Dregist úr hófi að tryggja nemendum pláss á starfsbrautum Magnús Jochum Pálsson skrifar 21. júní 2023 23:51 Í svari mennta- og barnamálaráðuneytisins við fyrirspurnum Vísis segir að vinna við að tryggja nemendum skóalvist á starfsbrautum hafi dregist úr hófi en unnið sé að því að tryggja öllum pláss. Ásmundur Einar Daðason, barna- og menntamálaráðherra, fer fyrir ráðuneytinu. Vísir/Vilhelm Mikil fjölgun hefur orðið á umsóknum á starfsbrautir framhaldsskóla. Í ár hafi vinna við að tryggja þeim nemendum pláss dregist úr hófi en unnið sé að því að allir fái skólavist við hæfi. Endurskoðun á starfsbrautum framhaldsskóla stendur yfir í mennta- og barnamálaráðuneytinu. Vísir fjallaði í síðustu viku um mál Dagbjarts Sigurðar Ólafssonar, sextán ára drengs með fötlun, sem komst inn í sérnámsbraut í FÁ eftir að hafa verið í lausu lofti um margra vikna skeið. Í dag birtist á Vísi viðtal við Hörpu Þórisdóttur, móður hins sextán ára Svans Jóns Norðkvists sem bíður enn eftir skólavist í framhaldsskóla í haust. Hún segir loforð menntamálaráðuneytisins um svör í ágúst ekki nægilega góð enda þurfi drengurinn mikinn stuðning og góðan undirbúning. Vegna umfjöllunar um mál Dagbjarts sendi Vísir tvær fyrirspurnir á barna- og menntamálaráðuneytið í síðustu viku. Ráðuneytið hefur svarað þeim. Vinna við að tryggja nemendum pláss hafi dregist úr hófi Í svari barna- og menntamálaráðuneytisins segir mikla fjölgun hafa orðið á umsóknum nemenda á starfsbrautir framhaldsskóla, þar af séu sextíu fleiri í ár en í fyrra. Kappkostað sé að tryggja þeim nemendum skólavist en sú vinna hafi dregist úr hófi í ár. Hvers vegna er móður Dagbjarts, nemenda í Klettaskóla, tjáð í vor að það sé óvíst að hann fái pláss í framhaldsskóla þegar það er skýlaus réttur barna að fá að fara í framhaldsskóla? Hann komst á endanum að en hvað olli því að hann var svona í lausu lofti fram að því? „Umsóknum nemenda á starfsbrautir framhaldsskóla hefur fjölgað mjög mikið síðustu ár og eru nú rúmlega sextíu fleiri fyrir komandi vetur en síðasta skólaár,“ segir í svari ráðuneytisins. „Þjónustuþarfir þessara nemenda eru mjög misjafnar og kappkostað er að tryggja hverjum og einum skólavist þar sem þörfum þeirra er mætt sem best. Miklar áskoranir fylgja því að tryggja farsæld þessa viðkvæma hóps og eru margir aðilar sem þurfa að koma að málum.“ „Því miður dróst sú vinna úr hófi í ár, en unnið er að því með samhentu átaki fjölda aðila að allir þeir nemendur sem þess óska fái skólavist við hæfi,“ segir jafnframt Ráðuneytið vinnur að endurskoðun starfsbrauta Unnið er að endurskoðun allra starfsbrauta framhaldsskóla landsins með það að markmiði að inngilda nám fatlaðra ungmenna. Markmiðið sé að efla stoðþjónustu svo hægt sé að tryggja samræmdan einstaklingsbundinn stuðning en sú vinn sé enn í gangi. Í öðru lagi hvar stendur þessi stefnumótunarvinna sem ráðherra talaði um varðandi breytingar á innritun nemenda og í hverju felst hún nákvæmlega? „Lagt hefur verið til að allar starfsbrautir framhaldsskólanna verði endurskoðaðar með það að markmiði að inngilda nám fatlaðra ungmenna og nýta þá þekkingu og reynslu sem þar liggur. Nám fatlaðra nemenda byggi á einstaklingsmiðaðri nálgun með aukna áherslu á fjölbreytni í námsframboði, m.a. með aðlögun á verk- og listgreinabrautum,“ segir í svari ráðuneytisins. „Markmiðið er að efla stoðþjónustu framhaldsskólanna svo hún geti tryggt samræmdan og einstaklingsbundinn stuðning við fatlaða nemendur líkt og aðra nemendur.“ „Þessi vinna er í gangi í ráðuneytinu og verður kynnt betur þegar niðurstöður liggja fyrir,“ segir að lokum. Réttindi barna Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Jafnréttismál Tengdar fréttir „Það vill enginn unglingur vera bara með foreldrum sínum alla daga“ Móðir fatlaðs drengs segir óþolandi að vita ekki hvort og þá hvar sonur hennar fær inni í framhaldsskóla í haust. Slík mál komi upp á hverju einasta ári. 7. júní 2023 17:01 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Banaslys við Tungufljót Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Vísir fjallaði í síðustu viku um mál Dagbjarts Sigurðar Ólafssonar, sextán ára drengs með fötlun, sem komst inn í sérnámsbraut í FÁ eftir að hafa verið í lausu lofti um margra vikna skeið. Í dag birtist á Vísi viðtal við Hörpu Þórisdóttur, móður hins sextán ára Svans Jóns Norðkvists sem bíður enn eftir skólavist í framhaldsskóla í haust. Hún segir loforð menntamálaráðuneytisins um svör í ágúst ekki nægilega góð enda þurfi drengurinn mikinn stuðning og góðan undirbúning. Vegna umfjöllunar um mál Dagbjarts sendi Vísir tvær fyrirspurnir á barna- og menntamálaráðuneytið í síðustu viku. Ráðuneytið hefur svarað þeim. Vinna við að tryggja nemendum pláss hafi dregist úr hófi Í svari barna- og menntamálaráðuneytisins segir mikla fjölgun hafa orðið á umsóknum nemenda á starfsbrautir framhaldsskóla, þar af séu sextíu fleiri í ár en í fyrra. Kappkostað sé að tryggja þeim nemendum skólavist en sú vinna hafi dregist úr hófi í ár. Hvers vegna er móður Dagbjarts, nemenda í Klettaskóla, tjáð í vor að það sé óvíst að hann fái pláss í framhaldsskóla þegar það er skýlaus réttur barna að fá að fara í framhaldsskóla? Hann komst á endanum að en hvað olli því að hann var svona í lausu lofti fram að því? „Umsóknum nemenda á starfsbrautir framhaldsskóla hefur fjölgað mjög mikið síðustu ár og eru nú rúmlega sextíu fleiri fyrir komandi vetur en síðasta skólaár,“ segir í svari ráðuneytisins. „Þjónustuþarfir þessara nemenda eru mjög misjafnar og kappkostað er að tryggja hverjum og einum skólavist þar sem þörfum þeirra er mætt sem best. Miklar áskoranir fylgja því að tryggja farsæld þessa viðkvæma hóps og eru margir aðilar sem þurfa að koma að málum.“ „Því miður dróst sú vinna úr hófi í ár, en unnið er að því með samhentu átaki fjölda aðila að allir þeir nemendur sem þess óska fái skólavist við hæfi,“ segir jafnframt Ráðuneytið vinnur að endurskoðun starfsbrauta Unnið er að endurskoðun allra starfsbrauta framhaldsskóla landsins með það að markmiði að inngilda nám fatlaðra ungmenna. Markmiðið sé að efla stoðþjónustu svo hægt sé að tryggja samræmdan einstaklingsbundinn stuðning en sú vinn sé enn í gangi. Í öðru lagi hvar stendur þessi stefnumótunarvinna sem ráðherra talaði um varðandi breytingar á innritun nemenda og í hverju felst hún nákvæmlega? „Lagt hefur verið til að allar starfsbrautir framhaldsskólanna verði endurskoðaðar með það að markmiði að inngilda nám fatlaðra ungmenna og nýta þá þekkingu og reynslu sem þar liggur. Nám fatlaðra nemenda byggi á einstaklingsmiðaðri nálgun með aukna áherslu á fjölbreytni í námsframboði, m.a. með aðlögun á verk- og listgreinabrautum,“ segir í svari ráðuneytisins. „Markmiðið er að efla stoðþjónustu framhaldsskólanna svo hún geti tryggt samræmdan og einstaklingsbundinn stuðning við fatlaða nemendur líkt og aðra nemendur.“ „Þessi vinna er í gangi í ráðuneytinu og verður kynnt betur þegar niðurstöður liggja fyrir,“ segir að lokum.
Réttindi barna Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Jafnréttismál Tengdar fréttir „Það vill enginn unglingur vera bara með foreldrum sínum alla daga“ Móðir fatlaðs drengs segir óþolandi að vita ekki hvort og þá hvar sonur hennar fær inni í framhaldsskóla í haust. Slík mál komi upp á hverju einasta ári. 7. júní 2023 17:01 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Banaslys við Tungufljót Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
„Það vill enginn unglingur vera bara með foreldrum sínum alla daga“ Móðir fatlaðs drengs segir óþolandi að vita ekki hvort og þá hvar sonur hennar fær inni í framhaldsskóla í haust. Slík mál komi upp á hverju einasta ári. 7. júní 2023 17:01