Nokkrir eftirskjálftar urðu, allir frekar litlir og undir 1 að stærð.
Lovísa Mjöll Guðmundssdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, segir að tilkynningar um skjálftann hafi borist frá íbúum í Hafnarfirði og í miðbæ Reykjavíkur.
„Það er búið að vera aukin virkni á Reykjanesskaganum undanfarið. Það eru merki sem benda til þess að það sé aðlögun við Fagradalsfjall, en það þarf ekki að vera. Skjálftar á þessu svæði eru ansi algengir,“ segir Lovísa.