Maður sem hljóp inn á völlinn kom í veg fyrir sæti í efstu deild Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. júní 2023 12:01 Lucas Buades lenti illa í því þegar stuðningsmaður Bordeaux hljóp inn á völlinn. Vísir/Getty Franska knattspyrnuliðið Bordeaux missir af sæti í efstu deild eftir að stuðningsmaður liðsins hljóp inn á völlinn og hrinti markaskorara andstæðinga þeirra. Bordeaux tók á móti Rodez í lokaumferð frönsku B-deildarinnar þann 2. júní síðastliðinn. Bordeaux var í harðri baráttu við Metz um 2. sæti deildarinnar sem gefur sæti í efstu deild. Liðið þurfti að ná betri úrslitum úr leik sínum gegn Rodez en Metz gegn SC Bastia til að tryggja sér sæti í efstu deild. Á sama tíma þurfti Rodez á sigri að halda til að tryggja áframhaldandi veru í B-deildinni. Það voru gestirnir í Rodez sem tóku forystuna þegar Lucas Buades kom boltanum í netið á 22. mínútu leiksins. Eins og gefur að skilja tóku stuðningsmenn Bordeaux ekki sérlega vel í það og einhverjir virðast hafa gengið of langt í reiði sinni. Einn stuðningsmanna Bordeaux hljóp inn á völlinn og hrinti markasoraranum til jarðar. Buades var í kjölfarið borinn af velli á sjúkrabörum og dómari leiksins flautaði leikinn af og bar fyrir sig að leikmaðurinn hafi fengið heilahristing við árásina. Bordeaux have been denied promotion after a loss was awarded for this pitch invasion ❌The June 2 game was abandoned when Rodez scorer Lucas Buades was pushed over!The penalty means Bordeaux finish third, while Rodez avoid relegation.🎥: Stadito / TikTok#OptusSport pic.twitter.com/89S7yimY3i— Optus Sport (@OptusSport) June 13, 2023 Franska knattspyrnusambandið hefur nú ákveðið að dæma Rodez 1-0 sigur í leiknum og liðið heldur því sæti sínu í B-deildinni á kostnað FC Annecy sem fellur í C-deildina. Það sem meira er, Bordeaux missir af sæti í frönsku úrvalsdeildinni og stig verður dregið af þeim fyrir næsta tímabil. Þá þarf félagið einnig að loka hluta stúkunnar á velli sínum í næstu fjórum leikjum. Forráðamenn Bordeaux hafa þó sagst ætla að áfrýja ákvörðuninni til frönsku Ólympíunefndarinnar. Franski boltinn Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Fleiri fréttir Nýorðinn fimmtán með þrennu fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Í beinni: Barcelona - Celta | Skrefi nær titlinum? Í beinni: Everton - Man. City | Mega varla misstíga sig Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Sjá meira
Bordeaux tók á móti Rodez í lokaumferð frönsku B-deildarinnar þann 2. júní síðastliðinn. Bordeaux var í harðri baráttu við Metz um 2. sæti deildarinnar sem gefur sæti í efstu deild. Liðið þurfti að ná betri úrslitum úr leik sínum gegn Rodez en Metz gegn SC Bastia til að tryggja sér sæti í efstu deild. Á sama tíma þurfti Rodez á sigri að halda til að tryggja áframhaldandi veru í B-deildinni. Það voru gestirnir í Rodez sem tóku forystuna þegar Lucas Buades kom boltanum í netið á 22. mínútu leiksins. Eins og gefur að skilja tóku stuðningsmenn Bordeaux ekki sérlega vel í það og einhverjir virðast hafa gengið of langt í reiði sinni. Einn stuðningsmanna Bordeaux hljóp inn á völlinn og hrinti markasoraranum til jarðar. Buades var í kjölfarið borinn af velli á sjúkrabörum og dómari leiksins flautaði leikinn af og bar fyrir sig að leikmaðurinn hafi fengið heilahristing við árásina. Bordeaux have been denied promotion after a loss was awarded for this pitch invasion ❌The June 2 game was abandoned when Rodez scorer Lucas Buades was pushed over!The penalty means Bordeaux finish third, while Rodez avoid relegation.🎥: Stadito / TikTok#OptusSport pic.twitter.com/89S7yimY3i— Optus Sport (@OptusSport) June 13, 2023 Franska knattspyrnusambandið hefur nú ákveðið að dæma Rodez 1-0 sigur í leiknum og liðið heldur því sæti sínu í B-deildinni á kostnað FC Annecy sem fellur í C-deildina. Það sem meira er, Bordeaux missir af sæti í frönsku úrvalsdeildinni og stig verður dregið af þeim fyrir næsta tímabil. Þá þarf félagið einnig að loka hluta stúkunnar á velli sínum í næstu fjórum leikjum. Forráðamenn Bordeaux hafa þó sagst ætla að áfrýja ákvörðuninni til frönsku Ólympíunefndarinnar.
Franski boltinn Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Fleiri fréttir Nýorðinn fimmtán með þrennu fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Í beinni: Barcelona - Celta | Skrefi nær titlinum? Í beinni: Everton - Man. City | Mega varla misstíga sig Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Sjá meira