Fótbolti

Kristian aftur í leikmannahópi Ajax | Sverrir stóð í vörn Panathinaikos

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Kristian Hlynsson spilaði með varaliði Ajax síðustu helgi.
Kristian Hlynsson spilaði með varaliði Ajax síðustu helgi. Nesimages/Raymond Smit/DeFodi Images via Getty Images

Ajax er í öðru sæti Evrópudeildarinnar með tíu stig eftir 5-0 sigur gegn Maccabi Tel-Aviv. Lazio vermir toppsætið með fullt hús stiga eftir fjóra leiki, liðið vann 2-1 gegn Porto í kvöld.

Evrópudeildin

Kristian Hlynsson var ónotaður varamaður sigri Ajax gegn Maccabi. Hann hefur verið utan hóps í síðustu leikjum og því gleðiefni að sjá hann aftur með liðinu þó hann hafi ekki tekið þátt í leiknum.

Maccabi er stigalaust í næstneðsta sæti Evrópudeildarinnar. Dynamo Kiev er á botninum með verstu markatöluna, liðið tapaði 4-0 gegn Ferencvaros í kvöld.

José Mourino og lærisveinar hans í Fenerbahce hafa ekki náð sér aftur á skrið eftir sigurinn í fyrstu umferð. Jafntefli voru gerð í síðustu tveimur leikjum og 3-1 tap varð niðurstaðan í kvöld gegn AZ Alkmaar.

Lesa má um jöfnunarmark Orra Steins Óskarssonar í tapi Real Sociedad og fyrsta sigur Manchester United hér fyrir neðan.

Sambandsdeildin

Sverrir Ingi Ingason stóð vaktina í vörn Panathinaikos sem tapaði 2-1 fyrir Djurgarden á útivelli. Panathinaikos gerði jafntefli í fyrstu umferðinni við Borac (liðið sem Víkingur vann í dag) og tapaði gegn Chelsea í annarri umferðinni.

Fiorentina tapaði 2-1 á útivelli gegn kýpverska liðinu APOEL. Albert Guðmundsson var ekki með vegna meiðsla.

Hér fyrir neðan má lesa um stórsigur Chelsea, sem er í efsta sæti deildarinnar, gegn Noah, liði Guðmundar Þórarinssonar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×