Fótbolti

Kristian­stad fikrar sig nær Meistara­deildar­sæti

Siggeir Ævarsson skrifar
Elísabet í leik hjá Kristianstad.
Elísabet í leik hjá Kristianstad. Twitter@@_OBOSDamallsv

Lærimeyjar Elísabetar Gunnarsdóttur unnu góðan 3-1 sigur á Vaxjo í sænsku úrvalsdeildinni nú rétt í þessu. Þegar deildin er hálfnuð er Kristianstad í 4. sæti, einu stigi á eftir Pitea, en þrjú efstu sætin veita keppnisrétt í umspili Meistaradeildar Evrópu.

Íslendingarnir í leikmannahópi Kristianstad, þær Hlín Eiríksdóttir og Amanda Andradóttir, léku báðar allar 90. mínútur leiksins en náðu ekki að komast á blað að þessu sinni.

Topplið Hacken styrkti stöðu sína á toppnum með 3-1 sigri á Uppsala og Hammarby, sem situr í 2. sæti deildarinnar vann sömuleiðis sinn leik en þær unnu öruggan 4-1 sigur á liði IF Brommapojkarna sem situr í næst neðsta sæti deildarinnar, í fallsæti með aðeins sex stig eftir 13 umferðir.

Þá tapaði Norrköpping 1-0 gegn Örebro, sem þýðir að liðin eru jöfn að stigum með tíu stig, og aðeins markatalan sem heldur Norrköpping frá fallsæti í bili. Diljá Ýr Zomers, leikmaður Norrköpping, kom ekkert við sögu í leiknum að þessu sinni, en hún hafði spilað í öllum tólf leikjum liðsins fram að þessu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×