Trudeau bað Gísla um mynd eftir matinn Máni Snær Þorláksson skrifar 27. júní 2023 16:43 Gísli Matthías ásamt forsætisráðherrunum um helgina. Facebook Matreiðslumaðurinn Gísli Matthías Auðunsson tók á móti forsætisráðherrum og fjölmennu fylgdarliði þeirra á veitingastöðum sínum um helgina. Gísli segir að í enda máltíðarinnar hafi forsætisráðherra Kanada beðið um að fá mynd af sér með honum. Forsætisráðherrar allra Norðurlandanna auk Kanada mættu til Vestmannaeyja um helgina. Árlegur sumarfundur norrænu forsætisráðherranna fór þar fram en Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, var sérstakur gestur fundarins að þessu sinni. Gísli tók á móti ráðherrunum og fylgdarliði þeirra á veitingastöðunum Slippnum og Næs í Eyjum. Í samtali við fréttastofu segir Gísli að hann sé þakklátur fyrir að þau hafi ákveðið að koma til Vestmannaeyja „Það er ótrúlega gaman að fá svona þjóðarleiðtoga til okkar,“ segir hann. Bráðnaði þegar Trudeau bað um mynd Gísli segir að á svona stundum sé ekki hægt að gera annað en að vera þakklátur fyrir allt. Í færslu sem hann birtir á Facebook-síðu sinni segir hann hvern og einn starfsmann hafa staðið sig eins og hetju. „Hreinlega allt gekk upp eins og við höfðum ætlað okkur. Það var rosaleg ánægja meðal gesta og líflegar samræður við þjóðarleiðtoganna voru mjög upplyftandi. Þau spurðu og spurðu með mikilli einlægni og voru spennt yfir öllu því sem við höfðum gert og undirbúið fyrir þau.“ Þá segist hann hafa bráðnað þegar Trudeau bað um myndina: “Í enda máltíðarinnar spurði Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada sem ég hef fylgst með lengi og verið mikill aðdáandi að hvort þau mættu ekki fá mynd af sér með mér þá verð ég að viðurkenna að ég bráðnaði smá og sagði; allt í lagi, bara fyrir ykkur!“ Lúxus í nærumhverfinu Leiðtogarnir og fylgdarlið þeirra var boðið upp á sex rétta seðil sem innihélt mikið af hráefnum úr nærumhverfinu. Má þar nefna ostrulauf sem týnd voru í útjaðri eldgossvæisins, þorskroð, gel úr villtri hvönn, svartfuglsegg og rjóma sem sýrður var með nýtíndum grenitoppum. „Ég hef haldið því fram lengi og trúi því heitt og innilega að alvöru lúxus snýst um að tengja fólk við nærumhverfið, sýna væntumþykju við hráefni sem er annaðhvort gleymt eða hefur alltaf verið litið framhjá. Það sem er uppá sitt besta akkúrat þegar það er borið framm og ekki er hægt að fá alltaf.“ Sex rétta seðillinn sem Gísli bauð leiðtogunum og fylgarliði þeirra upp á: Poppað þorskroð, hvannarkrem & reykt þorskhrogn Grafin lúða á fennel kexi með jurtakremi & brenndu smjöri Svartfuglsegg með X.O. & grenikremi Grilluð hörpuskel með birki, sýrðri söl & hvítlaukssmjöri Lamb með rabbabara, feyki osti, kartöflur, grillað kál, heslihnetum & lamba soðsósu Rabbabarakaka með mysingkaramellu & skyrís „Alvöru lúxus er ekki dýrt kampavín, innfluttur kavíar, andalifur nema þú sért á því svæði á þeim tíma sem það er best. Mér finnst samhengi skipta svo miklu máli.“ Vestmannaeyjar Matur Kanada Íslandsvinir Tengdar fréttir Samstaða meðal forsætisráðherra Norðurlandanna og Kanada í Eyjum Forsætisráðherrar Norðurlandanna ítrekuðu stuðning þjóðanna við Úkraínu á árlegum sumarfundi þeirra í Vestmannaeyjum í dag þar sem Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada var sérstakur gestur. 26. júní 2023 19:45 Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Menning Auddi og Steindi í BDSM Lífið Fleiri fréttir Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Sjá meira
Forsætisráðherrar allra Norðurlandanna auk Kanada mættu til Vestmannaeyja um helgina. Árlegur sumarfundur norrænu forsætisráðherranna fór þar fram en Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, var sérstakur gestur fundarins að þessu sinni. Gísli tók á móti ráðherrunum og fylgdarliði þeirra á veitingastöðunum Slippnum og Næs í Eyjum. Í samtali við fréttastofu segir Gísli að hann sé þakklátur fyrir að þau hafi ákveðið að koma til Vestmannaeyja „Það er ótrúlega gaman að fá svona þjóðarleiðtoga til okkar,“ segir hann. Bráðnaði þegar Trudeau bað um mynd Gísli segir að á svona stundum sé ekki hægt að gera annað en að vera þakklátur fyrir allt. Í færslu sem hann birtir á Facebook-síðu sinni segir hann hvern og einn starfsmann hafa staðið sig eins og hetju. „Hreinlega allt gekk upp eins og við höfðum ætlað okkur. Það var rosaleg ánægja meðal gesta og líflegar samræður við þjóðarleiðtoganna voru mjög upplyftandi. Þau spurðu og spurðu með mikilli einlægni og voru spennt yfir öllu því sem við höfðum gert og undirbúið fyrir þau.“ Þá segist hann hafa bráðnað þegar Trudeau bað um myndina: “Í enda máltíðarinnar spurði Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada sem ég hef fylgst með lengi og verið mikill aðdáandi að hvort þau mættu ekki fá mynd af sér með mér þá verð ég að viðurkenna að ég bráðnaði smá og sagði; allt í lagi, bara fyrir ykkur!“ Lúxus í nærumhverfinu Leiðtogarnir og fylgdarlið þeirra var boðið upp á sex rétta seðil sem innihélt mikið af hráefnum úr nærumhverfinu. Má þar nefna ostrulauf sem týnd voru í útjaðri eldgossvæisins, þorskroð, gel úr villtri hvönn, svartfuglsegg og rjóma sem sýrður var með nýtíndum grenitoppum. „Ég hef haldið því fram lengi og trúi því heitt og innilega að alvöru lúxus snýst um að tengja fólk við nærumhverfið, sýna væntumþykju við hráefni sem er annaðhvort gleymt eða hefur alltaf verið litið framhjá. Það sem er uppá sitt besta akkúrat þegar það er borið framm og ekki er hægt að fá alltaf.“ Sex rétta seðillinn sem Gísli bauð leiðtogunum og fylgarliði þeirra upp á: Poppað þorskroð, hvannarkrem & reykt þorskhrogn Grafin lúða á fennel kexi með jurtakremi & brenndu smjöri Svartfuglsegg með X.O. & grenikremi Grilluð hörpuskel með birki, sýrðri söl & hvítlaukssmjöri Lamb með rabbabara, feyki osti, kartöflur, grillað kál, heslihnetum & lamba soðsósu Rabbabarakaka með mysingkaramellu & skyrís „Alvöru lúxus er ekki dýrt kampavín, innfluttur kavíar, andalifur nema þú sért á því svæði á þeim tíma sem það er best. Mér finnst samhengi skipta svo miklu máli.“
Poppað þorskroð, hvannarkrem & reykt þorskhrogn Grafin lúða á fennel kexi með jurtakremi & brenndu smjöri Svartfuglsegg með X.O. & grenikremi Grilluð hörpuskel með birki, sýrðri söl & hvítlaukssmjöri Lamb með rabbabara, feyki osti, kartöflur, grillað kál, heslihnetum & lamba soðsósu Rabbabarakaka með mysingkaramellu & skyrís
Vestmannaeyjar Matur Kanada Íslandsvinir Tengdar fréttir Samstaða meðal forsætisráðherra Norðurlandanna og Kanada í Eyjum Forsætisráðherrar Norðurlandanna ítrekuðu stuðning þjóðanna við Úkraínu á árlegum sumarfundi þeirra í Vestmannaeyjum í dag þar sem Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada var sérstakur gestur. 26. júní 2023 19:45 Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Menning Auddi og Steindi í BDSM Lífið Fleiri fréttir Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Sjá meira
Samstaða meðal forsætisráðherra Norðurlandanna og Kanada í Eyjum Forsætisráðherrar Norðurlandanna ítrekuðu stuðning þjóðanna við Úkraínu á árlegum sumarfundi þeirra í Vestmannaeyjum í dag þar sem Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada var sérstakur gestur. 26. júní 2023 19:45