Alþingi taki hausinn úr sandinum í áfengismálum Bjarki Sigurðsson skrifar 16. júní 2023 10:51 Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekanda. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir Alþingi verða að hætta að stinga höfðinu í sandinn þegar kemur að þróuninni á áfengismarkaði. Taka þurfi áfengislöggjöfina algjörlega í gegn þar sem hún hindri samkeppnishæfi innlendra fyrirtækja. Miklar umbyltingar hafa verið á áfengismarkaði síðustu daga eftir að Costco tilkynnti að verslunin hefði opnað netverslun fyrir áfengi. Það fyrirkomulag er ekki nýtt en í fyrsta sinn er stór verslunarkeðja að bjóða upp á það. Í kjölfar tilkynningar Costco hafa bæði framkvæmdastjórar Hagkaups og Samkaups rætt í fjölmiðlum að þeirra verslanir muni að öllum líkindum einnig hefja sölu áfengis í netverslunum á næstunni. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir að félagið hafi ekki fengið það staðfest að heimilt sé fyrir innlend fyrirtæki að reka netverslun með áfengi. „Það er alveg klárt að fólk má panta sér áfengi frá fyrirtækjum í öðrum aðildarríkjum Evrópska efnahagssvæðisins og fá það sent heim til sín. Það er eitthvað galið út frá bara skynsemi eins og jafnræðissjónarmiðum ef fólk má ekki versla við innlenda aðila með sama hætti,“ segir Ólafur. Hann segir að ekki dugi að laga einn og einn hluta áfengislöggjafarinnar heldur þurfi að endurskoða hana í heild sinni. „Við höfum leyft okkur að spyrja, ætlar Alþingi að halda áfram að loka augunum fyrir þróuninni og hún verður bara einhvern veginn eða vill Alþingi taka löggjöfina til heildar endurskoðunar og reyna að hafa einhver áhrif á þróunina? Setja einhvern skynsamlegan ramma?“ segir Ólafur. „Alþingi getur ekki stungið höfðinu í sandinn og látið eins og það sé ekkert að gerast á þessum markaði.“ Hann segir að haldi þróunin áfram óáreitt séu rekstarforsendur ÁTVR brostnar. Þá séu boð og bönn ekki líkleg til vinsælda. „Við horfum bara á tímann frá því ég var unglingur, Þá hefur áfengisneysla á mann á íslandi stóraukist. Á sama tíma hefur unglingadrykkja minnkað. Við eigum að einbeita okkur að því að takmarka misnotkun á áfengi en ekki takmarka notkunina eins og virðist hafa verið markmiðið,“ segir Ólafur. Áfengi og tóbak Verslun Neytendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Netverslun með áfengi Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Sjá meira
Miklar umbyltingar hafa verið á áfengismarkaði síðustu daga eftir að Costco tilkynnti að verslunin hefði opnað netverslun fyrir áfengi. Það fyrirkomulag er ekki nýtt en í fyrsta sinn er stór verslunarkeðja að bjóða upp á það. Í kjölfar tilkynningar Costco hafa bæði framkvæmdastjórar Hagkaups og Samkaups rætt í fjölmiðlum að þeirra verslanir muni að öllum líkindum einnig hefja sölu áfengis í netverslunum á næstunni. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir að félagið hafi ekki fengið það staðfest að heimilt sé fyrir innlend fyrirtæki að reka netverslun með áfengi. „Það er alveg klárt að fólk má panta sér áfengi frá fyrirtækjum í öðrum aðildarríkjum Evrópska efnahagssvæðisins og fá það sent heim til sín. Það er eitthvað galið út frá bara skynsemi eins og jafnræðissjónarmiðum ef fólk má ekki versla við innlenda aðila með sama hætti,“ segir Ólafur. Hann segir að ekki dugi að laga einn og einn hluta áfengislöggjafarinnar heldur þurfi að endurskoða hana í heild sinni. „Við höfum leyft okkur að spyrja, ætlar Alþingi að halda áfram að loka augunum fyrir þróuninni og hún verður bara einhvern veginn eða vill Alþingi taka löggjöfina til heildar endurskoðunar og reyna að hafa einhver áhrif á þróunina? Setja einhvern skynsamlegan ramma?“ segir Ólafur. „Alþingi getur ekki stungið höfðinu í sandinn og látið eins og það sé ekkert að gerast á þessum markaði.“ Hann segir að haldi þróunin áfram óáreitt séu rekstarforsendur ÁTVR brostnar. Þá séu boð og bönn ekki líkleg til vinsælda. „Við horfum bara á tímann frá því ég var unglingur, Þá hefur áfengisneysla á mann á íslandi stóraukist. Á sama tíma hefur unglingadrykkja minnkað. Við eigum að einbeita okkur að því að takmarka misnotkun á áfengi en ekki takmarka notkunina eins og virðist hafa verið markmiðið,“ segir Ólafur.
Áfengi og tóbak Verslun Neytendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Netverslun með áfengi Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Sjá meira