Jóhann: Getum spilað mjög vel þegar við náum okkar takti Árni Gísli Magnússon skrifar 21. júní 2023 23:00 Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA. Vísir/Vilhelm Þór/KA vann 5-0 heimasigur á Tindastóli í 9. umferð Bestu deildar kvenna fyrr í kvöld. Eftir markalausan fyrri hálfleik settu heimakonur í fimmta gír í þeim seinni og skoruðu þrjú mörk á 7 mínútna kafla og gengu að lokum frá leiknum með fimm mörkum. Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þór/KA, var eðlilega ánægður með sigurinn. „Þetta var erfiður leikur gegn góðu liði en við klárum leikinn í síðari hálfleik með fimm mörkum og ég er gríðarlega ánægður með okkar lið í dag.” Sandra María Jessen, fyrirliði Þór/KA, fór af velli undir lok fyrri hálfleiks þegar hún varð fyrir meiðslum á hendi. „Hún meiðist illa og þurfti að fara í sjúkrabíl og þetta lítur ekki vel út. Hún brotnaði sýnist okkur frekar illa á úlnlið eða handlegg og þetta lítur bara ekkert spes út.” Þór/KA var með undirtökin í fyrri hálfleik en tókst ekki að skora. Stólastúlkur komu betur út í seinni hálfleikinn en virðast brotna eftir að Þór/KA setur fyrsta markið. „Fyrri hálfleikurinn, við vorum eiginlega pínu búin að spá þessu, að búast við að þær myndu reyna að hanga á þessu en það má ekkert gleyma sér eins og sást í þessum leik þá eru þær hættulegar líka. Það er ekkert að ástæðulausu að þær eru að vinna ÍBV úti og Stjörnuna heima og þetta er bara hörkulið með hörkuleikmenn og vel skipulagðar með góðan þjálfara þannig full virðing fyrir því.” „Mér fannst ég sjá á okkar liði, þó við höfum reynt, að við vorum svolítið slegnar eftir þessi meiðsli í lok fyrri hálfleiks og það fékk á mína leikmenn og okkur og mér fannst það bera þess merki hvernig við byrjuðum seinni hálfleikinn en þvílík virðing á leikmenn að ná að jafna sig og koma til baka. Það verður að minnast á það líka að þær sem komu inn af bekknum eiga rosalega mikið hrós skilið fyrir sitt framlag og þess vegna er ég mjög ánægður með hópinn”, bætti Jóhann við. Þór/KA hefur nú unnið tvo leiki í röð, báða á heimavelli, og aftur er heimaleikur á sunnudaginn þegar Stjarnan kemur í heimsókn. „Við erum að mæta dálítið særðu liði á sunnudaginn sem er öflugt lið líka, mjög öflugt, og það verður alvöru verkefni og dálítið stutt á milli. Þetta er alveg áskorun en við höfum alveg fulla trú á að við getum unnið hérna heima. Við getum spilað vel, það er alveg rétt, eins og sést hérna í dag að völlurinn er ekki rennisléttur og þetta litar svolítið fótboltann hvernig þetta er.“ „Þær eru ekkert vanar að tapa boltanum svona oft, Tindastóll, þegar þær spila og mér finnst þetta virðingarvert hvernig þær spila hérna frá markinu sínu og voru svolítið að erfiða og þar spila vallaraðstæður inn í, það er ekkert hægt að líta fram hjá því. Við getum spilað mjög vel þegar við náum okkar takti og svo er þetta bara vinnsla inn á milli og sætta sig við að stundum er þetta bara mikil vinnsla.” Íslenski boltinn Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Tindastóll Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Fótbolti Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Fleiri fréttir Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Sjá meira
Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þór/KA, var eðlilega ánægður með sigurinn. „Þetta var erfiður leikur gegn góðu liði en við klárum leikinn í síðari hálfleik með fimm mörkum og ég er gríðarlega ánægður með okkar lið í dag.” Sandra María Jessen, fyrirliði Þór/KA, fór af velli undir lok fyrri hálfleiks þegar hún varð fyrir meiðslum á hendi. „Hún meiðist illa og þurfti að fara í sjúkrabíl og þetta lítur ekki vel út. Hún brotnaði sýnist okkur frekar illa á úlnlið eða handlegg og þetta lítur bara ekkert spes út.” Þór/KA var með undirtökin í fyrri hálfleik en tókst ekki að skora. Stólastúlkur komu betur út í seinni hálfleikinn en virðast brotna eftir að Þór/KA setur fyrsta markið. „Fyrri hálfleikurinn, við vorum eiginlega pínu búin að spá þessu, að búast við að þær myndu reyna að hanga á þessu en það má ekkert gleyma sér eins og sást í þessum leik þá eru þær hættulegar líka. Það er ekkert að ástæðulausu að þær eru að vinna ÍBV úti og Stjörnuna heima og þetta er bara hörkulið með hörkuleikmenn og vel skipulagðar með góðan þjálfara þannig full virðing fyrir því.” „Mér fannst ég sjá á okkar liði, þó við höfum reynt, að við vorum svolítið slegnar eftir þessi meiðsli í lok fyrri hálfleiks og það fékk á mína leikmenn og okkur og mér fannst það bera þess merki hvernig við byrjuðum seinni hálfleikinn en þvílík virðing á leikmenn að ná að jafna sig og koma til baka. Það verður að minnast á það líka að þær sem komu inn af bekknum eiga rosalega mikið hrós skilið fyrir sitt framlag og þess vegna er ég mjög ánægður með hópinn”, bætti Jóhann við. Þór/KA hefur nú unnið tvo leiki í röð, báða á heimavelli, og aftur er heimaleikur á sunnudaginn þegar Stjarnan kemur í heimsókn. „Við erum að mæta dálítið særðu liði á sunnudaginn sem er öflugt lið líka, mjög öflugt, og það verður alvöru verkefni og dálítið stutt á milli. Þetta er alveg áskorun en við höfum alveg fulla trú á að við getum unnið hérna heima. Við getum spilað vel, það er alveg rétt, eins og sést hérna í dag að völlurinn er ekki rennisléttur og þetta litar svolítið fótboltann hvernig þetta er.“ „Þær eru ekkert vanar að tapa boltanum svona oft, Tindastóll, þegar þær spila og mér finnst þetta virðingarvert hvernig þær spila hérna frá markinu sínu og voru svolítið að erfiða og þar spila vallaraðstæður inn í, það er ekkert hægt að líta fram hjá því. Við getum spilað mjög vel þegar við náum okkar takti og svo er þetta bara vinnsla inn á milli og sætta sig við að stundum er þetta bara mikil vinnsla.”
Íslenski boltinn Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Tindastóll Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Fótbolti Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Fleiri fréttir Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Sjá meira