Íbúar kvörtuðu og körfurnar voru teknar niður Ólafur Björn Sverrisson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 17. júní 2023 21:38 „Sjaldan hef ég orðið vitni að annarri eins vitleysu,“ segir íbúi í Seljahverfi um þá ákvörðun Reykjavíkurborgar að taka körfuboltakörfur á lóð Seljaskóla niður yfir sumartímann. einar guttormsson Körfuboltakörfur á lóð Seljaskóla í Reykjavík voru teknar niður í dag, á hápunkti sumarsins, vegna kvartana íbúa. Einar Guttormsson, sem býr steinsnar frá skólanum, vakti athygli á þessu á hverfishóp Breiðholts á Facebook. „Þegar ég vaknaði í morgun sá ég að verktakar voru að taka niður körfurnar. Ég spurði þá út í þetta og fékk þau svör að eignaumsýsla Reykjavíkurborgar hefði fyrirskipað þetta.“ Ákvörðunin hefur vakið hörð viðbrögð á hverfishópnum og kveðst einn íbúi hafa leitað til húsvarðar sem hafi skipulagt samtal við formann borgarráðs til að ræða „faglegri lausn á málinu“. Verktakar að störfum í morgun.einar guttormsson Skýtur skökku við Segist Einar ekki hafa orðið var við að krakkar séu að leika sér langt fram eftir kvöldi á vellinum. „Það var fyrir tveimur árum, þá voru unglingar að spila seint og voru með bíla á staðnum og spiluðu tónlist. Það hefur sennilega einhver kvartað yfir því og fengið Reykjavíkurborg til að fjarlægja körfurnar yfir sumartímann, þegjandi og hljóðalaust,“ segir Einar. Langflestir krakkar leiki sér til um klukkan tíu á kvöldin „Ég hef búið hér í tuttugu ár og þegar ég kaupi mér hús hérna gerði ég nú ráð fyrir að það yrði líf hérna í kringum skólann. Þannig þetta aldrei truflað mig.“ Það skjóti skökku við að búið sé að eyða tugmilljónum til að bæta lóðina en á sama tíma séu körfur teknar niður yfir sumartímann. „Svo er verið að berjast fyrir því að koma krökkum út og vera meira aktív í hreyfingu í stað þess að sitja heima í tölvunni,“ segir Einar. „Það er þegar búið að setja hlið þannig að unglingar geta ekki keyrt inn á lóðina og spilað tónlist. Þannig er komið til móts við þá sem eru viðkvæmir fyrir hávaðanum.“ Eins og áður segir hafa borgarfulltrúar fengið vitneskju um málið. Einar vonast því til að körfurnar fái að vera uppi yfir sumarið. Reykjavík Körfubolti Íþróttir barna Skipulag Skóla - og menntamál Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Fleiri fréttir „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum Sjá meira
Einar Guttormsson, sem býr steinsnar frá skólanum, vakti athygli á þessu á hverfishóp Breiðholts á Facebook. „Þegar ég vaknaði í morgun sá ég að verktakar voru að taka niður körfurnar. Ég spurði þá út í þetta og fékk þau svör að eignaumsýsla Reykjavíkurborgar hefði fyrirskipað þetta.“ Ákvörðunin hefur vakið hörð viðbrögð á hverfishópnum og kveðst einn íbúi hafa leitað til húsvarðar sem hafi skipulagt samtal við formann borgarráðs til að ræða „faglegri lausn á málinu“. Verktakar að störfum í morgun.einar guttormsson Skýtur skökku við Segist Einar ekki hafa orðið var við að krakkar séu að leika sér langt fram eftir kvöldi á vellinum. „Það var fyrir tveimur árum, þá voru unglingar að spila seint og voru með bíla á staðnum og spiluðu tónlist. Það hefur sennilega einhver kvartað yfir því og fengið Reykjavíkurborg til að fjarlægja körfurnar yfir sumartímann, þegjandi og hljóðalaust,“ segir Einar. Langflestir krakkar leiki sér til um klukkan tíu á kvöldin „Ég hef búið hér í tuttugu ár og þegar ég kaupi mér hús hérna gerði ég nú ráð fyrir að það yrði líf hérna í kringum skólann. Þannig þetta aldrei truflað mig.“ Það skjóti skökku við að búið sé að eyða tugmilljónum til að bæta lóðina en á sama tíma séu körfur teknar niður yfir sumartímann. „Svo er verið að berjast fyrir því að koma krökkum út og vera meira aktív í hreyfingu í stað þess að sitja heima í tölvunni,“ segir Einar. „Það er þegar búið að setja hlið þannig að unglingar geta ekki keyrt inn á lóðina og spilað tónlist. Þannig er komið til móts við þá sem eru viðkvæmir fyrir hávaðanum.“ Eins og áður segir hafa borgarfulltrúar fengið vitneskju um málið. Einar vonast því til að körfurnar fái að vera uppi yfir sumarið.
Reykjavík Körfubolti Íþróttir barna Skipulag Skóla - og menntamál Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Fleiri fréttir „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum Sjá meira