„Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Sindri Sverrisson skrifar 8. nóvember 2024 16:32 Curtis Jones er erfiður viðureignar, eins og hann sýndi í leiknum við Leverkusen í vikunni. Getty/Ryan Crockett Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, telur að það að verða pabbi gæti hafa hjálpað miðjumanninum Curtis Jones að blómstra eins fallega og hann hefur gert að undanförnu. Hinn 23 ára gamli Jones hefur verið að gera sig sífellt meira gildandi hjá Liverpool sem situr á toppi bæði ensku úrvalsdeildarinnar og Meistaradeildar Evrópu. Jones átti til að mynda stórkostlega sendingu á Luis Diaz í fyrsta markinu í 4-0 sigrinum gegn Leverkusen í vikunni og hefur verið að fá sæti í byrjunarliðinu á kostnað Dominik Szoboszlai. Frammistaða Jones að undanförnu hefur til að mynda skilað honum sæti í enska landsliðshópnum, fyrir komandi leiki við Grikki og lærisveina Heimis Hallgrímssonar í írska landsliðinu, 14. og 17. nóvember. Það gætu því orðið hans fyrstu A-landsleikir. Slot vill ekki eigna sér heiðurinn að því hve vel Jones hefur gengið, og grínaðist með það að nýja föðurhlutverkið virtist hjálpa honum. „Varðandi Curtis þá er það kannski ekki mér að þakka. Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því!“ sagði Slot á blaðamannafundi fyrir leik Liverpool við Aston Villa annað kvöld, og skellihló. Fatherhood has taken Curtis Jones to another level 👶#liverpool | #premierleague pic.twitter.com/DD7DDSMUN7— Mirror Football (@MirrorFootball) November 8, 2024 Jones varð pabbi í síðasta mánuði þegar dóttirin Giselle fæddist. „Frá því að hann varð pabbi þá hefur hann átt frábærar frammistöður. Þannig var það líka fyrstu vikurnar sem við unnum saman en svo datt frammistaðan aðeins niður hjá honum. Undanfarið hefur hann verið framúrskarandi á nýjan leik,“ sagði Slot. Hann segir Jones smám saman gæta sín betur á því að hanga ekki of lengi með boltann. „Hann er með mikla hæfileika með boltann. Hann er aldrei hræddur við að gera eitthvað einstakt með boltann. Stundum leiddi það af sér aðstæður þar sem hann snerti boltann aðeins of mikið því hann var of öruggur með sig. En hann er jafn vinnusamur og hann er sjálfsöruggur. Það er líka hægt að treysta á hann í varnarleiknum. Hann hefur þetta allt. Núna þarf hann að sýna stöðugleika. Bestu leikmenn heims þurfa að standa sig á þriggja daga fresti. Það er það sem hann þarf að sýna núna,“ sagði Slot. Enski boltinn Mest lesið „Nenni ekki að hlusta á þetta væl“ Körfubolti Syntu samanlagt næstum því 24 hringi í kringum Ísland Sport Segir Ronaldo byrja á nýjum matarkúr svo hann geti spilað á HM 2030 Fótbolti Sá yngsti í Meistaradeildinni mögulega fjórum árum eldri en allir héldu Fótbolti Sér möguleika í riðli Íslands: „Mér finnst þetta ekkert svartnætti“ Fótbolti Jólagleði Liverpool hætt vegna fíkniefna Enski boltinn Lamine Yamal minnir Messi á hann sjálfan þegar hann var ungur Fótbolti Mbappé gæti mætt í Dalinn í október en óvíst hvar Ísland endar Fótbolti „Eflaust fullur eftirsjár þegar þessu lýkur“ Handbolti „Verðum að hafa milliklassa leikmenn í deildinni annars er voðinn vís“ Körfubolti Fleiri fréttir Jólagleði Liverpool hætt vegna fíkniefna Lemina sviptur fyrirliðabandinu Salah leikmaður mánaðarins í sjötta sinn Guardiola nærist og sefur ekki eðlilega Kippt af velli í hálfleik og látinn heyra það Amorim ánægður með að sjá leikmenn sína rífast Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Amorim tjáir sig um brotthvarf Ashworths: „Ekki besta staðan“ Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Furðulegt fagn sem enginn skilur „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Gagnrýnir stjórn eigin félags Arsenal gæti sótt manninn sem hætti fljótt hjá Man. Utd „Var svo hræddur um hvað yrði um hann“ Bowen fagnaði sigurmarkinu með treyju Michail Antonio Kom í veg fyrir spjald liðsfélaga síns hjá Chelsea Alisson snýr aftur í Liverpool liðið Coote rekinn úr ensku úrvalsdeildinni eftir alvarleg brot Getur ekki spilað fótbolta næsta árið eftir bílslysið Henti skónum í ruslið eftir leik en mátti ekki segja frá því Rooney ræður fyrrum aðstoðarmann Sir Alex til starfa Liverpool búið að bjóða Salah nýjan samning Ótrúleg endurkoma hjá Chelsea eftir afar erfiða byrjun Bournemouth og Leicester komu til baka á ævintýralegan hátt Dramatík þegar Arsenal gerði jafntefli á Craven Cottage Sjá meira
Hinn 23 ára gamli Jones hefur verið að gera sig sífellt meira gildandi hjá Liverpool sem situr á toppi bæði ensku úrvalsdeildarinnar og Meistaradeildar Evrópu. Jones átti til að mynda stórkostlega sendingu á Luis Diaz í fyrsta markinu í 4-0 sigrinum gegn Leverkusen í vikunni og hefur verið að fá sæti í byrjunarliðinu á kostnað Dominik Szoboszlai. Frammistaða Jones að undanförnu hefur til að mynda skilað honum sæti í enska landsliðshópnum, fyrir komandi leiki við Grikki og lærisveina Heimis Hallgrímssonar í írska landsliðinu, 14. og 17. nóvember. Það gætu því orðið hans fyrstu A-landsleikir. Slot vill ekki eigna sér heiðurinn að því hve vel Jones hefur gengið, og grínaðist með það að nýja föðurhlutverkið virtist hjálpa honum. „Varðandi Curtis þá er það kannski ekki mér að þakka. Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því!“ sagði Slot á blaðamannafundi fyrir leik Liverpool við Aston Villa annað kvöld, og skellihló. Fatherhood has taken Curtis Jones to another level 👶#liverpool | #premierleague pic.twitter.com/DD7DDSMUN7— Mirror Football (@MirrorFootball) November 8, 2024 Jones varð pabbi í síðasta mánuði þegar dóttirin Giselle fæddist. „Frá því að hann varð pabbi þá hefur hann átt frábærar frammistöður. Þannig var það líka fyrstu vikurnar sem við unnum saman en svo datt frammistaðan aðeins niður hjá honum. Undanfarið hefur hann verið framúrskarandi á nýjan leik,“ sagði Slot. Hann segir Jones smám saman gæta sín betur á því að hanga ekki of lengi með boltann. „Hann er með mikla hæfileika með boltann. Hann er aldrei hræddur við að gera eitthvað einstakt með boltann. Stundum leiddi það af sér aðstæður þar sem hann snerti boltann aðeins of mikið því hann var of öruggur með sig. En hann er jafn vinnusamur og hann er sjálfsöruggur. Það er líka hægt að treysta á hann í varnarleiknum. Hann hefur þetta allt. Núna þarf hann að sýna stöðugleika. Bestu leikmenn heims þurfa að standa sig á þriggja daga fresti. Það er það sem hann þarf að sýna núna,“ sagði Slot.
Enski boltinn Mest lesið „Nenni ekki að hlusta á þetta væl“ Körfubolti Syntu samanlagt næstum því 24 hringi í kringum Ísland Sport Segir Ronaldo byrja á nýjum matarkúr svo hann geti spilað á HM 2030 Fótbolti Sá yngsti í Meistaradeildinni mögulega fjórum árum eldri en allir héldu Fótbolti Sér möguleika í riðli Íslands: „Mér finnst þetta ekkert svartnætti“ Fótbolti Jólagleði Liverpool hætt vegna fíkniefna Enski boltinn Lamine Yamal minnir Messi á hann sjálfan þegar hann var ungur Fótbolti Mbappé gæti mætt í Dalinn í október en óvíst hvar Ísland endar Fótbolti „Eflaust fullur eftirsjár þegar þessu lýkur“ Handbolti „Verðum að hafa milliklassa leikmenn í deildinni annars er voðinn vís“ Körfubolti Fleiri fréttir Jólagleði Liverpool hætt vegna fíkniefna Lemina sviptur fyrirliðabandinu Salah leikmaður mánaðarins í sjötta sinn Guardiola nærist og sefur ekki eðlilega Kippt af velli í hálfleik og látinn heyra það Amorim ánægður með að sjá leikmenn sína rífast Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Amorim tjáir sig um brotthvarf Ashworths: „Ekki besta staðan“ Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Furðulegt fagn sem enginn skilur „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Gagnrýnir stjórn eigin félags Arsenal gæti sótt manninn sem hætti fljótt hjá Man. Utd „Var svo hræddur um hvað yrði um hann“ Bowen fagnaði sigurmarkinu með treyju Michail Antonio Kom í veg fyrir spjald liðsfélaga síns hjá Chelsea Alisson snýr aftur í Liverpool liðið Coote rekinn úr ensku úrvalsdeildinni eftir alvarleg brot Getur ekki spilað fótbolta næsta árið eftir bílslysið Henti skónum í ruslið eftir leik en mátti ekki segja frá því Rooney ræður fyrrum aðstoðarmann Sir Alex til starfa Liverpool búið að bjóða Salah nýjan samning Ótrúleg endurkoma hjá Chelsea eftir afar erfiða byrjun Bournemouth og Leicester komu til baka á ævintýralegan hátt Dramatík þegar Arsenal gerði jafntefli á Craven Cottage Sjá meira