Innlent

Hinn látni hafi verið meðleigjandi þess grunaða

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Lögregla kom að vettvangi í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði, þar sem maður á fimmtugsaldri fannst látinn. Maðurinn fannst fyrir utan hús í Drangahrauni.
Lögregla kom að vettvangi í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði, þar sem maður á fimmtugsaldri fannst látinn. Maðurinn fannst fyrir utan hús í Drangahrauni. Vísir/Vilhelm

Karlmaður á fertugsaldri er sagður hafa verið meðleigjandi þess sem hann er nú grunaður um að hafa orðið að bana í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði, aðfararnótt 17. júní. Hann situr nú í gæsluvarðhaldi vegna málsins.

Mennirnir eru báðir pólskir ríkisborgarar. Ríkisútvarpið greinir frá því að talið sé að veist hafi verið að hinum látna í svefnherbergi hans í húsi við Drangahraun. Hann fannst látinn utandyra.

Þá hafi hinn grunaði upplýst þriðja aðila um árásina, sem hafi gert lögreglu viðvart.

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn að rannsókninni miði vel og að lögreglu hafi tekist að átta sig á aðdraganda og atburðarás á skömmum tíma.

Árásin átti sér stað í Drangahrauni í Hafnarfirði. 

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×