„Ég held að skot Elísu hafi farið inn“ Jón Már Ferro skrifar 26. júní 2023 22:16 Murielle Tiernan, framherji Tindastóls. Vísir/Hulda Margrét Murielle Tiernan, framherji Tindastóls var kampakát eftir 0-1 sigur gegn Keflavík á HS Orku vellinum. Leikið var í tíundu umferð Bestu deildar kvenna. Síðustu tveir leikir Tindastóls hafa tapast með fimm mörkum gegn engu. Fyrst gegn Val og svo gegn Þór/KA. Þar á undan tapaði liðið 3-1 fyrir Þrótti. Óhætt er að segja að Stólarnir hafi verið særðir þegar leikurinn hófst í dag. „Mér er alveg sama hver skorar en auðvitað finnst mér gaman að skora. Fyrst og fremst er gott að ná sigrinum. Þetta var sannkallaður liðssigur. Við fengum ekkert mark á okkur og gáfum þeim lítið af færum. Að sama skapi hefðum við getað skorað meira að mínu mati. Við vildum endurstilla okkur eftir síðustu leiki. Þetta er fyrsti leikurinn af seinni hluta mótsins. Við vildum koma sterkar inn í seinni hlutinn og gleyma undanförnum leikjum,“ segir Murielle. Elísa Bríet Björnsdóttir átti frábært skot í slánna og niður en dómarar leiksins töldu að boltinn hafi ekki farið inn. Murielle var nokkuð viss um að boltinn hafi farið inn. „Ég held að skot Elísu hafi farið inn. Ég held svo sannarlega að við hefðum getað skorað og gert leikinn aðeins þægilegri. Þrátt fyrir það er ég mjög ánægð með sigurinn. Þrjú stig eru þrjú stig,“ segir Murielle. Sigurinn í dag gefur Tindastól byr undir báða vængi að mati Murielle sem var brosmild í viðtalinu. Eftir leikinn er liðið í áttunda sæti með 11 stig. Fyrir leikinn var liðið með átta stig í sama sæti. „Við vitum að við munum tapa sumum leikjum. Sum liðin í deildinni eru mjög góð og við munum fá skelli. Auðvitað reynum við að halda þeim í lágmarki. Að koma til baka eftir tvö 5-0 töp er erfitt,“ segir Murielle. Hún er teipuð á báðum hnjám. Aðspurð hvers vegna það sé er að hún sé orðin svo gömul. Þrátt fyrir það er hún ekki nema 29 ára. „Ég er ein af eldri leikmönnunum og þetta var hundraðasti leikurinn minn fyrir Tindastól. Ég hef fengið einhver högg en annars hafa hnén á mér verið til vandræða í langan tíma. Ég teipa hnén til að minnka sársaukann. Ég er stíf aftan í læri en þetta er ekkert alvarlegt,“ segir Murielle. Murielle segir liðið taka einn leik fyrir í einu og að liðið einbeiti sér að leikjunum sem þær þurfi að vinna. Þær reyni jafnframt að læra af tapleikjum sem og sigrum. Murielle fær mikið af löngum sendingum fram völlinn og treystir Tindastólslið mikið á að hún taki boltann niður. „Það eru styrkleikar mínir. Það er að segja að taka boltann niður. Margar af varnarmönnunum eru stórar og sterkar eins og ég. Stundum verð ég undir í baráttunni og það kemur mér alltaf á óvart. Svo lengi sem baráttan er heiðarleg þá er ég til í hana,“ segir Murielle að lokum. Tindastóll Keflavík ÍF Besta deild kvenna Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Sjá meira
Síðustu tveir leikir Tindastóls hafa tapast með fimm mörkum gegn engu. Fyrst gegn Val og svo gegn Þór/KA. Þar á undan tapaði liðið 3-1 fyrir Þrótti. Óhætt er að segja að Stólarnir hafi verið særðir þegar leikurinn hófst í dag. „Mér er alveg sama hver skorar en auðvitað finnst mér gaman að skora. Fyrst og fremst er gott að ná sigrinum. Þetta var sannkallaður liðssigur. Við fengum ekkert mark á okkur og gáfum þeim lítið af færum. Að sama skapi hefðum við getað skorað meira að mínu mati. Við vildum endurstilla okkur eftir síðustu leiki. Þetta er fyrsti leikurinn af seinni hluta mótsins. Við vildum koma sterkar inn í seinni hlutinn og gleyma undanförnum leikjum,“ segir Murielle. Elísa Bríet Björnsdóttir átti frábært skot í slánna og niður en dómarar leiksins töldu að boltinn hafi ekki farið inn. Murielle var nokkuð viss um að boltinn hafi farið inn. „Ég held að skot Elísu hafi farið inn. Ég held svo sannarlega að við hefðum getað skorað og gert leikinn aðeins þægilegri. Þrátt fyrir það er ég mjög ánægð með sigurinn. Þrjú stig eru þrjú stig,“ segir Murielle. Sigurinn í dag gefur Tindastól byr undir báða vængi að mati Murielle sem var brosmild í viðtalinu. Eftir leikinn er liðið í áttunda sæti með 11 stig. Fyrir leikinn var liðið með átta stig í sama sæti. „Við vitum að við munum tapa sumum leikjum. Sum liðin í deildinni eru mjög góð og við munum fá skelli. Auðvitað reynum við að halda þeim í lágmarki. Að koma til baka eftir tvö 5-0 töp er erfitt,“ segir Murielle. Hún er teipuð á báðum hnjám. Aðspurð hvers vegna það sé er að hún sé orðin svo gömul. Þrátt fyrir það er hún ekki nema 29 ára. „Ég er ein af eldri leikmönnunum og þetta var hundraðasti leikurinn minn fyrir Tindastól. Ég hef fengið einhver högg en annars hafa hnén á mér verið til vandræða í langan tíma. Ég teipa hnén til að minnka sársaukann. Ég er stíf aftan í læri en þetta er ekkert alvarlegt,“ segir Murielle. Murielle segir liðið taka einn leik fyrir í einu og að liðið einbeiti sér að leikjunum sem þær þurfi að vinna. Þær reyni jafnframt að læra af tapleikjum sem og sigrum. Murielle fær mikið af löngum sendingum fram völlinn og treystir Tindastólslið mikið á að hún taki boltann niður. „Það eru styrkleikar mínir. Það er að segja að taka boltann niður. Margar af varnarmönnunum eru stórar og sterkar eins og ég. Stundum verð ég undir í baráttunni og það kemur mér alltaf á óvart. Svo lengi sem baráttan er heiðarleg þá er ég til í hana,“ segir Murielle að lokum.
Tindastóll Keflavík ÍF Besta deild kvenna Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Sjá meira