Stórir viðburðir frá síðasta sigri: „Risahrós á Selfoss“ Sindri Sverrisson skrifar 23. júní 2023 13:59 Selfyssingar fögnuðu fyrra marki sínu gegn Stjörnunni vel. Stöð 2 Sport Það er óhætt að segja að margt hafi gerst á milli sigranna tveggja sem Selfoss hefur unnið í Bestu deild kvenna í fótbolta í sumar, eins og bent var á í Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Selfoss hafði síðast unnið sigur 16. maí þegar liðið náði að leggja silfurlið síðasta árs, Stjörnuna, að velli í fyrrakvöld, 2-1. Á milli sigranna var meðal annars leiðtogafundur í Reykjavík, Manchester City vann þrjá stóra titla, Gaupi hætti sem íþróttafréttamaður og Sveindís Jane Jónsdóttir spilaði úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu, svo eitthvað sé nefnt. „Þegar þú tapar leik eftir leik þá sérðu bara enga gleði í því sem er að gerast,“ sagði Helena Ólafsdóttir, stjórnandi Bestu markanna, og Mist Rúnarsdóttir hrósaði Selfossi í hástert fyrir að brjóta sér leið út úr vonbrigðunum: „Risahrós á Selfoss. Þau sem hafa verið í þessari stöðu vita að það er ótrúlega erfitt að snúa þessu við. Það verður einhvern veginn allt á móti þér. Og það er ekki eins og þær hafi vaðið í færum. Þrjú skot á mark og tvö mörk. Baráttan og það sem þær lögðu í leikinn… ótrúlega vel gert því þetta er alveg hægara sagt en gert,“ sagði Mist en brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Bestu mörkin: Umræða eftir sigur Selfoss Bakvörðurinn Barbára Sól Gísladóttir er lykilmaður í liði Selfoss en hún lék sem framherji í leiknum og skoraði fyrsta markið. „Hún stóð sig vel og sýndi að hún kann alveg að spila þessa stöðu,“ sagði Sonný Lára Þráinsdóttir. Lífsnauðsynlegur sigur fyrir Björn og liðið „Við höfum nú alveg sett út á Barbáru og sagt að þetta sé leikmaður sem við vitum að getur meira. Þess vegna er svo gaman að sjá að hún lætur það ekkert á sig fá og heldur áfram,“ sagði Helena og Sonný tók undir: „Hún á helling inni. Vonandi er þetta bara eitthvað upphaf að því sem hún er að fara að sýna í næstu leikjum. Ég vona innilega, hennar og Selfoss vegna, að hún sé ekki mikið frá því hún fór út af meidd í gær. Vonandi sjáum við hana uppi á topp í næsta leik.“ Helena benti á hve mikilvægur sigurinn hefði verið fyrir Björn Sigurbjörnsson þjálfara Selfoss, en liðið er eftir sigurinn enn á botni deildarinnar en nú aðeins stigi frá öruggu sæti. „Þetta var eins lífsnauðsynlegur sigur fyrir Bjössa þjálfara og liðið, eins og maður veit. Hann er búinn að liggja yfir þessu og það er engin tilviljun að Barbára sé sett þarna upp á topp,“ sagði Helena. „Nei, nei. Þú þarft að taka sénsa og stundum klikkar það, þá sitjum við hérna og drullum yfir þig. En svo virkar það og þá getum við samglaðst svo innilega,“ sagði Mist. Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Besta deild kvenna UMF Selfoss Bestu mörkin Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Stjarnan 2-1 | Fyrsti sigur Selfyssinga í 36 daga Selfoss vann langþráðan 2-1 sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Selfyssingar höfðu tapað fimm leikjum í röð í öllum keppnum, en seinasti sigur þeirra kom þann 16. maí síðastliðinn. 21. júní 2023 20:54 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Sjá meira
Selfoss hafði síðast unnið sigur 16. maí þegar liðið náði að leggja silfurlið síðasta árs, Stjörnuna, að velli í fyrrakvöld, 2-1. Á milli sigranna var meðal annars leiðtogafundur í Reykjavík, Manchester City vann þrjá stóra titla, Gaupi hætti sem íþróttafréttamaður og Sveindís Jane Jónsdóttir spilaði úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu, svo eitthvað sé nefnt. „Þegar þú tapar leik eftir leik þá sérðu bara enga gleði í því sem er að gerast,“ sagði Helena Ólafsdóttir, stjórnandi Bestu markanna, og Mist Rúnarsdóttir hrósaði Selfossi í hástert fyrir að brjóta sér leið út úr vonbrigðunum: „Risahrós á Selfoss. Þau sem hafa verið í þessari stöðu vita að það er ótrúlega erfitt að snúa þessu við. Það verður einhvern veginn allt á móti þér. Og það er ekki eins og þær hafi vaðið í færum. Þrjú skot á mark og tvö mörk. Baráttan og það sem þær lögðu í leikinn… ótrúlega vel gert því þetta er alveg hægara sagt en gert,“ sagði Mist en brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Bestu mörkin: Umræða eftir sigur Selfoss Bakvörðurinn Barbára Sól Gísladóttir er lykilmaður í liði Selfoss en hún lék sem framherji í leiknum og skoraði fyrsta markið. „Hún stóð sig vel og sýndi að hún kann alveg að spila þessa stöðu,“ sagði Sonný Lára Þráinsdóttir. Lífsnauðsynlegur sigur fyrir Björn og liðið „Við höfum nú alveg sett út á Barbáru og sagt að þetta sé leikmaður sem við vitum að getur meira. Þess vegna er svo gaman að sjá að hún lætur það ekkert á sig fá og heldur áfram,“ sagði Helena og Sonný tók undir: „Hún á helling inni. Vonandi er þetta bara eitthvað upphaf að því sem hún er að fara að sýna í næstu leikjum. Ég vona innilega, hennar og Selfoss vegna, að hún sé ekki mikið frá því hún fór út af meidd í gær. Vonandi sjáum við hana uppi á topp í næsta leik.“ Helena benti á hve mikilvægur sigurinn hefði verið fyrir Björn Sigurbjörnsson þjálfara Selfoss, en liðið er eftir sigurinn enn á botni deildarinnar en nú aðeins stigi frá öruggu sæti. „Þetta var eins lífsnauðsynlegur sigur fyrir Bjössa þjálfara og liðið, eins og maður veit. Hann er búinn að liggja yfir þessu og það er engin tilviljun að Barbára sé sett þarna upp á topp,“ sagði Helena. „Nei, nei. Þú þarft að taka sénsa og stundum klikkar það, þá sitjum við hérna og drullum yfir þig. En svo virkar það og þá getum við samglaðst svo innilega,“ sagði Mist. Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna UMF Selfoss Bestu mörkin Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Stjarnan 2-1 | Fyrsti sigur Selfyssinga í 36 daga Selfoss vann langþráðan 2-1 sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Selfyssingar höfðu tapað fimm leikjum í röð í öllum keppnum, en seinasti sigur þeirra kom þann 16. maí síðastliðinn. 21. júní 2023 20:54 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Stjarnan 2-1 | Fyrsti sigur Selfyssinga í 36 daga Selfoss vann langþráðan 2-1 sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Selfyssingar höfðu tapað fimm leikjum í röð í öllum keppnum, en seinasti sigur þeirra kom þann 16. maí síðastliðinn. 21. júní 2023 20:54