Íbúar kvörtuðu og körfurnar voru settar upp aftur Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 19. júní 2023 15:16 Körfurnar voru settar aftur upp við Seljaskóla í dag. Einar Guttormsson Körfuboltakörfur við Seljaskóla í Reykjavík voru settar upp aftur nú síðdegis, eftir fjölda kvartana. Mikla athygli vakti þegar körfurnar voru teknar niður. Reykjavíkurborg segir körfur ekki verða fjarlægðar á skólalóðum. Einar Guttormsson, íbúi í grennd við skólalóðina, vekur athygli á því á íbúahópi á Facebook að körfurnar hafi nú verið settar upp aftur. Það var einmitt Einar sem vakti á því athygli þegar þær voru teknar niður um helgina á sjálfan þjóðhátíðardaginn 17. júní. „Þegar ég vaknaði í morgun sá ég að verktakar voru að taka niður körfurnar. Ég spurði þá út í þetta og fékk þau svör að eignaumsýsla Reykjavíkurborgar hefði fyrirskipað þetta,“ sagði Einar um helgina en hann er öllu kátari í dag og taka íbúar undir með honum. Körfurnar höfðu verið teknar niður vegna kvartana íbúa vegna hávaða frá ungmennum á körfuboltavellinum. Málið vakti mikla athygli um helgina og fannst mörgum illa vegið að unglingum borgarinnar, að geta ekki leikið sér úti í körfubolta að sumri til. „Stundum borgar sig að hafa hátt!“ skrifar Einar en tugir íbúa bregðast við færslu hans inni á íbúahópnum og er mikil ánægja með málalyktir. Í dag sagði nafni hans Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík og verðandi borgarstjóri við Morgunblaðið að körfurnar ættu að fara aftur upp sem fyrst. Borgarráð hefði fyrst tekið ákvörðun um að fjarlæga körfurnar um sumartímann fyrir tveimur árum síðan en Einar sagðist ekki hafa vitað af málinu fyrr en nú. Körfur verði hvergi fjarlægðar í sumar Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg vegna málsins kemur fram að körfuboltaspjöldin við Seljaskóla hafi verið sett upp aftur og að þau verði ekki fjarlægð af öðrum skólalóðum. Þar sem þau eru mjög nálægt íbúðabyggð verða sett upp upplýsingaskilti um að notkun sé ekki heimil eftir ákveðinn tíma á kvöldin, að því er segir í tilkynningunni. Nágrannar sem búa nálægt nokkrum grunnskólum í Reykjavík hafa kvartað yfir hávaða sem myndast þegar hópar safnast saman við körfuboltaspjöld á meðan á sumarlokun skólanna stendur, og oft standa leikar fram á kvöld. Reykjavíkurborg hefur orðið við óskum um að fækka spjöldum næst íbúðabyggð samkvæmt tilkynningunni. Þá segir þar að fjölmargar ábendingar hafi borist borginni um helgina þegar fjarlægð voru spjöld á lóð Seljaskóla í Breiðholti og voru ferlar teknir til endurskoðunar í kjölfarið, eins og því er lýst. Spjöldin verða nú sett aftur á sinn stað í dag eða í síðasta lagi á morgun. Fréttin var uppfærð kl. 15:54 með tilkynningu frá Reykjavíkurborg vegna málsins. Reykjavík Körfubolti Íþróttir barna Skipulag Skóla - og menntamál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Einar Guttormsson, íbúi í grennd við skólalóðina, vekur athygli á því á íbúahópi á Facebook að körfurnar hafi nú verið settar upp aftur. Það var einmitt Einar sem vakti á því athygli þegar þær voru teknar niður um helgina á sjálfan þjóðhátíðardaginn 17. júní. „Þegar ég vaknaði í morgun sá ég að verktakar voru að taka niður körfurnar. Ég spurði þá út í þetta og fékk þau svör að eignaumsýsla Reykjavíkurborgar hefði fyrirskipað þetta,“ sagði Einar um helgina en hann er öllu kátari í dag og taka íbúar undir með honum. Körfurnar höfðu verið teknar niður vegna kvartana íbúa vegna hávaða frá ungmennum á körfuboltavellinum. Málið vakti mikla athygli um helgina og fannst mörgum illa vegið að unglingum borgarinnar, að geta ekki leikið sér úti í körfubolta að sumri til. „Stundum borgar sig að hafa hátt!“ skrifar Einar en tugir íbúa bregðast við færslu hans inni á íbúahópnum og er mikil ánægja með málalyktir. Í dag sagði nafni hans Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík og verðandi borgarstjóri við Morgunblaðið að körfurnar ættu að fara aftur upp sem fyrst. Borgarráð hefði fyrst tekið ákvörðun um að fjarlæga körfurnar um sumartímann fyrir tveimur árum síðan en Einar sagðist ekki hafa vitað af málinu fyrr en nú. Körfur verði hvergi fjarlægðar í sumar Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg vegna málsins kemur fram að körfuboltaspjöldin við Seljaskóla hafi verið sett upp aftur og að þau verði ekki fjarlægð af öðrum skólalóðum. Þar sem þau eru mjög nálægt íbúðabyggð verða sett upp upplýsingaskilti um að notkun sé ekki heimil eftir ákveðinn tíma á kvöldin, að því er segir í tilkynningunni. Nágrannar sem búa nálægt nokkrum grunnskólum í Reykjavík hafa kvartað yfir hávaða sem myndast þegar hópar safnast saman við körfuboltaspjöld á meðan á sumarlokun skólanna stendur, og oft standa leikar fram á kvöld. Reykjavíkurborg hefur orðið við óskum um að fækka spjöldum næst íbúðabyggð samkvæmt tilkynningunni. Þá segir þar að fjölmargar ábendingar hafi borist borginni um helgina þegar fjarlægð voru spjöld á lóð Seljaskóla í Breiðholti og voru ferlar teknir til endurskoðunar í kjölfarið, eins og því er lýst. Spjöldin verða nú sett aftur á sinn stað í dag eða í síðasta lagi á morgun. Fréttin var uppfærð kl. 15:54 með tilkynningu frá Reykjavíkurborg vegna málsins.
Reykjavík Körfubolti Íþróttir barna Skipulag Skóla - og menntamál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira