Trudeau bað Gísla um mynd eftir matinn Máni Snær Þorláksson skrifar 27. júní 2023 16:43 Gísli Matthías ásamt forsætisráðherrunum um helgina. Facebook Matreiðslumaðurinn Gísli Matthías Auðunsson tók á móti forsætisráðherrum og fjölmennu fylgdarliði þeirra á veitingastöðum sínum um helgina. Gísli segir að í enda máltíðarinnar hafi forsætisráðherra Kanada beðið um að fá mynd af sér með honum. Forsætisráðherrar allra Norðurlandanna auk Kanada mættu til Vestmannaeyja um helgina. Árlegur sumarfundur norrænu forsætisráðherranna fór þar fram en Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, var sérstakur gestur fundarins að þessu sinni. Gísli tók á móti ráðherrunum og fylgdarliði þeirra á veitingastöðunum Slippnum og Næs í Eyjum. Í samtali við fréttastofu segir Gísli að hann sé þakklátur fyrir að þau hafi ákveðið að koma til Vestmannaeyja „Það er ótrúlega gaman að fá svona þjóðarleiðtoga til okkar,“ segir hann. Bráðnaði þegar Trudeau bað um mynd Gísli segir að á svona stundum sé ekki hægt að gera annað en að vera þakklátur fyrir allt. Í færslu sem hann birtir á Facebook-síðu sinni segir hann hvern og einn starfsmann hafa staðið sig eins og hetju. „Hreinlega allt gekk upp eins og við höfðum ætlað okkur. Það var rosaleg ánægja meðal gesta og líflegar samræður við þjóðarleiðtoganna voru mjög upplyftandi. Þau spurðu og spurðu með mikilli einlægni og voru spennt yfir öllu því sem við höfðum gert og undirbúið fyrir þau.“ Þá segist hann hafa bráðnað þegar Trudeau bað um myndina: “Í enda máltíðarinnar spurði Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada sem ég hef fylgst með lengi og verið mikill aðdáandi að hvort þau mættu ekki fá mynd af sér með mér þá verð ég að viðurkenna að ég bráðnaði smá og sagði; allt í lagi, bara fyrir ykkur!“ Lúxus í nærumhverfinu Leiðtogarnir og fylgdarlið þeirra var boðið upp á sex rétta seðil sem innihélt mikið af hráefnum úr nærumhverfinu. Má þar nefna ostrulauf sem týnd voru í útjaðri eldgossvæisins, þorskroð, gel úr villtri hvönn, svartfuglsegg og rjóma sem sýrður var með nýtíndum grenitoppum. „Ég hef haldið því fram lengi og trúi því heitt og innilega að alvöru lúxus snýst um að tengja fólk við nærumhverfið, sýna væntumþykju við hráefni sem er annaðhvort gleymt eða hefur alltaf verið litið framhjá. Það sem er uppá sitt besta akkúrat þegar það er borið framm og ekki er hægt að fá alltaf.“ Sex rétta seðillinn sem Gísli bauð leiðtogunum og fylgarliði þeirra upp á: Poppað þorskroð, hvannarkrem & reykt þorskhrogn Grafin lúða á fennel kexi með jurtakremi & brenndu smjöri Svartfuglsegg með X.O. & grenikremi Grilluð hörpuskel með birki, sýrðri söl & hvítlaukssmjöri Lamb með rabbabara, feyki osti, kartöflur, grillað kál, heslihnetum & lamba soðsósu Rabbabarakaka með mysingkaramellu & skyrís „Alvöru lúxus er ekki dýrt kampavín, innfluttur kavíar, andalifur nema þú sért á því svæði á þeim tíma sem það er best. Mér finnst samhengi skipta svo miklu máli.“ Vestmannaeyjar Matur Kanada Íslandsvinir Tengdar fréttir Samstaða meðal forsætisráðherra Norðurlandanna og Kanada í Eyjum Forsætisráðherrar Norðurlandanna ítrekuðu stuðning þjóðanna við Úkraínu á árlegum sumarfundi þeirra í Vestmannaeyjum í dag þar sem Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada var sérstakur gestur. 26. júní 2023 19:45 Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Tónlist Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Sjá meira
Forsætisráðherrar allra Norðurlandanna auk Kanada mættu til Vestmannaeyja um helgina. Árlegur sumarfundur norrænu forsætisráðherranna fór þar fram en Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, var sérstakur gestur fundarins að þessu sinni. Gísli tók á móti ráðherrunum og fylgdarliði þeirra á veitingastöðunum Slippnum og Næs í Eyjum. Í samtali við fréttastofu segir Gísli að hann sé þakklátur fyrir að þau hafi ákveðið að koma til Vestmannaeyja „Það er ótrúlega gaman að fá svona þjóðarleiðtoga til okkar,“ segir hann. Bráðnaði þegar Trudeau bað um mynd Gísli segir að á svona stundum sé ekki hægt að gera annað en að vera þakklátur fyrir allt. Í færslu sem hann birtir á Facebook-síðu sinni segir hann hvern og einn starfsmann hafa staðið sig eins og hetju. „Hreinlega allt gekk upp eins og við höfðum ætlað okkur. Það var rosaleg ánægja meðal gesta og líflegar samræður við þjóðarleiðtoganna voru mjög upplyftandi. Þau spurðu og spurðu með mikilli einlægni og voru spennt yfir öllu því sem við höfðum gert og undirbúið fyrir þau.“ Þá segist hann hafa bráðnað þegar Trudeau bað um myndina: “Í enda máltíðarinnar spurði Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada sem ég hef fylgst með lengi og verið mikill aðdáandi að hvort þau mættu ekki fá mynd af sér með mér þá verð ég að viðurkenna að ég bráðnaði smá og sagði; allt í lagi, bara fyrir ykkur!“ Lúxus í nærumhverfinu Leiðtogarnir og fylgdarlið þeirra var boðið upp á sex rétta seðil sem innihélt mikið af hráefnum úr nærumhverfinu. Má þar nefna ostrulauf sem týnd voru í útjaðri eldgossvæisins, þorskroð, gel úr villtri hvönn, svartfuglsegg og rjóma sem sýrður var með nýtíndum grenitoppum. „Ég hef haldið því fram lengi og trúi því heitt og innilega að alvöru lúxus snýst um að tengja fólk við nærumhverfið, sýna væntumþykju við hráefni sem er annaðhvort gleymt eða hefur alltaf verið litið framhjá. Það sem er uppá sitt besta akkúrat þegar það er borið framm og ekki er hægt að fá alltaf.“ Sex rétta seðillinn sem Gísli bauð leiðtogunum og fylgarliði þeirra upp á: Poppað þorskroð, hvannarkrem & reykt þorskhrogn Grafin lúða á fennel kexi með jurtakremi & brenndu smjöri Svartfuglsegg með X.O. & grenikremi Grilluð hörpuskel með birki, sýrðri söl & hvítlaukssmjöri Lamb með rabbabara, feyki osti, kartöflur, grillað kál, heslihnetum & lamba soðsósu Rabbabarakaka með mysingkaramellu & skyrís „Alvöru lúxus er ekki dýrt kampavín, innfluttur kavíar, andalifur nema þú sért á því svæði á þeim tíma sem það er best. Mér finnst samhengi skipta svo miklu máli.“
Poppað þorskroð, hvannarkrem & reykt þorskhrogn Grafin lúða á fennel kexi með jurtakremi & brenndu smjöri Svartfuglsegg með X.O. & grenikremi Grilluð hörpuskel með birki, sýrðri söl & hvítlaukssmjöri Lamb með rabbabara, feyki osti, kartöflur, grillað kál, heslihnetum & lamba soðsósu Rabbabarakaka með mysingkaramellu & skyrís
Vestmannaeyjar Matur Kanada Íslandsvinir Tengdar fréttir Samstaða meðal forsætisráðherra Norðurlandanna og Kanada í Eyjum Forsætisráðherrar Norðurlandanna ítrekuðu stuðning þjóðanna við Úkraínu á árlegum sumarfundi þeirra í Vestmannaeyjum í dag þar sem Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada var sérstakur gestur. 26. júní 2023 19:45 Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Tónlist Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Sjá meira
Samstaða meðal forsætisráðherra Norðurlandanna og Kanada í Eyjum Forsætisráðherrar Norðurlandanna ítrekuðu stuðning þjóðanna við Úkraínu á árlegum sumarfundi þeirra í Vestmannaeyjum í dag þar sem Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada var sérstakur gestur. 26. júní 2023 19:45