Brúðhjón og fyrirtæki flykkjast til útlanda Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 12. júní 2023 22:01 Ásdís Gunnarsdóttir, kjólameistari og eigandi Loforðs. stöð 2/arnar Brúðarkjólameistari finnur fyrir því að fleiri en áður kjósi að halda brúðkaup erlendis og segir það geta verið ódýrara en að halda veisluna hér á landi. Þá virðist lítið hafa dregið úr árshátíðarferðum fyrirtækja til útlanda þrátt fyrir verðbólgu. Á meðan seðlabankastjóri svitnaði yfir tásumyndum á Tenerife í vetur virðast starfsmannafélög fyrirtækja hafa staðið í ströngu við að skipuleggja árshatíðarferðir til útlanda. Slíkar ferðir eru alþekktar og virðist ekkert hafa dregið úr þeim þrátt fyrir verðbólgu. Til að mynda fór Þjóðleikhúsið til Barcelona, Skatturinn til Möltu, Síldarvinnslan til Gdansk, Kviku banki til Króatíu, Verkís til Króatíu. Sjóvá og Vís til Haag og Ríkiskaup til Rómar. Vorið og sumarið er einnig tími brúðkaupa en eigandi brúðarverkstæðisins Loforðs segir brjálað að gera. Allur gangur sé á því hvar fólk gifti sig en sjálf finnur hún fyrir því að fleiri en áður kjósi að halda brúðkaup í útlöndum. Ódýrara? Hvers vegna heldur þú að svo sé? „Ég held að það séu nokkrar ástæður en ég hef heyrt frá einhverjum að það sé ódýrara því þú kaupir þetta í pakkavís sem líka einfaldar þér rosalega mikið, þannig þú þarft ekki að gera neitt sjálfur og allt tilbúið út frá þema sem þú velur,“ segir Ásdís Gunnarsdóttir, kjólameistari og eigandi Loforðs. Þá spili sól og gott veður stóran þátt í þeirri ákvörðun að halda brúðkaup erlendis. Heldur þú að þetta sé að einhverju leyti tískubylgja? „Ég veit það ekki. Ég held kannski frekar að Íslendingar geri meira úr brúðkaupum núna. Áður gerðum við svolítið lítið úr þessu og þetta átti aldrei að vera neitt of stórt en núna erum við kannski að leyfa okkur meira og ég held að það fylgi þessu.“ Brúðkaup Tímamót Fjármál heimilisins Efnahagsmál Íslendingar erlendis Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Sjá meira
Á meðan seðlabankastjóri svitnaði yfir tásumyndum á Tenerife í vetur virðast starfsmannafélög fyrirtækja hafa staðið í ströngu við að skipuleggja árshatíðarferðir til útlanda. Slíkar ferðir eru alþekktar og virðist ekkert hafa dregið úr þeim þrátt fyrir verðbólgu. Til að mynda fór Þjóðleikhúsið til Barcelona, Skatturinn til Möltu, Síldarvinnslan til Gdansk, Kviku banki til Króatíu, Verkís til Króatíu. Sjóvá og Vís til Haag og Ríkiskaup til Rómar. Vorið og sumarið er einnig tími brúðkaupa en eigandi brúðarverkstæðisins Loforðs segir brjálað að gera. Allur gangur sé á því hvar fólk gifti sig en sjálf finnur hún fyrir því að fleiri en áður kjósi að halda brúðkaup í útlöndum. Ódýrara? Hvers vegna heldur þú að svo sé? „Ég held að það séu nokkrar ástæður en ég hef heyrt frá einhverjum að það sé ódýrara því þú kaupir þetta í pakkavís sem líka einfaldar þér rosalega mikið, þannig þú þarft ekki að gera neitt sjálfur og allt tilbúið út frá þema sem þú velur,“ segir Ásdís Gunnarsdóttir, kjólameistari og eigandi Loforðs. Þá spili sól og gott veður stóran þátt í þeirri ákvörðun að halda brúðkaup erlendis. Heldur þú að þetta sé að einhverju leyti tískubylgja? „Ég veit það ekki. Ég held kannski frekar að Íslendingar geri meira úr brúðkaupum núna. Áður gerðum við svolítið lítið úr þessu og þetta átti aldrei að vera neitt of stórt en núna erum við kannski að leyfa okkur meira og ég held að það fylgi þessu.“
Brúðkaup Tímamót Fjármál heimilisins Efnahagsmál Íslendingar erlendis Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Sjá meira