Íbúar kvörtuðu og körfurnar voru settar upp aftur Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 19. júní 2023 15:16 Körfurnar voru settar aftur upp við Seljaskóla í dag. Einar Guttormsson Körfuboltakörfur við Seljaskóla í Reykjavík voru settar upp aftur nú síðdegis, eftir fjölda kvartana. Mikla athygli vakti þegar körfurnar voru teknar niður. Reykjavíkurborg segir körfur ekki verða fjarlægðar á skólalóðum. Einar Guttormsson, íbúi í grennd við skólalóðina, vekur athygli á því á íbúahópi á Facebook að körfurnar hafi nú verið settar upp aftur. Það var einmitt Einar sem vakti á því athygli þegar þær voru teknar niður um helgina á sjálfan þjóðhátíðardaginn 17. júní. „Þegar ég vaknaði í morgun sá ég að verktakar voru að taka niður körfurnar. Ég spurði þá út í þetta og fékk þau svör að eignaumsýsla Reykjavíkurborgar hefði fyrirskipað þetta,“ sagði Einar um helgina en hann er öllu kátari í dag og taka íbúar undir með honum. Körfurnar höfðu verið teknar niður vegna kvartana íbúa vegna hávaða frá ungmennum á körfuboltavellinum. Málið vakti mikla athygli um helgina og fannst mörgum illa vegið að unglingum borgarinnar, að geta ekki leikið sér úti í körfubolta að sumri til. „Stundum borgar sig að hafa hátt!“ skrifar Einar en tugir íbúa bregðast við færslu hans inni á íbúahópnum og er mikil ánægja með málalyktir. Í dag sagði nafni hans Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík og verðandi borgarstjóri við Morgunblaðið að körfurnar ættu að fara aftur upp sem fyrst. Borgarráð hefði fyrst tekið ákvörðun um að fjarlæga körfurnar um sumartímann fyrir tveimur árum síðan en Einar sagðist ekki hafa vitað af málinu fyrr en nú. Körfur verði hvergi fjarlægðar í sumar Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg vegna málsins kemur fram að körfuboltaspjöldin við Seljaskóla hafi verið sett upp aftur og að þau verði ekki fjarlægð af öðrum skólalóðum. Þar sem þau eru mjög nálægt íbúðabyggð verða sett upp upplýsingaskilti um að notkun sé ekki heimil eftir ákveðinn tíma á kvöldin, að því er segir í tilkynningunni. Nágrannar sem búa nálægt nokkrum grunnskólum í Reykjavík hafa kvartað yfir hávaða sem myndast þegar hópar safnast saman við körfuboltaspjöld á meðan á sumarlokun skólanna stendur, og oft standa leikar fram á kvöld. Reykjavíkurborg hefur orðið við óskum um að fækka spjöldum næst íbúðabyggð samkvæmt tilkynningunni. Þá segir þar að fjölmargar ábendingar hafi borist borginni um helgina þegar fjarlægð voru spjöld á lóð Seljaskóla í Breiðholti og voru ferlar teknir til endurskoðunar í kjölfarið, eins og því er lýst. Spjöldin verða nú sett aftur á sinn stað í dag eða í síðasta lagi á morgun. Fréttin var uppfærð kl. 15:54 með tilkynningu frá Reykjavíkurborg vegna málsins. Reykjavík Körfubolti Íþróttir barna Skipulag Skóla - og menntamál Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Fleiri fréttir Segja ekkert rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Sjá meira
Einar Guttormsson, íbúi í grennd við skólalóðina, vekur athygli á því á íbúahópi á Facebook að körfurnar hafi nú verið settar upp aftur. Það var einmitt Einar sem vakti á því athygli þegar þær voru teknar niður um helgina á sjálfan þjóðhátíðardaginn 17. júní. „Þegar ég vaknaði í morgun sá ég að verktakar voru að taka niður körfurnar. Ég spurði þá út í þetta og fékk þau svör að eignaumsýsla Reykjavíkurborgar hefði fyrirskipað þetta,“ sagði Einar um helgina en hann er öllu kátari í dag og taka íbúar undir með honum. Körfurnar höfðu verið teknar niður vegna kvartana íbúa vegna hávaða frá ungmennum á körfuboltavellinum. Málið vakti mikla athygli um helgina og fannst mörgum illa vegið að unglingum borgarinnar, að geta ekki leikið sér úti í körfubolta að sumri til. „Stundum borgar sig að hafa hátt!“ skrifar Einar en tugir íbúa bregðast við færslu hans inni á íbúahópnum og er mikil ánægja með málalyktir. Í dag sagði nafni hans Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík og verðandi borgarstjóri við Morgunblaðið að körfurnar ættu að fara aftur upp sem fyrst. Borgarráð hefði fyrst tekið ákvörðun um að fjarlæga körfurnar um sumartímann fyrir tveimur árum síðan en Einar sagðist ekki hafa vitað af málinu fyrr en nú. Körfur verði hvergi fjarlægðar í sumar Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg vegna málsins kemur fram að körfuboltaspjöldin við Seljaskóla hafi verið sett upp aftur og að þau verði ekki fjarlægð af öðrum skólalóðum. Þar sem þau eru mjög nálægt íbúðabyggð verða sett upp upplýsingaskilti um að notkun sé ekki heimil eftir ákveðinn tíma á kvöldin, að því er segir í tilkynningunni. Nágrannar sem búa nálægt nokkrum grunnskólum í Reykjavík hafa kvartað yfir hávaða sem myndast þegar hópar safnast saman við körfuboltaspjöld á meðan á sumarlokun skólanna stendur, og oft standa leikar fram á kvöld. Reykjavíkurborg hefur orðið við óskum um að fækka spjöldum næst íbúðabyggð samkvæmt tilkynningunni. Þá segir þar að fjölmargar ábendingar hafi borist borginni um helgina þegar fjarlægð voru spjöld á lóð Seljaskóla í Breiðholti og voru ferlar teknir til endurskoðunar í kjölfarið, eins og því er lýst. Spjöldin verða nú sett aftur á sinn stað í dag eða í síðasta lagi á morgun. Fréttin var uppfærð kl. 15:54 með tilkynningu frá Reykjavíkurborg vegna málsins.
Reykjavík Körfubolti Íþróttir barna Skipulag Skóla - og menntamál Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Fleiri fréttir Segja ekkert rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Sjá meira