Íslendingar í afneitun um þriðju vaktina Magnús Jochum Pálsson skrifar 21. júní 2023 21:04 Ragnheiður Davíðsdóttir rannsakaði þriðju vaktina hjá íslenskum pörum og hvernig hinni hugrænu vinnu er misskipt. Bylgjan Meistaranemi í kynjafræði segir að það sé dulin misskipting á íslenskum heimilum þegar kemur að skipulagningu og verkstjórnun þriðju vaktarinnar. Hún segir hugræna vinnu vanmetna á meðan líkamleg vinna, sérstaklega karla, sé gjarnan ofmetin. Ragnheiður Davíðsdóttir skrifaði meistararitgerð í kynjafræði við Háskóla Íslands sem ber heitið „Dulin misskipting í jafnréttisparadís“ og fjallar um rannsókn á þriðju vaktinni í samböndum fólks. Hún fór í Reykjavík síðdegis til að ræða um niðurstöður ritgerðarinnar, þriðju vaktina á íslenskum heimilum og hvernig eigi að snúa ójafnri hlutverkaskiptingu við. Þriðja vaktin nái yfir skipulagningu, verkstjórn og áætlanagerð Ragnheiður byrjaði á að skýra út þriðju vaktina fyrir þáttastjórnendum. Fyrsta vaktin næði yfir launaða vinnu, önnur vaktin yfir ólaunaða líkamlega vinnu á meðan þriðja vaktin væri ólaunuð hugræn vinna. Hvað er þriðja vaktin? „Þriðja vaktin er öll skipulagning, verkstjórnun, áætlanagerð. Það er þá til dæmis að muna eftir því að fylgjast með þvottakörfunni þannig að hún fyllist ekki allt of mikið og passa upp á að það muni ekki eitthvað mygla í þvottavélinni og hengja upp og svo framvegis. Það er þessi hugræna vinna sem er þriðja vaktin,“ segir Ragnheiður Hún er ósýnileg að öllu leyti eða hvað? „Það eru einhver verksummerki um hana en hún fer fyrst og fremst fram í huganum,“ segir Ragnheiður og nefnir möguleg verksummerki skipulagningar hin ýmsu öpp, vefsíður eða vekjaraklukkur til að skipuleggja heimilisstörfin. „Það er bersýnilega miklu meira ósýnilegt en til dæmis að slá grasið eða að kaupa í matinn,“ bætir hún við. Fólk geri sér ekki grein fyrir sinni eigin vinnu Ragnheiður byggði rannsókn sína á sambærilegri rannsókn við Harvard-háskóla. Rannsókn Ragnheiðar byggði á viðtölum við fjórtán pör þar sem hún bæði talaði við pörin hvort í sínu lagi og lét þau halda dagbók. „Ég talaði við pörin í sitthvoru lagi, lét þau halda dagbók um ákvarðanir sínar til þess að draga þetta fram af því þetta er það ósýnilegt að þú ert kannski ekki sjálfur meðvitaður um alla hugrænu vinnuna sem þú ert að vinna,“ segir hún. „Ekki endilega hver bar ábyrgð á því heldur hvernig þessu var skipt og hvernig fólk talaði um þetta, hvort það væri einhver kynjuð orðræða í kringum þetta,“ segir hún um verkaskiptingu paranna. Fólk sannfæri sig um jafnrétti sem er ekki til staðar Ragnheiður segir að Íslendingar trúi því að þeir búi í jafnréttisparadís sem spili inn í það hvernig þeir vanmeti hugræna vinnu og áhrif hennar. Hvernig talar fólk um þessa hugrænu byrði? „Lykilhugtak í rannsókninni minni er „ára kynjajafnréttis“ sem er hugtak sem Gyða Margrét Pétursdóttir, prófessor í kynjafræði, smíðaði. Það er í rauninni það ferli að sannfæra sig um að jafnrétti sé til staðar þegar það er ekki til staðar.“ „Undirstaðan í áru jafnréttis er trú Íslendinga á því að við búum í jafnréttisparadís. Hún hafi þess vegna viljað hvort þriðja vaktin og þessi ára kynjajafnréttis tengdust.“ Vinna karla oft ofmetin en kvenna vanmetin Niðurstaða Ragnheiðar var að ára jafnréttis og þriðja vaktin tengdust sem birtist í réttlætingarorðræðu og bjöguðu mati á vinnu. Hugræn vinna væri almennt vanmetin á meðan líkamleg vinna væri gjarnan ofmetin ef karl ætti í hlut en vanmetin ef kona ætti í hlut. „Ég spurði viðmælendur mína hvort að þau skiptu með sér líkamlegri vinnu jafnt eða hvernig það færi fram og bað um að setja það í prósentum,“ segir hún. Garðasláttur er almennt talinn erfið líkamleg vinna. Það sama gildir ekki um skúringar sem eru þó ekki síður erfiðar.Getty „Það var athyglisvert hvað svona hefðbundin karlahlutverk vógu þungt í matinu,“ segir Ragnheiður. Hefðbundin hlutverk karla á heimilinu væru yfirleitt mjög sýnileg en gerðust sömuleiðis óreglubundið, væru ekki endilega bundin ákveðnum tíma og það þyrfti oft ekki að vinna þau akút. Sem dæmi nefndi hún vinnu á borð við að slá grasið eða fara í Sorpu. Orðræða paranna hafi verið á þá leið að líkamleg vinna skiptist jafnar en hugræn vinna en að sama skapi væri athyglisvert að sum líkamleg vinna, á borð við það að skúra, var ekki flokkuð sem líkamlega erfið hjá mörgum pörum. Hugrænu vinnunni misskipt Niðurstöður rannsóknar Ragnheiðar var að hugrænni vinnu væri misskipt. Hún segir þörf á vitundarvakningu og að þetta eigi að vera samfélagslegt málefni. Er dulin misskipting hérna? „Niðurstöður mínar voru að hugrænni vinnu er misskipt, sérstaklega meðal gagnkynhneigðra para en ég talaði líka við hinsegin pör,“ segir hún. „Ég held að það sé „absolutely“ þörf á vitundarvakningu í tengslum við heimilið og í tengslum við heimilisverk og hvernig þau skiptast,“ segir Ragnheiður. Hún segir að það sé kominn tími að við lítum á heimilisstörf sem samfélagslegt málefni en ekki persónulegt málefni. En ég veit að það er það er til fólk sem heyrir þetta hugtak, þriðju vaktina, og ranghvolfir augunum. Bara „til hvers að vera að velta sér upp úr þessu“ Hvernig svarar maður því? „Vísindi og rannsóknir sýna að hugræn vinna hefur raunverulega neikvæð áhrif, neikvæðar afleiðingar, getur valdið kvíða, getur valdið einhvers konar árekstrum í sambandi. Þessu hefur verið líkt við færiband sem bara hættir aldrei,“ segir Ragnheiður. „Ég held í rauninni að ástæðan fyrir því að fólk ranghvolfi augunum er þessi ósýnileiki. En vísindin eru að sýna fram á að þetta er raunverulegt og fólk er að tengja við þetta.“ Erfitt að sleppa tökunum þegar maður hefur aðlagast Fólk verði að eiga heiðarlegt samtal áður en það reynir að kollvarpa hlutunum í samböndum þar sem þriðju vaktinni er misskipt segir Ragnheiður. Þetta er persónulegt og þetta er kannski erfitt samtal að eiga í parasambandi þegar boltinn er búinn að rúlla ansi lengi og það hallar á annan aðilann. Hefur þú einhver tól upp í erminni hvernig á að snúa þessu við? „Ég legg til að fólk sé ekki bara „Nú ætlum við bara að hafa þetta jafnt“ af því að þetta er eitthvað sem lærist,“ segir Ragnheiður. „Það var mikið af konum í rannsókninni í gagnkynhneigðum pörum sem töluðu um að það væri svo mikið vesen að sleppa tökunum, það myndi bara allt fara í rugl,“ segir hún. Þvottinum getur fylgt mikil ósýnileg vinna, sérstaklega ef maður á börn.Getty „Ég legg frekar til að fólk eigi heiðarlegt samtal um þetta, þar sem þau eru ekki að taka kynjavíddina algerlega úr myndinni. Svo segja bara: „Heyrðu, ég er alltaf með þvottinn, nú tekur þú bara alfarið þvottinn“ þangað til að aðilinn er búinn að átta sig á öllum þessum litlu hlutum,“ segir hún um lausnir á misskiptingunni. Hún tekur þvottinn sem dæmi um ósýnilega vinnu þriðju vaktarinnar og hvað maður þarf að vera á hreinu. Þar þurfi maður að vita fatastærðir barnanna, hvaða þvottur eigi að fara á hvaða prógrömm og hvað hluti séu nauðsynlegir í leikskólatöskunni sem dæmi. „Um leið og viðkomandi, sem er ekki að sinna hugrænni vinnu, fer og gerir það í smástund og fær tilfinningu fyrir þessu er miklu léttara að skipta þessu með þér og þetta verður ekki jafnmikil vinna,“ segir Ragnheiður. Jafnréttismál Börn og uppeldi Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Titringur á Alþingi Innlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
Ragnheiður Davíðsdóttir skrifaði meistararitgerð í kynjafræði við Háskóla Íslands sem ber heitið „Dulin misskipting í jafnréttisparadís“ og fjallar um rannsókn á þriðju vaktinni í samböndum fólks. Hún fór í Reykjavík síðdegis til að ræða um niðurstöður ritgerðarinnar, þriðju vaktina á íslenskum heimilum og hvernig eigi að snúa ójafnri hlutverkaskiptingu við. Þriðja vaktin nái yfir skipulagningu, verkstjórn og áætlanagerð Ragnheiður byrjaði á að skýra út þriðju vaktina fyrir þáttastjórnendum. Fyrsta vaktin næði yfir launaða vinnu, önnur vaktin yfir ólaunaða líkamlega vinnu á meðan þriðja vaktin væri ólaunuð hugræn vinna. Hvað er þriðja vaktin? „Þriðja vaktin er öll skipulagning, verkstjórnun, áætlanagerð. Það er þá til dæmis að muna eftir því að fylgjast með þvottakörfunni þannig að hún fyllist ekki allt of mikið og passa upp á að það muni ekki eitthvað mygla í þvottavélinni og hengja upp og svo framvegis. Það er þessi hugræna vinna sem er þriðja vaktin,“ segir Ragnheiður Hún er ósýnileg að öllu leyti eða hvað? „Það eru einhver verksummerki um hana en hún fer fyrst og fremst fram í huganum,“ segir Ragnheiður og nefnir möguleg verksummerki skipulagningar hin ýmsu öpp, vefsíður eða vekjaraklukkur til að skipuleggja heimilisstörfin. „Það er bersýnilega miklu meira ósýnilegt en til dæmis að slá grasið eða að kaupa í matinn,“ bætir hún við. Fólk geri sér ekki grein fyrir sinni eigin vinnu Ragnheiður byggði rannsókn sína á sambærilegri rannsókn við Harvard-háskóla. Rannsókn Ragnheiðar byggði á viðtölum við fjórtán pör þar sem hún bæði talaði við pörin hvort í sínu lagi og lét þau halda dagbók. „Ég talaði við pörin í sitthvoru lagi, lét þau halda dagbók um ákvarðanir sínar til þess að draga þetta fram af því þetta er það ósýnilegt að þú ert kannski ekki sjálfur meðvitaður um alla hugrænu vinnuna sem þú ert að vinna,“ segir hún. „Ekki endilega hver bar ábyrgð á því heldur hvernig þessu var skipt og hvernig fólk talaði um þetta, hvort það væri einhver kynjuð orðræða í kringum þetta,“ segir hún um verkaskiptingu paranna. Fólk sannfæri sig um jafnrétti sem er ekki til staðar Ragnheiður segir að Íslendingar trúi því að þeir búi í jafnréttisparadís sem spili inn í það hvernig þeir vanmeti hugræna vinnu og áhrif hennar. Hvernig talar fólk um þessa hugrænu byrði? „Lykilhugtak í rannsókninni minni er „ára kynjajafnréttis“ sem er hugtak sem Gyða Margrét Pétursdóttir, prófessor í kynjafræði, smíðaði. Það er í rauninni það ferli að sannfæra sig um að jafnrétti sé til staðar þegar það er ekki til staðar.“ „Undirstaðan í áru jafnréttis er trú Íslendinga á því að við búum í jafnréttisparadís. Hún hafi þess vegna viljað hvort þriðja vaktin og þessi ára kynjajafnréttis tengdust.“ Vinna karla oft ofmetin en kvenna vanmetin Niðurstaða Ragnheiðar var að ára jafnréttis og þriðja vaktin tengdust sem birtist í réttlætingarorðræðu og bjöguðu mati á vinnu. Hugræn vinna væri almennt vanmetin á meðan líkamleg vinna væri gjarnan ofmetin ef karl ætti í hlut en vanmetin ef kona ætti í hlut. „Ég spurði viðmælendur mína hvort að þau skiptu með sér líkamlegri vinnu jafnt eða hvernig það færi fram og bað um að setja það í prósentum,“ segir hún. Garðasláttur er almennt talinn erfið líkamleg vinna. Það sama gildir ekki um skúringar sem eru þó ekki síður erfiðar.Getty „Það var athyglisvert hvað svona hefðbundin karlahlutverk vógu þungt í matinu,“ segir Ragnheiður. Hefðbundin hlutverk karla á heimilinu væru yfirleitt mjög sýnileg en gerðust sömuleiðis óreglubundið, væru ekki endilega bundin ákveðnum tíma og það þyrfti oft ekki að vinna þau akút. Sem dæmi nefndi hún vinnu á borð við að slá grasið eða fara í Sorpu. Orðræða paranna hafi verið á þá leið að líkamleg vinna skiptist jafnar en hugræn vinna en að sama skapi væri athyglisvert að sum líkamleg vinna, á borð við það að skúra, var ekki flokkuð sem líkamlega erfið hjá mörgum pörum. Hugrænu vinnunni misskipt Niðurstöður rannsóknar Ragnheiðar var að hugrænni vinnu væri misskipt. Hún segir þörf á vitundarvakningu og að þetta eigi að vera samfélagslegt málefni. Er dulin misskipting hérna? „Niðurstöður mínar voru að hugrænni vinnu er misskipt, sérstaklega meðal gagnkynhneigðra para en ég talaði líka við hinsegin pör,“ segir hún. „Ég held að það sé „absolutely“ þörf á vitundarvakningu í tengslum við heimilið og í tengslum við heimilisverk og hvernig þau skiptast,“ segir Ragnheiður. Hún segir að það sé kominn tími að við lítum á heimilisstörf sem samfélagslegt málefni en ekki persónulegt málefni. En ég veit að það er það er til fólk sem heyrir þetta hugtak, þriðju vaktina, og ranghvolfir augunum. Bara „til hvers að vera að velta sér upp úr þessu“ Hvernig svarar maður því? „Vísindi og rannsóknir sýna að hugræn vinna hefur raunverulega neikvæð áhrif, neikvæðar afleiðingar, getur valdið kvíða, getur valdið einhvers konar árekstrum í sambandi. Þessu hefur verið líkt við færiband sem bara hættir aldrei,“ segir Ragnheiður. „Ég held í rauninni að ástæðan fyrir því að fólk ranghvolfi augunum er þessi ósýnileiki. En vísindin eru að sýna fram á að þetta er raunverulegt og fólk er að tengja við þetta.“ Erfitt að sleppa tökunum þegar maður hefur aðlagast Fólk verði að eiga heiðarlegt samtal áður en það reynir að kollvarpa hlutunum í samböndum þar sem þriðju vaktinni er misskipt segir Ragnheiður. Þetta er persónulegt og þetta er kannski erfitt samtal að eiga í parasambandi þegar boltinn er búinn að rúlla ansi lengi og það hallar á annan aðilann. Hefur þú einhver tól upp í erminni hvernig á að snúa þessu við? „Ég legg til að fólk sé ekki bara „Nú ætlum við bara að hafa þetta jafnt“ af því að þetta er eitthvað sem lærist,“ segir Ragnheiður. „Það var mikið af konum í rannsókninni í gagnkynhneigðum pörum sem töluðu um að það væri svo mikið vesen að sleppa tökunum, það myndi bara allt fara í rugl,“ segir hún. Þvottinum getur fylgt mikil ósýnileg vinna, sérstaklega ef maður á börn.Getty „Ég legg frekar til að fólk eigi heiðarlegt samtal um þetta, þar sem þau eru ekki að taka kynjavíddina algerlega úr myndinni. Svo segja bara: „Heyrðu, ég er alltaf með þvottinn, nú tekur þú bara alfarið þvottinn“ þangað til að aðilinn er búinn að átta sig á öllum þessum litlu hlutum,“ segir hún um lausnir á misskiptingunni. Hún tekur þvottinn sem dæmi um ósýnilega vinnu þriðju vaktarinnar og hvað maður þarf að vera á hreinu. Þar þurfi maður að vita fatastærðir barnanna, hvaða þvottur eigi að fara á hvaða prógrömm og hvað hluti séu nauðsynlegir í leikskólatöskunni sem dæmi. „Um leið og viðkomandi, sem er ekki að sinna hugrænni vinnu, fer og gerir það í smástund og fær tilfinningu fyrir þessu er miklu léttara að skipta þessu með þér og þetta verður ekki jafnmikil vinna,“ segir Ragnheiður.
Jafnréttismál Börn og uppeldi Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Titringur á Alþingi Innlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira