Eitt sláturhús á Íslandi gasar svín Kristinn Haukur Guðnason skrifar 14. júní 2023 14:18 Málið hefur vakið mikla hneykslan í Bretlandi enda virðist dauðastríðið taka margar mínútur. Skjáskot/Pignorant Eitt af fjórum svínasláturhúsum á Íslandi notar koltvíoxíð gas til að aflífa svín. Thelma Róbertsdóttir sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun segir þetta samræmast lögum um dýravelferð og Evrópureglugerð. Enn þá sé þetta besta aðferðin til aflífunar svína. „Sláturhúsið stefnir á að hætta með gasdeyfinguna í framtíðinni en eins og er þá er þetta það besta sem er í boði,“ segir Thelma. Ekki er gefið upp hvaða sláturhús notar gasdeyfingu. Húsin hér á landi eru á Selfossi, á Kjalarnesi og tvö á Akureyri. Breska blaðið The Guardian birti nýlega myndband úr falinni myndavél í banaklefa svínasláturhúss þar sem gas var notað. Hefur myndbandið valdið hneykslan í ljósi þess hversu langan tíma aflífunin tók og hversu hrædd dýrin virðast vera. Margra mínútna dauðastríð Myndbandið var tekið í sláturhúsi í bænum Ashton-under-Lyne nálægt Manchester borg í febrúarmánuði árið 2021. Var upptakan gerð fyrir heimildarmynd sem heitir Pignorant. Talið er að 88 prósent allra breskra svína séu aflífuð með þessum hætti. Á bilinu fimm til sex svín eru sett inn í banaklefann og gasinu er skrúfað frá. Aðgerðin tekur nokkrar mínútur og svínin virðast ærast af hræðslu og óþægindum. Gasið sjálft er í raun deyfingin áður en dýrin eru blóðguð en á myndbandinu virðist sem sum séu enn þá með meðvitund þegar þeim er skóflað úr klefanum. Forsvarsmenn viðkomandi sláturhúss, Pilgirm´s Pride, hafa neitað því að svara fyrirspurnum um málið. „Það er ekkert sem bendir til þess að myndbandið sé tekið í okkar húsi, þess vegna væri það óviðeigandi af okkur að bregðast við þessu,“ segir talsmaður. Þrjú sláturhús nota rafmagn Í 21. grein laga um dýravelferð segir: „Dýr skulu aflífuð með skjótum og sársaukalausum hætti og eftir því sem unnt er án þess að önnur dýr verði þess vör. Forðast skal að valda dýrum óþarfa þjáningum eða hræðslu.“ Thelma segir aflífunaraðferð með gasi, eða það er að segja gasdeyfingu fyrir blóðgun, samrýmast lögunum. Einnig Evrópureglugerð um vernd dýra við aflífun þar sem þessi aðferð sé viðurkennd. Ekki er leyfilegt að aflífa dýr án deyfingar hér á landi. Í hinum þremur sláturhúsunum er notuð svokölluð rafdeyfing, það er að rafklemma er sett af höfuð dýrsins sem gerir það samstundis meðvitundarlaust. Að sögn Thelmu er ekki heppilegt að nota pinnabyssu á dýrin. Svín séu hjarðdýr og ekki básum. Því geti verið vandasamt að hitta á réttan stað. Vandasamt verk „Þetta er talin besta aflífunaðferðin fyrir svín,“ segir Thelma um gasdeyfinguna en þetta sé þó vandasamt verk. „Það þarf að vera réttur styrkur á gasinu og tíminn þarf að vera réttur. Svo erum við með dýralækna sem fylgjast með hvort dýrin séu deyfð nógu mikið þegar þau eru blóðguð.“ Fjögur svínasláturhús eru starfrækt á Íslandi. Þrjú nota rafmagn og eitt gas við aflífun.Getty Hægt er að nota ýmsar gastegundir við slátrunina. Hér á Íslandi sé koltvísýringur notaður, rétt eins og í myndbandinu. Styrkurinn megi ekki vera of hár því þá verður gasið mjög ertandi. „Ef þetta er gert á rangan hátt getur þetta verið ertandi og mjög óþægilegt fyrir dýrin,“ segir Thelma. Thelma hefur séð myndbandið og segir það ekki endilega lýsandi fyrir svínaslátrun alls staðar. Hún hafi sjálf verið viðstödd svínaslátrun og séð myndbönd frá öðrum löndum, til dæmis Danmörku og Ástralíu. Það sé mjög misjafnt hvernig að þessu sé staðið. „Við höfum ekki fengið nein frávik frá þessu sláturhúsi eftir að þessi aðferð var tekin upp,“ segir Thelma um íslenska sláturhúsið. Jafn framt að dýralæknar fylgist með aflífun á hverjum degi. Dýr Dýraheilbrigði Svínakjöt Matvælaframleiðsla Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Fleiri fréttir Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Sjá meira
„Sláturhúsið stefnir á að hætta með gasdeyfinguna í framtíðinni en eins og er þá er þetta það besta sem er í boði,“ segir Thelma. Ekki er gefið upp hvaða sláturhús notar gasdeyfingu. Húsin hér á landi eru á Selfossi, á Kjalarnesi og tvö á Akureyri. Breska blaðið The Guardian birti nýlega myndband úr falinni myndavél í banaklefa svínasláturhúss þar sem gas var notað. Hefur myndbandið valdið hneykslan í ljósi þess hversu langan tíma aflífunin tók og hversu hrædd dýrin virðast vera. Margra mínútna dauðastríð Myndbandið var tekið í sláturhúsi í bænum Ashton-under-Lyne nálægt Manchester borg í febrúarmánuði árið 2021. Var upptakan gerð fyrir heimildarmynd sem heitir Pignorant. Talið er að 88 prósent allra breskra svína séu aflífuð með þessum hætti. Á bilinu fimm til sex svín eru sett inn í banaklefann og gasinu er skrúfað frá. Aðgerðin tekur nokkrar mínútur og svínin virðast ærast af hræðslu og óþægindum. Gasið sjálft er í raun deyfingin áður en dýrin eru blóðguð en á myndbandinu virðist sem sum séu enn þá með meðvitund þegar þeim er skóflað úr klefanum. Forsvarsmenn viðkomandi sláturhúss, Pilgirm´s Pride, hafa neitað því að svara fyrirspurnum um málið. „Það er ekkert sem bendir til þess að myndbandið sé tekið í okkar húsi, þess vegna væri það óviðeigandi af okkur að bregðast við þessu,“ segir talsmaður. Þrjú sláturhús nota rafmagn Í 21. grein laga um dýravelferð segir: „Dýr skulu aflífuð með skjótum og sársaukalausum hætti og eftir því sem unnt er án þess að önnur dýr verði þess vör. Forðast skal að valda dýrum óþarfa þjáningum eða hræðslu.“ Thelma segir aflífunaraðferð með gasi, eða það er að segja gasdeyfingu fyrir blóðgun, samrýmast lögunum. Einnig Evrópureglugerð um vernd dýra við aflífun þar sem þessi aðferð sé viðurkennd. Ekki er leyfilegt að aflífa dýr án deyfingar hér á landi. Í hinum þremur sláturhúsunum er notuð svokölluð rafdeyfing, það er að rafklemma er sett af höfuð dýrsins sem gerir það samstundis meðvitundarlaust. Að sögn Thelmu er ekki heppilegt að nota pinnabyssu á dýrin. Svín séu hjarðdýr og ekki básum. Því geti verið vandasamt að hitta á réttan stað. Vandasamt verk „Þetta er talin besta aflífunaðferðin fyrir svín,“ segir Thelma um gasdeyfinguna en þetta sé þó vandasamt verk. „Það þarf að vera réttur styrkur á gasinu og tíminn þarf að vera réttur. Svo erum við með dýralækna sem fylgjast með hvort dýrin séu deyfð nógu mikið þegar þau eru blóðguð.“ Fjögur svínasláturhús eru starfrækt á Íslandi. Þrjú nota rafmagn og eitt gas við aflífun.Getty Hægt er að nota ýmsar gastegundir við slátrunina. Hér á Íslandi sé koltvísýringur notaður, rétt eins og í myndbandinu. Styrkurinn megi ekki vera of hár því þá verður gasið mjög ertandi. „Ef þetta er gert á rangan hátt getur þetta verið ertandi og mjög óþægilegt fyrir dýrin,“ segir Thelma. Thelma hefur séð myndbandið og segir það ekki endilega lýsandi fyrir svínaslátrun alls staðar. Hún hafi sjálf verið viðstödd svínaslátrun og séð myndbönd frá öðrum löndum, til dæmis Danmörku og Ástralíu. Það sé mjög misjafnt hvernig að þessu sé staðið. „Við höfum ekki fengið nein frávik frá þessu sláturhúsi eftir að þessi aðferð var tekin upp,“ segir Thelma um íslenska sláturhúsið. Jafn framt að dýralæknar fylgist með aflífun á hverjum degi.
Dýr Dýraheilbrigði Svínakjöt Matvælaframleiðsla Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Fleiri fréttir Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Sjá meira