Samskiptaörðugleikar ráðherra og forstjóra HSS áhyggjuefni Bjarki Sigurðsson skrifar 26. júní 2023 21:01 Guðbrandur Einarsson er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Vísir/Bjarki Þingmaður Viðreisnar segir slæm samskipti forstjóra HSS og heilbrigðisráðherra hljóta að vera áhyggjuefni fyrir íbúa svæðisins. Ekkert varð fundi heilbrigiðsráðherra með forstjóranum í dag sem var frestað á síðustu stundu. Fyrir helgi sendi Markús Ingólfur Eiríksson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, frá sér yfirlýsingu þar sem hann lýsti því yfir að hann hafi orðið fyrir óviðunandi framkomu af hálfu Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra. Þá vildi hann meina að stofnunin væri stórkostlega fjársvelt og benti á að framlög til HSS á hvern íbúa hafi dregist saman um 27 prósent á fimmtán árum. Ráðherrann og forstjórinn áttu að funda í heilbrigðisráðuneytinu í dag en var fundinum frestað á síðustu stundu. Skipunartími forstjórans rennur út snemma á næsta ári og samkvæmt heimildum fréttastofu stendur ekki til að framlengja hann. Guðbrandur Einarsson, oddviti Viðreisnar í Suðurkjördæmi, segir það ekki hafa komið honum á óvart að sjá yfirlýsingu forstjórans þar sem staðan sé grafalvarleg. „Við erum að kljást við ýmiskonar vanda. Hér erum við í næsta nágrenni við flugvöll, við erum í næsta nágrenni við stærsta ferðamannastað á Íslandi. Við erum með mikið af fólki af erlendum uppruna. Þetta býr til aukna þjónustuþörf hjá stofnuninni. Í raun og veru ættum við að fá meira en minna,“ segir Guðbrandur. Hann telur að gallað reiknilíkan stjórnvalda valdi því að íbúar á svæðinu fái minni framlög á haus. Þá geti hann lítið tjáð sig um samskipti ráðherrans og forstjórans þó hann skilji að þar sé ágreiningur. „Ég skil vel að það séu átök á milli manna þegar fólk er að gæta sitthvorra hagsmunanna. En að öðru leyti held ég að ég geti ekki tjáð mig um það,“ segir Guðbrandur. En þetta hlýtur að vera smá áhyggjuefni fyrir svæðið að þeir séu ekki að ná vel saman? „Vissulega, það hlýtur að vera áhyggjuefni og við þurfum einhvern veginn að leysa úr því.“ Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Viðreisn Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Tengdar fréttir Sveltistefna Að skoða framlög til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja er sorglegt og ekki er hægt að lesa út úr því annað en að ólin sé svo hert að það bitnar verulega á íbúum svæðisins, og hafi gert um langt árabil. Samantekt Deloitte staðfestir þetta. Þegar fjárveitingar til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja eru skoðaðar kemur í ljós að þær hafa hækkað um 10% frá árinu 2008 til 2022. Séu þessi framlög skoðuð miðað við fjölda íbúa kemur hins vegar í ljós að framlögin hafa lækkað um 22%. 12. október 2022 07:00 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira
Fyrir helgi sendi Markús Ingólfur Eiríksson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, frá sér yfirlýsingu þar sem hann lýsti því yfir að hann hafi orðið fyrir óviðunandi framkomu af hálfu Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra. Þá vildi hann meina að stofnunin væri stórkostlega fjársvelt og benti á að framlög til HSS á hvern íbúa hafi dregist saman um 27 prósent á fimmtán árum. Ráðherrann og forstjórinn áttu að funda í heilbrigðisráðuneytinu í dag en var fundinum frestað á síðustu stundu. Skipunartími forstjórans rennur út snemma á næsta ári og samkvæmt heimildum fréttastofu stendur ekki til að framlengja hann. Guðbrandur Einarsson, oddviti Viðreisnar í Suðurkjördæmi, segir það ekki hafa komið honum á óvart að sjá yfirlýsingu forstjórans þar sem staðan sé grafalvarleg. „Við erum að kljást við ýmiskonar vanda. Hér erum við í næsta nágrenni við flugvöll, við erum í næsta nágrenni við stærsta ferðamannastað á Íslandi. Við erum með mikið af fólki af erlendum uppruna. Þetta býr til aukna þjónustuþörf hjá stofnuninni. Í raun og veru ættum við að fá meira en minna,“ segir Guðbrandur. Hann telur að gallað reiknilíkan stjórnvalda valdi því að íbúar á svæðinu fái minni framlög á haus. Þá geti hann lítið tjáð sig um samskipti ráðherrans og forstjórans þó hann skilji að þar sé ágreiningur. „Ég skil vel að það séu átök á milli manna þegar fólk er að gæta sitthvorra hagsmunanna. En að öðru leyti held ég að ég geti ekki tjáð mig um það,“ segir Guðbrandur. En þetta hlýtur að vera smá áhyggjuefni fyrir svæðið að þeir séu ekki að ná vel saman? „Vissulega, það hlýtur að vera áhyggjuefni og við þurfum einhvern veginn að leysa úr því.“
Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Viðreisn Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Tengdar fréttir Sveltistefna Að skoða framlög til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja er sorglegt og ekki er hægt að lesa út úr því annað en að ólin sé svo hert að það bitnar verulega á íbúum svæðisins, og hafi gert um langt árabil. Samantekt Deloitte staðfestir þetta. Þegar fjárveitingar til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja eru skoðaðar kemur í ljós að þær hafa hækkað um 10% frá árinu 2008 til 2022. Séu þessi framlög skoðuð miðað við fjölda íbúa kemur hins vegar í ljós að framlögin hafa lækkað um 22%. 12. október 2022 07:00 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira
Sveltistefna Að skoða framlög til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja er sorglegt og ekki er hægt að lesa út úr því annað en að ólin sé svo hert að það bitnar verulega á íbúum svæðisins, og hafi gert um langt árabil. Samantekt Deloitte staðfestir þetta. Þegar fjárveitingar til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja eru skoðaðar kemur í ljós að þær hafa hækkað um 10% frá árinu 2008 til 2022. Séu þessi framlög skoðuð miðað við fjölda íbúa kemur hins vegar í ljós að framlögin hafa lækkað um 22%. 12. október 2022 07:00