Ægifegurð hvalsins Ragnheiður Harpa Leifsdóttir skrifar 13. júní 2023 11:01 Í yfirgefnum firði fyrir vestan hruflast slétt yfirborð sjávarins og hvalur skýst upp úr vatninu. Okkur bregður. Svo skyndilega erum við minnt á smæð okkar. Undrun skolast yfir eins og alda. Í andartak er erum við kippt úr hversdeginum: hafragrautnum, reikningunum, bílaviðgerðinni. Í augnablik erum við agnarsmáar manneskjur með brjóstið barmafullt af fegurð. Karim Iliya - Kogia.org Í sumar stendur til að drepa tvö hundruð hvali. Um ævina kolefnisbindur hvalur á við skóg. Að drepa tvö hundruð hvali mætti því sjá eins og að útrýma stórum hluta skóglendis Íslands. Hvernig getur einn maður (sem kemst fyrir í hjarta hvals) fengið leyfi til að skjóta og drepa tvö hundruð hvali í sumar með ömurlegum og ofbeldisfullum aðferðum þvert á móti vilja þjóðarinnar? Í dag lifa þessir tvö hundruð hvalir enn, og nema stjórnvöld afturkalli leyfið til að skjóta þá, munu þeir óhjákvæmilega líða kvalafullan, langdreginn dauðdaga. Hvalur hf. mun engu skeyta um hvort hvalkú er með mjólkandi kálf sér við hlið, eða ef hún er ólétt. Þá verður fóstrið skorið úr maga hennar á höfninni í Hvalfirði og drepið. Hvalirnir verða skotnir með úrsérgengnum búnaði og sumir eiga eftir að berjast fyrir lífi sínu klukkutímum saman. Karim Iliya - Kogia.org Þegar eftirspurnin eftir kjötinu er enginn, arður fyrirtækisins á sölu hvalkjöti nær ekki til, mengun sem stafar af starfsstöð fyrirtækis sýnilega í höfninni og hundruð þúsundir manna eru á móti þessu - hvernig líðum við þetta? Hvernig látum eftir vilja eins manns þegar í samfélagi okkar eru óteljandi sterkir einstaklingar, öll með mikilvæga rödd. Hvalir eru hljóðlátir risar sjávarins. Þeir eru nauðsynlegur hluti vistkerfis sjávar og stuðla að heilbrigðu lífkerfi í sjónum, og þeir eru í útrýmingarhættu á heimsvísu. Söngur þeirra getur ferðast um 16.000 km, en það er vegalengdin frá Íslandi til Kambódíu. Karim Iliya - Kogia.org Alþjóðasamfélagið horfir. Það fylgist með og það dæmir. Nú er mikilvægt að við spyrnum á móti. Fyrir hvalina tvö hundruð sem munu annars láta lífið í sumar. Fyrir náttúruna, sjávarlífríkið við eyjuna okkar, fyrir börnin okkar sem munu erfa landið og læra söguna. Þau munu horfa tilbaka gagnrýnum augum á okkur, hvernig við tókumst við á loftslagsvánnisem blasir við. Árið er 2023 og látum það vera árið sem hvalveiðar heyra sögunni til. Hvalveiðar hafa ekkert með menningararf okkar að gera. Við viljum ekki að það séu stundaðar hvalveiðar í okkar nafni. Það sem við viljum er að fagna hvölunum. Jafnmargir ferðamenn fara í hvalaskoðun á sumri og byggja landið. Án þess að gera annað en að vera til bjóða hvalir manneskjunni að skynja smæð sína og ægifegurðina allt um lykjandi. Náttúra landsins okkar á sér enga hliðstæðu, rétt eins og hvalirnir sem synda um höfin. Stöndum vörð um þá. Bönnum hvalveiðar. Skrifum undir hér: https://stoppumhvalveidar.is/ Höfundur er skáld. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Hvalir Mest lesið Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson Skoðun Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í yfirgefnum firði fyrir vestan hruflast slétt yfirborð sjávarins og hvalur skýst upp úr vatninu. Okkur bregður. Svo skyndilega erum við minnt á smæð okkar. Undrun skolast yfir eins og alda. Í andartak er erum við kippt úr hversdeginum: hafragrautnum, reikningunum, bílaviðgerðinni. Í augnablik erum við agnarsmáar manneskjur með brjóstið barmafullt af fegurð. Karim Iliya - Kogia.org Í sumar stendur til að drepa tvö hundruð hvali. Um ævina kolefnisbindur hvalur á við skóg. Að drepa tvö hundruð hvali mætti því sjá eins og að útrýma stórum hluta skóglendis Íslands. Hvernig getur einn maður (sem kemst fyrir í hjarta hvals) fengið leyfi til að skjóta og drepa tvö hundruð hvali í sumar með ömurlegum og ofbeldisfullum aðferðum þvert á móti vilja þjóðarinnar? Í dag lifa þessir tvö hundruð hvalir enn, og nema stjórnvöld afturkalli leyfið til að skjóta þá, munu þeir óhjákvæmilega líða kvalafullan, langdreginn dauðdaga. Hvalur hf. mun engu skeyta um hvort hvalkú er með mjólkandi kálf sér við hlið, eða ef hún er ólétt. Þá verður fóstrið skorið úr maga hennar á höfninni í Hvalfirði og drepið. Hvalirnir verða skotnir með úrsérgengnum búnaði og sumir eiga eftir að berjast fyrir lífi sínu klukkutímum saman. Karim Iliya - Kogia.org Þegar eftirspurnin eftir kjötinu er enginn, arður fyrirtækisins á sölu hvalkjöti nær ekki til, mengun sem stafar af starfsstöð fyrirtækis sýnilega í höfninni og hundruð þúsundir manna eru á móti þessu - hvernig líðum við þetta? Hvernig látum eftir vilja eins manns þegar í samfélagi okkar eru óteljandi sterkir einstaklingar, öll með mikilvæga rödd. Hvalir eru hljóðlátir risar sjávarins. Þeir eru nauðsynlegur hluti vistkerfis sjávar og stuðla að heilbrigðu lífkerfi í sjónum, og þeir eru í útrýmingarhættu á heimsvísu. Söngur þeirra getur ferðast um 16.000 km, en það er vegalengdin frá Íslandi til Kambódíu. Karim Iliya - Kogia.org Alþjóðasamfélagið horfir. Það fylgist með og það dæmir. Nú er mikilvægt að við spyrnum á móti. Fyrir hvalina tvö hundruð sem munu annars láta lífið í sumar. Fyrir náttúruna, sjávarlífríkið við eyjuna okkar, fyrir börnin okkar sem munu erfa landið og læra söguna. Þau munu horfa tilbaka gagnrýnum augum á okkur, hvernig við tókumst við á loftslagsvánnisem blasir við. Árið er 2023 og látum það vera árið sem hvalveiðar heyra sögunni til. Hvalveiðar hafa ekkert með menningararf okkar að gera. Við viljum ekki að það séu stundaðar hvalveiðar í okkar nafni. Það sem við viljum er að fagna hvölunum. Jafnmargir ferðamenn fara í hvalaskoðun á sumri og byggja landið. Án þess að gera annað en að vera til bjóða hvalir manneskjunni að skynja smæð sína og ægifegurðina allt um lykjandi. Náttúra landsins okkar á sér enga hliðstæðu, rétt eins og hvalirnir sem synda um höfin. Stöndum vörð um þá. Bönnum hvalveiðar. Skrifum undir hér: https://stoppumhvalveidar.is/ Höfundur er skáld.
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun