Myglan hafi engin áhrif á skólahaldið Máni Snær Þorláksson skrifar 19. júní 2023 18:46 Elín H. Jónsdóttir, forseti lagadeildar Háskólans á Bifröst, Margrét Jónsdóttir Njarðvík rektor og Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, forseti félagsvísindadeildar. Aðsend Mygla hefur greinst í húsnæði Háskólans á Bifröst. Byggingar skólans eru nú lokaðar vegna þessa. Rektor háskólans segir þó að myglan muni ekki hafa nein áhrif á skólahaldið þar sem námið er kennt í fjarkennslu. „Staðan er í greiningu þannig við höfum ekki yfirsýn. En gæfa okkar er að vera fjarkennsluháskóli. Við gátum flutt skrifstofurnar í húsin á háskólasvæðinu auk þess sem við erum með skrifstofur í Reykjavík líka. Til allrar hamingju er sumarfrí framundan og þar sem við erum í skýjunum þá getum við haldið áfram að vera í sjöunda himni,“ segir Margrét Jónsdóttir Njarðvík, rektor háskólans, í samtali við fréttastofu. Margrét segir ljóst að skólahald verður ekki í þessum byggingum næsta vetur. Það sé þó ennþá ljósara að þá verði komin lausn á því hvar það verður. „Það er alltaf tækifæri í öllum áskorunum, þannig þarf maður að mæta þessu öllu saman,“ segir hún. „Þetta mun ekki hafa nein áhrif á skólahaldið af því við erum með staðlotur þegar aðrar menntastofnanir eru í helgarfríi. Þá veit ég að við munum finna mjög góða lausn á því að hafa staðloturnar annars staðar en á Bifröst.“ Myglan mun ekki hafa nein áhrif á skólahald Háskólans á Bifröst að sögn rektors.Vísir/Vilhelm Bjartsýn þrátt fyrir bagalegar fréttir Margrét bendir á að hægt verði að halda starfsemi háskólans hnökralaust áfram þrátt fyrir mygluna. Til að mynda hafi þau farið áfallalaust í gegnum Covid-19. „Við vorum sá háskóli á Íslandi sem varð ekki fyrir neinni truflun,“ segir hún. „Þetta eru mjög bagalegar fréttir og mikill kostnaður sem fylgir mygluframkvæmdum en hins vegar erum við mjög vel í stakk búin til þess að geta haldið áfram allri okkar starfsemi hnökralaust. Það er það jákvæða við þetta allt saman.“ Margrét er bjartsýn á að hægt verði að laga húsnæðið: „Við erum búin að takast á að algjörlega laga fjármál háskólans á Bifröst, við erum búin að laga gæðamál háskólans á Bifröst, af hverju skyldum við ekki geta lagað þetta?“ Borgarbyggð Háskólar Mygla Skóla - og menntamál Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
„Staðan er í greiningu þannig við höfum ekki yfirsýn. En gæfa okkar er að vera fjarkennsluháskóli. Við gátum flutt skrifstofurnar í húsin á háskólasvæðinu auk þess sem við erum með skrifstofur í Reykjavík líka. Til allrar hamingju er sumarfrí framundan og þar sem við erum í skýjunum þá getum við haldið áfram að vera í sjöunda himni,“ segir Margrét Jónsdóttir Njarðvík, rektor háskólans, í samtali við fréttastofu. Margrét segir ljóst að skólahald verður ekki í þessum byggingum næsta vetur. Það sé þó ennþá ljósara að þá verði komin lausn á því hvar það verður. „Það er alltaf tækifæri í öllum áskorunum, þannig þarf maður að mæta þessu öllu saman,“ segir hún. „Þetta mun ekki hafa nein áhrif á skólahaldið af því við erum með staðlotur þegar aðrar menntastofnanir eru í helgarfríi. Þá veit ég að við munum finna mjög góða lausn á því að hafa staðloturnar annars staðar en á Bifröst.“ Myglan mun ekki hafa nein áhrif á skólahald Háskólans á Bifröst að sögn rektors.Vísir/Vilhelm Bjartsýn þrátt fyrir bagalegar fréttir Margrét bendir á að hægt verði að halda starfsemi háskólans hnökralaust áfram þrátt fyrir mygluna. Til að mynda hafi þau farið áfallalaust í gegnum Covid-19. „Við vorum sá háskóli á Íslandi sem varð ekki fyrir neinni truflun,“ segir hún. „Þetta eru mjög bagalegar fréttir og mikill kostnaður sem fylgir mygluframkvæmdum en hins vegar erum við mjög vel í stakk búin til þess að geta haldið áfram allri okkar starfsemi hnökralaust. Það er það jákvæða við þetta allt saman.“ Margrét er bjartsýn á að hægt verði að laga húsnæðið: „Við erum búin að takast á að algjörlega laga fjármál háskólans á Bifröst, við erum búin að laga gæðamál háskólans á Bifröst, af hverju skyldum við ekki geta lagað þetta?“
Borgarbyggð Háskólar Mygla Skóla - og menntamál Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira