Eigendaskipti á Bankastræti Club Árni Sæberg og Ólafur Björn Sverrisson skrifa 13. júní 2023 13:39 Sverrir Einar stendur að baki kaupum á skemmtistaðnum Bankastræti club. Birgitta Líf hóf reksturinn í júlí árið 2021. samsett Sverrir Einar Eiríksson, sem um þessar mundir er helst kenndur við Nýju vínbúðina, er nýr eigandi skemmtistaðarins Bankastræti club. Birgitta Líf Björnsdóttir er ekki lengur í eigendahópi staðarins. Sverrir Einar staðfestir þetta í stuttu samtali við Vísi. Birgitta Líf staðfestir sömuleiðis að hún er ekki lengur á meðal eigenda en vildi ekki tjá sig nánar um eigendaskiptin að svo stöddu. Sverrir segist standa einn að kaupum á staðnum og að ætlunin sé að „gera eitthvað skemmtilegt.“ Að öðru leyti sagði hann hlutina myndu skýrast og von væri á tilkynningu vegna eigendaskiptanna. Bankastræti club var stofnaður í júlí árið 2021 af Birgittu Líf, áhrifavaldi og World Class-erfingja. Staðurinn var reistur á rústum gamalgróna skemmtistaðarins B5, sem lengi var rekinn í sama húsi, að Bankastræti 5 í Reykjavík. Á sínum tíma sagði Birgitta að uppleggið hafi verið að opna skemmtistað sem væri nokkuð frábrugðinn þeim sem fyrir voru í miðbænum. „Mig langaði að auka fjölbreytnina hérna í miðbænum. Ég hef farið á nokkra staði úti í Miami og LA og mig langaði að fanga þá stemningu,“ sagði Birgitta Líf Björnsdóttir, eigandi Bankastræti Club, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Sverrir Einar á nokkuð skrautlega viðskiptasögu að baki og er nýjasta verkefni hans Nýja vínbúðin, netverslun fyrir áfengi. Talsvert hefur verið fjallað um Sverri í fjölmiðlum undanfarin ár, vegna meiðyrðamáls hans, ólöglegra auglýsinga og gjaldþrots starfsmannaleigu. Þá var hann í apríl á síðasta ári dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir skattsvik í tengslum við rekstur þriggja einkahlutafélaga. Skemmtistaðurinn sem Sverrir kaupir nú hefur verið mikið til umfjöllunar fjölmiðla vegna alvarlegrar hnífsstunguárásar sem varð í nóvember á síðasta ári. Hátt á þriðja tug karlmanna hlupu grímuklddir inn á staðinn og réðust þar gegn þremur mönnum. Aðalmeðferð í málinu verður haldin í veislusal Gullhamra vegna fjölda sakborninga. Birgitta Líf vildi ekki tjá sig um áhrif árásarinnar á rekstur staðarins en kveðst munu gera hlutina upp í raunveruleikaþætti hennar og fleiri áhrifavalda, LXS. Næturlíf Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Þingfesta ákæru gegn 25 mönnum vegna árásarinnar á Bankastræti Club Ákæra á hendur 25 karlmönnum á aldrinum átján til 36 ára vegna árásarinnar á skemmtistaðnum Bankastræti Club í nóvember verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Nítján ára karlmaður er ákærður fyrir tilraun til manndráps og tíu félagar hans fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. 21. mars 2023 08:51 Birgitta þakklát viðbragðsaðilum Birgitta Líf Björnsdóttir, eigandi Bankastræti Club, segist þakklát fyrir viðbrögð þeirra sem komu að því að leysa atburðarás sem varð á skemmtistaðnum seint í gærkvöldi. Hún þakkar Guði að ekki fór verr. 18. nóvember 2022 08:53 Sjáðu stemninguna á opnunarkvöldi Bankastræti Club Nýr klúbbur verður opnaður í kvöld, eins og hefur kannski ekki farið fram hjá mörgum, þar sem hinn vinsæli B5 var áður til húsa. Klúbburinn, Bankastræti Club, er nokkuð ólíkur öðrum skemmtistöðum miðbæjarins. 2. júlí 2021 20:41 Mest lesið Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Sverrir Einar staðfestir þetta í stuttu samtali við Vísi. Birgitta Líf staðfestir sömuleiðis að hún er ekki lengur á meðal eigenda en vildi ekki tjá sig nánar um eigendaskiptin að svo stöddu. Sverrir segist standa einn að kaupum á staðnum og að ætlunin sé að „gera eitthvað skemmtilegt.“ Að öðru leyti sagði hann hlutina myndu skýrast og von væri á tilkynningu vegna eigendaskiptanna. Bankastræti club var stofnaður í júlí árið 2021 af Birgittu Líf, áhrifavaldi og World Class-erfingja. Staðurinn var reistur á rústum gamalgróna skemmtistaðarins B5, sem lengi var rekinn í sama húsi, að Bankastræti 5 í Reykjavík. Á sínum tíma sagði Birgitta að uppleggið hafi verið að opna skemmtistað sem væri nokkuð frábrugðinn þeim sem fyrir voru í miðbænum. „Mig langaði að auka fjölbreytnina hérna í miðbænum. Ég hef farið á nokkra staði úti í Miami og LA og mig langaði að fanga þá stemningu,“ sagði Birgitta Líf Björnsdóttir, eigandi Bankastræti Club, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Sverrir Einar á nokkuð skrautlega viðskiptasögu að baki og er nýjasta verkefni hans Nýja vínbúðin, netverslun fyrir áfengi. Talsvert hefur verið fjallað um Sverri í fjölmiðlum undanfarin ár, vegna meiðyrðamáls hans, ólöglegra auglýsinga og gjaldþrots starfsmannaleigu. Þá var hann í apríl á síðasta ári dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir skattsvik í tengslum við rekstur þriggja einkahlutafélaga. Skemmtistaðurinn sem Sverrir kaupir nú hefur verið mikið til umfjöllunar fjölmiðla vegna alvarlegrar hnífsstunguárásar sem varð í nóvember á síðasta ári. Hátt á þriðja tug karlmanna hlupu grímuklddir inn á staðinn og réðust þar gegn þremur mönnum. Aðalmeðferð í málinu verður haldin í veislusal Gullhamra vegna fjölda sakborninga. Birgitta Líf vildi ekki tjá sig um áhrif árásarinnar á rekstur staðarins en kveðst munu gera hlutina upp í raunveruleikaþætti hennar og fleiri áhrifavalda, LXS.
Næturlíf Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Þingfesta ákæru gegn 25 mönnum vegna árásarinnar á Bankastræti Club Ákæra á hendur 25 karlmönnum á aldrinum átján til 36 ára vegna árásarinnar á skemmtistaðnum Bankastræti Club í nóvember verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Nítján ára karlmaður er ákærður fyrir tilraun til manndráps og tíu félagar hans fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. 21. mars 2023 08:51 Birgitta þakklát viðbragðsaðilum Birgitta Líf Björnsdóttir, eigandi Bankastræti Club, segist þakklát fyrir viðbrögð þeirra sem komu að því að leysa atburðarás sem varð á skemmtistaðnum seint í gærkvöldi. Hún þakkar Guði að ekki fór verr. 18. nóvember 2022 08:53 Sjáðu stemninguna á opnunarkvöldi Bankastræti Club Nýr klúbbur verður opnaður í kvöld, eins og hefur kannski ekki farið fram hjá mörgum, þar sem hinn vinsæli B5 var áður til húsa. Klúbburinn, Bankastræti Club, er nokkuð ólíkur öðrum skemmtistöðum miðbæjarins. 2. júlí 2021 20:41 Mest lesið Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Þingfesta ákæru gegn 25 mönnum vegna árásarinnar á Bankastræti Club Ákæra á hendur 25 karlmönnum á aldrinum átján til 36 ára vegna árásarinnar á skemmtistaðnum Bankastræti Club í nóvember verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Nítján ára karlmaður er ákærður fyrir tilraun til manndráps og tíu félagar hans fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. 21. mars 2023 08:51
Birgitta þakklát viðbragðsaðilum Birgitta Líf Björnsdóttir, eigandi Bankastræti Club, segist þakklát fyrir viðbrögð þeirra sem komu að því að leysa atburðarás sem varð á skemmtistaðnum seint í gærkvöldi. Hún þakkar Guði að ekki fór verr. 18. nóvember 2022 08:53
Sjáðu stemninguna á opnunarkvöldi Bankastræti Club Nýr klúbbur verður opnaður í kvöld, eins og hefur kannski ekki farið fram hjá mörgum, þar sem hinn vinsæli B5 var áður til húsa. Klúbburinn, Bankastræti Club, er nokkuð ólíkur öðrum skemmtistöðum miðbæjarins. 2. júlí 2021 20:41