Komnir með skýra mynd á atburðarás í manndrápsmáli Bjarki Sigurðsson skrifar 18. júní 2023 20:01 Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir forritið sem mennirnir notuðust við hafa verið erfitt við að eiga. Búið er að loka á starfsemi þess. Vísir/Vilhelm Rannsókn lögreglu á manndrápi í Drangahrauni í Hafnarfirði miðar vel. Að sögn yfirlögregluþjóns hefur lögreglu tekist að átta sig á aðdragandanum og atburðinum sjálfum, þrátt fyrir að rannsókn málsins sé nýhafin. Lögreglu barst tilkynning í gærmorgun á sjötta tímanum að maður væri illa haldinn utandyra í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði. Er lögregla mætti á staðinn var reynt að hefja endurlífgun sem bar ekki árangur og maðurinn sem var á fimmtugsaldri úrskurðaður látinn. Í kjölfar þess voru tveir menn á fertugsaldri handteknir sem voru grunaðir um aðild að dauða mannsins. Í gærkvöldi var einn mannanna úrskurðaður í gæsluvarðhald til næsta fimmtudags en hinum manninum sleppt úr haldi. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir tengsl vera á milli mannanna sem báðir eru pólskir ríkisborgarar. Hann gat ekki upplýst frekar um tengsl mannanna en hinn látni átti fjölskyldu hér á landi. Hann segir að rannsókn málsins gangi vel. „Hún gekk mjög vel í gær, við náðum að safna mjög miklum upplýsingum. Áttuðum okkur á að við teljum aðdragandanum og atburðinum sjálfum. Það gekk mjög vel. Rannsóknin er á góðum stað þó hún sé tiltölulega nýhafin,“ segir Grímur. Lögregla kom að vettvangi í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði, þar sem maður á fimmtugsaldri fannst látinn.Vísir/Vilhelm Sá sem var sleppt úr haldi er enn með stöðu sakbornings í málinu en segir Grímur þó að ekki sé talið að hann tengist því á nokkurn hátt. Hann segir rannsókn lögreglu snúast einna helst núna að því að rannsaka hvert morðvopnið var. „Rannsóknin lýtur að því að rannsaka hvaða vopni og hvernig því var beitt. Það er gengið út frá því að um sé að ræða hníf, það er að viðkomandi hafi látist af hnífstungum en það er krufning sem sker út um það, hver hafi verið dánarorsökin,“ segir Grímur. Lögreglumál Hafnarfjörður Manndráp í Drangahrauni Tengdar fréttir Telja að maðurinn hafi verið stunginn til bana Maðurinn sem fannst látinn í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði í gærmorgun var að öllum líkindum stunginn til bana með hníf. Niðurstaða krufningar liggur ekki fyrir. 18. júní 2023 13:42 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Fleiri fréttir Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Sjá meira
Lögreglu barst tilkynning í gærmorgun á sjötta tímanum að maður væri illa haldinn utandyra í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði. Er lögregla mætti á staðinn var reynt að hefja endurlífgun sem bar ekki árangur og maðurinn sem var á fimmtugsaldri úrskurðaður látinn. Í kjölfar þess voru tveir menn á fertugsaldri handteknir sem voru grunaðir um aðild að dauða mannsins. Í gærkvöldi var einn mannanna úrskurðaður í gæsluvarðhald til næsta fimmtudags en hinum manninum sleppt úr haldi. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir tengsl vera á milli mannanna sem báðir eru pólskir ríkisborgarar. Hann gat ekki upplýst frekar um tengsl mannanna en hinn látni átti fjölskyldu hér á landi. Hann segir að rannsókn málsins gangi vel. „Hún gekk mjög vel í gær, við náðum að safna mjög miklum upplýsingum. Áttuðum okkur á að við teljum aðdragandanum og atburðinum sjálfum. Það gekk mjög vel. Rannsóknin er á góðum stað þó hún sé tiltölulega nýhafin,“ segir Grímur. Lögregla kom að vettvangi í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði, þar sem maður á fimmtugsaldri fannst látinn.Vísir/Vilhelm Sá sem var sleppt úr haldi er enn með stöðu sakbornings í málinu en segir Grímur þó að ekki sé talið að hann tengist því á nokkurn hátt. Hann segir rannsókn lögreglu snúast einna helst núna að því að rannsaka hvert morðvopnið var. „Rannsóknin lýtur að því að rannsaka hvaða vopni og hvernig því var beitt. Það er gengið út frá því að um sé að ræða hníf, það er að viðkomandi hafi látist af hnífstungum en það er krufning sem sker út um það, hver hafi verið dánarorsökin,“ segir Grímur.
Lögreglumál Hafnarfjörður Manndráp í Drangahrauni Tengdar fréttir Telja að maðurinn hafi verið stunginn til bana Maðurinn sem fannst látinn í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði í gærmorgun var að öllum líkindum stunginn til bana með hníf. Niðurstaða krufningar liggur ekki fyrir. 18. júní 2023 13:42 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Fleiri fréttir Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Sjá meira
Telja að maðurinn hafi verið stunginn til bana Maðurinn sem fannst látinn í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði í gærmorgun var að öllum líkindum stunginn til bana með hníf. Niðurstaða krufningar liggur ekki fyrir. 18. júní 2023 13:42