„Þetta eyðileggur leikinn fyrir okkur“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. júní 2023 20:28 Björn Sigurbjörnsson, þjálfari Selfyssinga, var allt annað en sáttur eftir tap liðsins gegn ÍBV í kvöld. Vísir/Hulda Margrét „Þetta er bara grátlegt, alveg grátlegt,“ sagði niðurlútur Björn Sigurbjörnsson, þjálfari Selfoss, eftir 2-0 tap liðsins gegn ÍBV í Bestu-deild kvenna í kvöld. „Við erum svo miklu, miklu, miklu betri heldur en þær og ég er bara ógeðslega pirraður,“ bætti þjálfarinn við. Hann segir að þetta hafi verið einn af þessum dögum þar sem boltinn bara vildi ekki inn, en Selfyssingar sköpuðu sér vissulega færi til að í það minnsta minnka muninn í síðari hálfleik. „Það var pínu þannig. Við erum alveg búin að vera að vinna í ákveðnum hlutum, hvernig við skiptum boltanum á milli kanta, hvernig við höldum honum innan liðsins og hvernig við erum að koma okkur í fínar stöður og svo að búa til færi út frá því.“ „Þetta eru stór skref fram á við en við náttúrulega bara verðum að drulla boltanum í netið. Það spyr enginn að neinni tölfræði nema markaskorun í enda leiks.“ Selfyssingar höfðu ágætis tök á leiknum stærstan hluta leiksins, en fengu blauta tusku í andlitið seint í síðari hálfleik þegar Eyjakonur skoruðu tvö mörk með stuttu millibili. Það síðara úr vítaspyrnu sem Björn er handviss um að hafi verið rangur dómur. „Við höldum alveg áfram að spila okkar leik þrátt fyrir þessi mörk sem við fáum á okkur. Við svindlum aðeins í varnarleiknum í fyrra markinu og svo frá því sem ég sé þá er þetta algjörlega glórulaus dómur. Þetta er af mjög stuttu færi og hún stendur bara þarna með höndina aðeins út fyrir líkama.“ „Að segja að þetta sé ónáttúruleg staða - hvað er náttúruleg staða og hvernig metur hann það á splittsekúndu? Mér finnst þetta bara vond ákvörðun, en svo þarf ég kannski bara að sjá þetta frá örðum vinklum en ég sá þetta frá. En þetta eyðileggur leikinn fyrir okkur.“ Björn var ekki sá eini á vellinum sem var ósáttur við dóminn því Sif Atladóttir, sú sem dæmt var ár, var alveg viss um að dómarinn hafi haft rangt fyrir sér. „Hún er búin að vera í þessari stöðu þúsund sinnum áður. Ég veit ekki hvernig maður á að beita sér til að blokka skot öðruvísi en hún gerir betur en flestir aðrir leikmenn. En þetta var dæmt á okkur og ég er ánægður með að liðið haldi áfram að reyna að þrýsta og reyna að komast inn í leikinn aftur, en það bara dugði ekki til í dag.“ Selfyssingar sækja Þrótt heim í næstu umferð og liðið þarf sárlega á stigum að halda í botnbaráttunni, en Björn gerir sér grein fyrir því að það verður erfiður leikur. „Við vitum það að þetta verður mjög erfiður leikur á móti Þrótti. Það er lið sem er að elta toppinn og við erum í einhverju allt öðru en það. En mér finnst búnar að vera miklar framfarir í leik okkar undanfarnar vikur. Við þurfum bara að halda áfram og vera þolinmóð gagnvart úrslitunum og vonandi koma einjhverjir punktar í næstu umferð,“ sagði Björn að lokum. Besta deild kvenna UMF Selfoss ÍBV Tengdar fréttir Umfjöllun: Selfoss - ÍBV 0-2 | ÍBV skilur Selfyssinga eftir á botninum ÍBV vann mikilvægan 2-0 sigur er liðið heimsótti Selfyssinga í botnslag Bestu-deildar kvenna í knattspyrnu í kvöld. Þetta var fyrsti deildarsigur ÍBV síðan 15. maí síðastliðinn. 26. júní 2023 19:50 Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Sjá meira
„Við erum svo miklu, miklu, miklu betri heldur en þær og ég er bara ógeðslega pirraður,“ bætti þjálfarinn við. Hann segir að þetta hafi verið einn af þessum dögum þar sem boltinn bara vildi ekki inn, en Selfyssingar sköpuðu sér vissulega færi til að í það minnsta minnka muninn í síðari hálfleik. „Það var pínu þannig. Við erum alveg búin að vera að vinna í ákveðnum hlutum, hvernig við skiptum boltanum á milli kanta, hvernig við höldum honum innan liðsins og hvernig við erum að koma okkur í fínar stöður og svo að búa til færi út frá því.“ „Þetta eru stór skref fram á við en við náttúrulega bara verðum að drulla boltanum í netið. Það spyr enginn að neinni tölfræði nema markaskorun í enda leiks.“ Selfyssingar höfðu ágætis tök á leiknum stærstan hluta leiksins, en fengu blauta tusku í andlitið seint í síðari hálfleik þegar Eyjakonur skoruðu tvö mörk með stuttu millibili. Það síðara úr vítaspyrnu sem Björn er handviss um að hafi verið rangur dómur. „Við höldum alveg áfram að spila okkar leik þrátt fyrir þessi mörk sem við fáum á okkur. Við svindlum aðeins í varnarleiknum í fyrra markinu og svo frá því sem ég sé þá er þetta algjörlega glórulaus dómur. Þetta er af mjög stuttu færi og hún stendur bara þarna með höndina aðeins út fyrir líkama.“ „Að segja að þetta sé ónáttúruleg staða - hvað er náttúruleg staða og hvernig metur hann það á splittsekúndu? Mér finnst þetta bara vond ákvörðun, en svo þarf ég kannski bara að sjá þetta frá örðum vinklum en ég sá þetta frá. En þetta eyðileggur leikinn fyrir okkur.“ Björn var ekki sá eini á vellinum sem var ósáttur við dóminn því Sif Atladóttir, sú sem dæmt var ár, var alveg viss um að dómarinn hafi haft rangt fyrir sér. „Hún er búin að vera í þessari stöðu þúsund sinnum áður. Ég veit ekki hvernig maður á að beita sér til að blokka skot öðruvísi en hún gerir betur en flestir aðrir leikmenn. En þetta var dæmt á okkur og ég er ánægður með að liðið haldi áfram að reyna að þrýsta og reyna að komast inn í leikinn aftur, en það bara dugði ekki til í dag.“ Selfyssingar sækja Þrótt heim í næstu umferð og liðið þarf sárlega á stigum að halda í botnbaráttunni, en Björn gerir sér grein fyrir því að það verður erfiður leikur. „Við vitum það að þetta verður mjög erfiður leikur á móti Þrótti. Það er lið sem er að elta toppinn og við erum í einhverju allt öðru en það. En mér finnst búnar að vera miklar framfarir í leik okkar undanfarnar vikur. Við þurfum bara að halda áfram og vera þolinmóð gagnvart úrslitunum og vonandi koma einjhverjir punktar í næstu umferð,“ sagði Björn að lokum.
Besta deild kvenna UMF Selfoss ÍBV Tengdar fréttir Umfjöllun: Selfoss - ÍBV 0-2 | ÍBV skilur Selfyssinga eftir á botninum ÍBV vann mikilvægan 2-0 sigur er liðið heimsótti Selfyssinga í botnslag Bestu-deildar kvenna í knattspyrnu í kvöld. Þetta var fyrsti deildarsigur ÍBV síðan 15. maí síðastliðinn. 26. júní 2023 19:50 Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Sjá meira
Umfjöllun: Selfoss - ÍBV 0-2 | ÍBV skilur Selfyssinga eftir á botninum ÍBV vann mikilvægan 2-0 sigur er liðið heimsótti Selfyssinga í botnslag Bestu-deildar kvenna í knattspyrnu í kvöld. Þetta var fyrsti deildarsigur ÍBV síðan 15. maí síðastliðinn. 26. júní 2023 19:50
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn