup Mest lesið Syntu samanlagt næstum því 24 hringi í kringum Ísland Sport Sá yngsti í Meistaradeildinni mögulega fjórum árum eldri en allir héldu Fótbolti Uppgjörið: Grindavík-Valur 97-90 | Grindvíkingar héldu Val í fallsætinu Körfubolti „Þarf sterk bein til að fara í gegnum svona mótvind“ Körfubolti Lamine Yamal minnir Messi á hann sjálfan þegar hann var ungur Fótbolti „Verðum að hafa milliklassa leikmenn í deildinni annars er voðinn vís“ Körfubolti Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Íslenski boltinn Dagskráin: Lokaspretturinn í baráttunni um fyrsta titil NBA tímabilsins Sport Segir Ronaldo byrja á nýjum matarkúr svo hann geti spilað á HM 2030 Fótbolti Síðasti leikur Þóris með þær norsku verður úrslitaleikur á EM Handbolti Fleiri fréttir Segir Ronaldo byrja á nýjum matarkúr svo hann geti spilað á HM 2030 Syntu samanlagt næstum því 24 hringi í kringum Ísland Lamine Yamal minnir Messi á hann sjálfan þegar hann var ungur Dagskráin: Lokaspretturinn í baráttunni um fyrsta titil NBA tímabilsins Sá yngsti í Meistaradeildinni mögulega fjórum árum eldri en allir héldu Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei „Góður sigur og mikilvægt að koma til baka eftir erfitt tap“ „Þarf sterk bein til að fara í gegnum svona mótvind“ „Fannst hann alltaf hitta þegar hann fékk boltann“ „Við erum frábærir sóknarlega“ Uppgjörið: Grindavík-Valur 97-90 | Grindvíkingar héldu Val í fallsætinu Stigahæsti maður vallarins segir hlutina bara eiga eftir að batna Danmörk í úrslitaleikinn á móti Noregi Valsmenn enduðu taphrinuna Uppgjörið: Fram-Grótta 38-33 | Þorsteinn Gauti skaut Gróttu á kaf Mist Funa komin heim „Verðum að hafa milliklassa leikmenn í deildinni annars er voðinn vís“ Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 89-78 | Þriðja tap Álftnesinga í röð Síðasti leikur Þóris með þær norsku verður úrslitaleikur á EM Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Lemina sviptur fyrirliðabandinu Svíar tóku fimmta sætið Salah leikmaður mánaðarins í sjötta sinn Stelpurnar okkar neðar eftir töp gegn þeim bestu í heimi Guardiola nærist og sefur ekki eðlilega The Sun hlær að vallarmálum á Íslandi Bronny með persónulegt stigamet Ísland í riðli með Frökkum eða Króötum Sagði sínum mönnum að skjóta á Onana við hvert tækifæri Svona eru riðlarnir í undankeppni HM Sjá meira