Sendir samúðarkveðjur og bókfærir hagnaðinn Jón Daníelsson skrifar 18. júní 2023 11:30 Annað slagið blöskrar manni mannvonskan í þessum heimi. Nýlega svipti maður sig lífi eftir að hafa verið neitað um inngöngu í gistiskýli á vegum Reykjavíkurborgar. Nú er auðvitað hverjum og einum í sjálfsvald sett að ákveða hvort hann vill lifa lengur eða ekki. Það eru eiginlega einu „mannréttindin“ sem nánast ógerlegt er að taka af fólki. En þetta er sannast sagna bölvað leiðindaúrræði og fæst fólk grípur til þess fyrr en öll sund sýnast lokuð. Gistiskýlin eru á vegum Reykjavíkurborgar en maðurinn var skráður í Hafnarfirði. Nágrannasveitarfélögin hafa gert samninga um að greiða fyrir gistingu fólks sem þar er skráð og því á ekki að þurfa að vísa neinum frá á grundvelli lögheimilis. Hitt er verra, að eftir því sem best verður lesið út úr fréttum var manninum vísað frá að kröfu stjórnvalda í Hafnarfirði. Í fljótu bragði virðist þetta svakalegri mannvonska en svo, að skýringin fái staðist. En viti menn. Heimildin sendi Hafnarfjarðarbæ fyrirspurn um ástæður þess „að bæjarfélagið krefst þess að ákveðnum einstaklingum með lögheimili í bæjarfélaginu skuli vísað frá neyðarskýlum í Reykjavík.“ Í svari embættismanns hjá Hafnarfjarðarbæ segir orðrétt: „... samkvæmt vinnulagi er haft samband við sveitarfélagið ef einstaklingur (sem er með lögheimili í Hafnarfirði) hefur gist í gistiskýlinu í þrjár nætur, sem getur verið vísbending um að einstaklingurinn eigi við húsnæðisvanda að stríða.“ Svarið er auðvitað ámóta loðið og teygjanlegt og gera mátti ráð fyrir. Út af fyrir sig má kannski kalla það skemmtiatriði út af fyrir sig, að þrjár nætur í gististkýli gætu hugsanlega verið vísbending um húsnæðisvanda! Í öðru svari til Heimildarinnar er áréttað að verklagið hafi verið þannig að eftir þriðju nóttina í gistiskýli sé einstaklingum með lögheimili í Hafnarfirði gert að leita sér aðstoðar hjá sínu sveitarfélagi áður en til áframhaldandi gistingar kemur. Þarna verður svarið í rauninni alveg skýrt: Hafnarfjarðarbær er tilbúinn að borga fyrir þrjár nætur í gistiskýli. Komi einhver í fjórða sinn, skal honum hent út. Í þessu tilviki virðist frávísunin hafa gert útslagið. Maðurinn sá enga aðra leið frá hinni algeru útskúfun en að hætta bara að vera til. Hafnarfjarðarbær sendir svo aðstandendum sínar innilegustu samúðarkveðjur og bókfærir hagnaðinn. Slík samúðarkveðja er vissulega ódýrasta lausnin á húsnæðisvandanum. En ógeðfelldara gerist það varla. Höfundur er fyrrverandi hitt og þetta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni heimilislausra Geðheilbrigði Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Keld Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Keld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Sjá meira
Annað slagið blöskrar manni mannvonskan í þessum heimi. Nýlega svipti maður sig lífi eftir að hafa verið neitað um inngöngu í gistiskýli á vegum Reykjavíkurborgar. Nú er auðvitað hverjum og einum í sjálfsvald sett að ákveða hvort hann vill lifa lengur eða ekki. Það eru eiginlega einu „mannréttindin“ sem nánast ógerlegt er að taka af fólki. En þetta er sannast sagna bölvað leiðindaúrræði og fæst fólk grípur til þess fyrr en öll sund sýnast lokuð. Gistiskýlin eru á vegum Reykjavíkurborgar en maðurinn var skráður í Hafnarfirði. Nágrannasveitarfélögin hafa gert samninga um að greiða fyrir gistingu fólks sem þar er skráð og því á ekki að þurfa að vísa neinum frá á grundvelli lögheimilis. Hitt er verra, að eftir því sem best verður lesið út úr fréttum var manninum vísað frá að kröfu stjórnvalda í Hafnarfirði. Í fljótu bragði virðist þetta svakalegri mannvonska en svo, að skýringin fái staðist. En viti menn. Heimildin sendi Hafnarfjarðarbæ fyrirspurn um ástæður þess „að bæjarfélagið krefst þess að ákveðnum einstaklingum með lögheimili í bæjarfélaginu skuli vísað frá neyðarskýlum í Reykjavík.“ Í svari embættismanns hjá Hafnarfjarðarbæ segir orðrétt: „... samkvæmt vinnulagi er haft samband við sveitarfélagið ef einstaklingur (sem er með lögheimili í Hafnarfirði) hefur gist í gistiskýlinu í þrjár nætur, sem getur verið vísbending um að einstaklingurinn eigi við húsnæðisvanda að stríða.“ Svarið er auðvitað ámóta loðið og teygjanlegt og gera mátti ráð fyrir. Út af fyrir sig má kannski kalla það skemmtiatriði út af fyrir sig, að þrjár nætur í gististkýli gætu hugsanlega verið vísbending um húsnæðisvanda! Í öðru svari til Heimildarinnar er áréttað að verklagið hafi verið þannig að eftir þriðju nóttina í gistiskýli sé einstaklingum með lögheimili í Hafnarfirði gert að leita sér aðstoðar hjá sínu sveitarfélagi áður en til áframhaldandi gistingar kemur. Þarna verður svarið í rauninni alveg skýrt: Hafnarfjarðarbær er tilbúinn að borga fyrir þrjár nætur í gistiskýli. Komi einhver í fjórða sinn, skal honum hent út. Í þessu tilviki virðist frávísunin hafa gert útslagið. Maðurinn sá enga aðra leið frá hinni algeru útskúfun en að hætta bara að vera til. Hafnarfjarðarbær sendir svo aðstandendum sínar innilegustu samúðarkveðjur og bókfærir hagnaðinn. Slík samúðarkveðja er vissulega ódýrasta lausnin á húsnæðisvandanum. En ógeðfelldara gerist það varla. Höfundur er fyrrverandi hitt og þetta.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Keld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun