Alþingi taki hausinn úr sandinum í áfengismálum Bjarki Sigurðsson skrifar 16. júní 2023 10:51 Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekanda. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir Alþingi verða að hætta að stinga höfðinu í sandinn þegar kemur að þróuninni á áfengismarkaði. Taka þurfi áfengislöggjöfina algjörlega í gegn þar sem hún hindri samkeppnishæfi innlendra fyrirtækja. Miklar umbyltingar hafa verið á áfengismarkaði síðustu daga eftir að Costco tilkynnti að verslunin hefði opnað netverslun fyrir áfengi. Það fyrirkomulag er ekki nýtt en í fyrsta sinn er stór verslunarkeðja að bjóða upp á það. Í kjölfar tilkynningar Costco hafa bæði framkvæmdastjórar Hagkaups og Samkaups rætt í fjölmiðlum að þeirra verslanir muni að öllum líkindum einnig hefja sölu áfengis í netverslunum á næstunni. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir að félagið hafi ekki fengið það staðfest að heimilt sé fyrir innlend fyrirtæki að reka netverslun með áfengi. „Það er alveg klárt að fólk má panta sér áfengi frá fyrirtækjum í öðrum aðildarríkjum Evrópska efnahagssvæðisins og fá það sent heim til sín. Það er eitthvað galið út frá bara skynsemi eins og jafnræðissjónarmiðum ef fólk má ekki versla við innlenda aðila með sama hætti,“ segir Ólafur. Hann segir að ekki dugi að laga einn og einn hluta áfengislöggjafarinnar heldur þurfi að endurskoða hana í heild sinni. „Við höfum leyft okkur að spyrja, ætlar Alþingi að halda áfram að loka augunum fyrir þróuninni og hún verður bara einhvern veginn eða vill Alþingi taka löggjöfina til heildar endurskoðunar og reyna að hafa einhver áhrif á þróunina? Setja einhvern skynsamlegan ramma?“ segir Ólafur. „Alþingi getur ekki stungið höfðinu í sandinn og látið eins og það sé ekkert að gerast á þessum markaði.“ Hann segir að haldi þróunin áfram óáreitt séu rekstarforsendur ÁTVR brostnar. Þá séu boð og bönn ekki líkleg til vinsælda. „Við horfum bara á tímann frá því ég var unglingur, Þá hefur áfengisneysla á mann á íslandi stóraukist. Á sama tíma hefur unglingadrykkja minnkað. Við eigum að einbeita okkur að því að takmarka misnotkun á áfengi en ekki takmarka notkunina eins og virðist hafa verið markmiðið,“ segir Ólafur. Áfengi og tóbak Verslun Neytendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Netverslun með áfengi Mest lesið Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Atvinnulíf Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Viðskipti innlent Matvöruverð tekur stökk upp á við Neytendur Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Viðskipti innlent „Þjóðarsport“ að hækka vöruverð í janúar Neytendur Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Viðskipti innlent Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Skipt um mann í brúnni hjá Frumherja Arion banki og Alda hljóta Menntaverðlaun atvinnulífsins Björn Brynjúlfur selur Moodup Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Bein útsending: Menntadagur atvinnulífsins Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Sjá meira
Miklar umbyltingar hafa verið á áfengismarkaði síðustu daga eftir að Costco tilkynnti að verslunin hefði opnað netverslun fyrir áfengi. Það fyrirkomulag er ekki nýtt en í fyrsta sinn er stór verslunarkeðja að bjóða upp á það. Í kjölfar tilkynningar Costco hafa bæði framkvæmdastjórar Hagkaups og Samkaups rætt í fjölmiðlum að þeirra verslanir muni að öllum líkindum einnig hefja sölu áfengis í netverslunum á næstunni. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir að félagið hafi ekki fengið það staðfest að heimilt sé fyrir innlend fyrirtæki að reka netverslun með áfengi. „Það er alveg klárt að fólk má panta sér áfengi frá fyrirtækjum í öðrum aðildarríkjum Evrópska efnahagssvæðisins og fá það sent heim til sín. Það er eitthvað galið út frá bara skynsemi eins og jafnræðissjónarmiðum ef fólk má ekki versla við innlenda aðila með sama hætti,“ segir Ólafur. Hann segir að ekki dugi að laga einn og einn hluta áfengislöggjafarinnar heldur þurfi að endurskoða hana í heild sinni. „Við höfum leyft okkur að spyrja, ætlar Alþingi að halda áfram að loka augunum fyrir þróuninni og hún verður bara einhvern veginn eða vill Alþingi taka löggjöfina til heildar endurskoðunar og reyna að hafa einhver áhrif á þróunina? Setja einhvern skynsamlegan ramma?“ segir Ólafur. „Alþingi getur ekki stungið höfðinu í sandinn og látið eins og það sé ekkert að gerast á þessum markaði.“ Hann segir að haldi þróunin áfram óáreitt séu rekstarforsendur ÁTVR brostnar. Þá séu boð og bönn ekki líkleg til vinsælda. „Við horfum bara á tímann frá því ég var unglingur, Þá hefur áfengisneysla á mann á íslandi stóraukist. Á sama tíma hefur unglingadrykkja minnkað. Við eigum að einbeita okkur að því að takmarka misnotkun á áfengi en ekki takmarka notkunina eins og virðist hafa verið markmiðið,“ segir Ólafur.
Áfengi og tóbak Verslun Neytendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Netverslun með áfengi Mest lesið Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Atvinnulíf Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Viðskipti innlent Matvöruverð tekur stökk upp á við Neytendur Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Viðskipti innlent „Þjóðarsport“ að hækka vöruverð í janúar Neytendur Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Viðskipti innlent Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Skipt um mann í brúnni hjá Frumherja Arion banki og Alda hljóta Menntaverðlaun atvinnulífsins Björn Brynjúlfur selur Moodup Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Bein útsending: Menntadagur atvinnulífsins Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Sjá meira