CNN birtir upptöku af Trump ræða leynileg skjöl um árás á Íran Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. júní 2023 06:52 Upptakan þykir sanna að Trump hafi haft undir höndum skjöl sem hann vissi að væru leynileg en ræddi engu að síður við einstaklinga sem höfðu ekki heimild til að sjá umrædd gögn. epa/Michael Reynolds CNN hefur komist yfir og birt upptöku þar sem Donald Trump heyrist ræða um leynileg skjöl sem hann hefur undir höndum og viðurkennir að hafa ekki aflétt leynd af. Skjölin voru unnin í Pentagon og varða mögulega árás á Íran. Upptakan er sögð vera lykilsönnunargagn í málinu sem hefur verið höfðað á hendur forsetanum fyrrverandi vegna leynilegra skjala sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu og neitaði að afhenda þegar eftir því var leitað. „Þetta eru skjölin,“ heyrist Trump segja, í samtali sem átti sér stað í Bedminster í New Jersey árið 2021 þar sem hann virðist meðal annars hafa verið að ræða útfærslur hermálayfirvalda á mögulegri árás á Íran. Upptakan er um það bil tveggja mínútna löng og heyrist Trump einnig skjóta á Hillary Clinton í tengslum við tölvupóstmálið svokallaða. Upptakan og ekki síst staðhæfing Trump; „Þetta eru skjölin“, virðast benda til þess að hann sé að sýna viðstöddum gögn og ganga gegn fullyrðingum hans í kjölfar þess að málið komst upp um að hann hafi ekki verið með nein skjöl á sér. Hefur Trump haldið fram að hann hafi verið að vísa í fjölmiðlaumfjöllun. Viðstaddir voru einstaklingar sem unnu að æviminningum Mark Meadows, fyrrverandi starfsmannastjóra í Hvíta húsinu. Trump var á þessum tíma sagður æfur vegna opinberra yfirlýsinga Mark Milley, leiðtoga herforingjaráðsins, um að hann væri sjálfur mótfallinn því að ráðast gegn Íran en hefði áhyggjur af því að Trump myndi leiða til átaka milli ríkjanna. „Þetta var unnið af hernum og ég látinn fá þetta,“ heyrist Trump segja og bætir svo við að skjalið sé enn flokkað sem leynilegt. „Sem forseti hefði ég getað aflétt leyndinni. Nú get ég það ekki, þetta er ennþá leyndarmál,“ segir hann. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira
Skjölin voru unnin í Pentagon og varða mögulega árás á Íran. Upptakan er sögð vera lykilsönnunargagn í málinu sem hefur verið höfðað á hendur forsetanum fyrrverandi vegna leynilegra skjala sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu og neitaði að afhenda þegar eftir því var leitað. „Þetta eru skjölin,“ heyrist Trump segja, í samtali sem átti sér stað í Bedminster í New Jersey árið 2021 þar sem hann virðist meðal annars hafa verið að ræða útfærslur hermálayfirvalda á mögulegri árás á Íran. Upptakan er um það bil tveggja mínútna löng og heyrist Trump einnig skjóta á Hillary Clinton í tengslum við tölvupóstmálið svokallaða. Upptakan og ekki síst staðhæfing Trump; „Þetta eru skjölin“, virðast benda til þess að hann sé að sýna viðstöddum gögn og ganga gegn fullyrðingum hans í kjölfar þess að málið komst upp um að hann hafi ekki verið með nein skjöl á sér. Hefur Trump haldið fram að hann hafi verið að vísa í fjölmiðlaumfjöllun. Viðstaddir voru einstaklingar sem unnu að æviminningum Mark Meadows, fyrrverandi starfsmannastjóra í Hvíta húsinu. Trump var á þessum tíma sagður æfur vegna opinberra yfirlýsinga Mark Milley, leiðtoga herforingjaráðsins, um að hann væri sjálfur mótfallinn því að ráðast gegn Íran en hefði áhyggjur af því að Trump myndi leiða til átaka milli ríkjanna. „Þetta var unnið af hernum og ég látinn fá þetta,“ heyrist Trump segja og bætir svo við að skjalið sé enn flokkað sem leynilegt. „Sem forseti hefði ég getað aflétt leyndinni. Nú get ég það ekki, þetta er ennþá leyndarmál,“ segir hann.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira