Segir þunglyndi og offitu meiri á Íslandi en víðast hvar Jakob Bjarnar skrifar 12. júní 2023 11:46 Þorbjörg Hafsteinsdóttir segist hafa orðið sykurfíkn að bráð barnung. Og hún sé enn að eiga við þá fíkn. stöð2 Hjúkrunarfræðingurinn og næringarþerapistinn Þorbjörg Hafsteinsdóttir telur ekki ólíklegt að Íslendingar séu sólgnari í sykur en aðrar þjóðir. Þorbjörg er í ítarlegu viðtali í hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar og var víða komið við sögu í þeirra samtali. Þorbjörg, sem er uppkomið barn alkóhólista segir meðal annars áberandi mikla drykkju og svo samfara því meðvirkni sem hafi dregið sig í gegnum kynslóðirnar á Íslandi. Þetta telur hún eiga sinn þátt í að meira þunglyndi sem og offita greinist á Íslandi en í nágrannalöndunum. Þá segist hún hafa verið orðin sykurfíkill sem lítið barn. Óstjórnanleg löngun í sykur „Ég fór í raun að læra hjúkrunarfræði vitandi það að mig langaði að starfa við næringu og heilsu, en á þessum tíma fannst mér hjúkrunarfræðinámið gefa mér meiri vigt og einnig undirbúa mig. En ég fann fljótt að það voru hlutir í náminu sem voru aðeins úr takti við aðra hluti sem ég var að lesa um og prófa á sjálfri mér.“ Þorbjörg segist hafa gert tilraunir á sjálfri sér þegar hún var komin í vandræði með heilsu sína. „Ekki síst vegna mikillar sykurfíknar sem ég var að glíma við. Ég er í raun búin að vera með sykurfíkn allt mitt líf og er enn með hana. Þessi óstjórnlega löngun til að nota sykur til að breyta ástandinu í mjög stuttan tíma var eitthvað sem ég fann frá því að ég var lítið barn. Þetta er náttúrulega algjört bull og setur líkamann í mikið ójafnvægi.“ Þorbjörg telur þessa miklu sykurfíkn sína hljóta að vera genetíska jafnt sem áunna. „Ég er uppkomið barn alkahólista og held að það sé bein tenging þaðan yfir í sykurfíknina mína. Það er mikil fíkn í fjölskyldunni og meðvirkni og ég fann þessa fíkn í sykur alveg síðan ég var ekki nema þriggja til fjögurra ára gömul” segir Þorbjörg, sem fann mikinn mun á allri líðan sinni þegar hún fór að setja hana í samhengi við mataræði sitt. „Það breyttist mikið hjá mér í kringum tvítugt þegar ég flutti til Danmerkur og fór að gera breytingar á mataræðinu. Ég hafði verið með stanslausa heilaþoku og svo varð ég líka hálfinnhverf og dró mig mikið til baka. Það breyttist hratt þegar ég fór að draga úr sykrinum og borða almennt hreinni mat.“ Fíkn meiri á Íslandi en gerist og gengur Þegar Þorbjörg áttaði sig á miklum árangri sem breytt mataræði hafði á hana sjálfa ákvað hún að þetta væri nokkuð sem vert væri að boða og leggja fyrir sig. „Að aðstoða annað fólk við að bæta líðan sína og líkamsstarfsemi í gegnum matarræði og lífsstílsbreytingar. Á þessum tíma var erfiðara en núna að sækja upplýsingar, af því að það var ekkert net eða „google“ til að fletta upp í. En þó að það væru ekki endilega sjálfsögð sannindi á þessum tíma þurfti ég engar staðfestingar á því hvað matarræði hefur gríðarleg áhrif á orku og líðan eftir að ég fór að prófa það á sjálfri mér.” Þorbjörg hefur í gegnum tíðina gefið út bækur um heilsu sem hafa náð talsverðum vinsældum á Íslandi sem erlendis. Hún fór snemma að boða atriði sem á þeim tíma voru á skjön við það sem oftast taldist rétt. „Þegar ég var að byrja að skrifa bækur og boða mínar hugmyndir voru nánast öll manneldismarkmið og ráðleggingar að fólk ætti að sneiða hjá fitu og borða mikið af kolvetnum. En ég var svolítið á undan minni samtíð með að ræða sambland af ketó og lágkolvetna-matarræði til þess að bæta orku og almenna líðan yfir daginn.“ Þorbjörg segist skilja betur en flestir að það geti reynst fólki ofviða að miklu í einu þegar kemur að matarræði. „Sérstaklega ef fólk hefur verið lengi í óheilbrigðu sambandi við mat. En þegar fólk gerir ákveðnar breytingar byrjar það að finna allt aðra líðan og þá verður miklu auðveldara að halda áfram. Það er mjög erfitt að taka réttar ákvarðanir ef heilinn er baðaður í sykri og líkamskerfið er uppfullt af bólgum.“ Þorbjörg er ekki frá því að Íslendingar almennt glími jafnvel meira við fíkn en margar aðrar þjóðir. „Já, eftir öll þessi ár sem ég hef unnið við næringarráðgjöf og heilsu er ég ekki frá því að sykurfíkn sé meiri á Íslandi en víða annars staðar.“ Telur mikla drykkju á Íslandi orsakavald Þorbjörg er búsett í Danmörku og telur stöðuna í þeim efnum betri en á Íslandi. „Sykur- og matarfíkn er mjög oft tilfinningatengd og Íslendingar koma úr mjög hörðum aðstæðum þar sem kynslóðirnar á undan drukku mikið. Það var áberandi mikil drykkja hjá kynslóðinni á undan mér sem bjó í mörgum tilvikum til mikla meðvirkni og fleiri fíknivandamál hjá börnum þeirra sem glímdu við alkohólisma.“ Þorbjörg tekur það fram að hún vill ekki undir nokkrum kringumstæðum ýta undir skömm varðandi þessi atriði sem oft eru hlaðin tilfinningum. „En mér virðist bæði þunglyndi og offita vera meiri á Íslandi en í nágrannalöndunum. Tölurnar tala sínu máli, bæði notkun þunglyndis- og kvíðalyfja og tölur um ofþyngd og offitu. Ég er ekki frá því að harðar aðstæður og þessi mikla drykkja sem hafði áhrif á uppeldi spili hlut í því. Það er líklega mikil streita í genunum okkar sem ýtir undir þessar fíkn tilhneigingar og setur taugakerfið okkar í meira „fight or flight“ ástand. En sem betur fer erum við alltaf að verða meðvitaðri og meðvitaðri um áföll, streitu, meðvirkni og fleiri hluti.“ Þorbjörg segir að smám saman séum við að ala upp kynslóðir sem fá annars konar uppeldi og upplýsingarnar eru orðnar miklu meiri og betri. Samfélagsmiðlar Heilsa Matur Lyf Geðheilbrigði Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Þorbjörg er í ítarlegu viðtali í hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar og var víða komið við sögu í þeirra samtali. Þorbjörg, sem er uppkomið barn alkóhólista segir meðal annars áberandi mikla drykkju og svo samfara því meðvirkni sem hafi dregið sig í gegnum kynslóðirnar á Íslandi. Þetta telur hún eiga sinn þátt í að meira þunglyndi sem og offita greinist á Íslandi en í nágrannalöndunum. Þá segist hún hafa verið orðin sykurfíkill sem lítið barn. Óstjórnanleg löngun í sykur „Ég fór í raun að læra hjúkrunarfræði vitandi það að mig langaði að starfa við næringu og heilsu, en á þessum tíma fannst mér hjúkrunarfræðinámið gefa mér meiri vigt og einnig undirbúa mig. En ég fann fljótt að það voru hlutir í náminu sem voru aðeins úr takti við aðra hluti sem ég var að lesa um og prófa á sjálfri mér.“ Þorbjörg segist hafa gert tilraunir á sjálfri sér þegar hún var komin í vandræði með heilsu sína. „Ekki síst vegna mikillar sykurfíknar sem ég var að glíma við. Ég er í raun búin að vera með sykurfíkn allt mitt líf og er enn með hana. Þessi óstjórnlega löngun til að nota sykur til að breyta ástandinu í mjög stuttan tíma var eitthvað sem ég fann frá því að ég var lítið barn. Þetta er náttúrulega algjört bull og setur líkamann í mikið ójafnvægi.“ Þorbjörg telur þessa miklu sykurfíkn sína hljóta að vera genetíska jafnt sem áunna. „Ég er uppkomið barn alkahólista og held að það sé bein tenging þaðan yfir í sykurfíknina mína. Það er mikil fíkn í fjölskyldunni og meðvirkni og ég fann þessa fíkn í sykur alveg síðan ég var ekki nema þriggja til fjögurra ára gömul” segir Þorbjörg, sem fann mikinn mun á allri líðan sinni þegar hún fór að setja hana í samhengi við mataræði sitt. „Það breyttist mikið hjá mér í kringum tvítugt þegar ég flutti til Danmerkur og fór að gera breytingar á mataræðinu. Ég hafði verið með stanslausa heilaþoku og svo varð ég líka hálfinnhverf og dró mig mikið til baka. Það breyttist hratt þegar ég fór að draga úr sykrinum og borða almennt hreinni mat.“ Fíkn meiri á Íslandi en gerist og gengur Þegar Þorbjörg áttaði sig á miklum árangri sem breytt mataræði hafði á hana sjálfa ákvað hún að þetta væri nokkuð sem vert væri að boða og leggja fyrir sig. „Að aðstoða annað fólk við að bæta líðan sína og líkamsstarfsemi í gegnum matarræði og lífsstílsbreytingar. Á þessum tíma var erfiðara en núna að sækja upplýsingar, af því að það var ekkert net eða „google“ til að fletta upp í. En þó að það væru ekki endilega sjálfsögð sannindi á þessum tíma þurfti ég engar staðfestingar á því hvað matarræði hefur gríðarleg áhrif á orku og líðan eftir að ég fór að prófa það á sjálfri mér.” Þorbjörg hefur í gegnum tíðina gefið út bækur um heilsu sem hafa náð talsverðum vinsældum á Íslandi sem erlendis. Hún fór snemma að boða atriði sem á þeim tíma voru á skjön við það sem oftast taldist rétt. „Þegar ég var að byrja að skrifa bækur og boða mínar hugmyndir voru nánast öll manneldismarkmið og ráðleggingar að fólk ætti að sneiða hjá fitu og borða mikið af kolvetnum. En ég var svolítið á undan minni samtíð með að ræða sambland af ketó og lágkolvetna-matarræði til þess að bæta orku og almenna líðan yfir daginn.“ Þorbjörg segist skilja betur en flestir að það geti reynst fólki ofviða að miklu í einu þegar kemur að matarræði. „Sérstaklega ef fólk hefur verið lengi í óheilbrigðu sambandi við mat. En þegar fólk gerir ákveðnar breytingar byrjar það að finna allt aðra líðan og þá verður miklu auðveldara að halda áfram. Það er mjög erfitt að taka réttar ákvarðanir ef heilinn er baðaður í sykri og líkamskerfið er uppfullt af bólgum.“ Þorbjörg er ekki frá því að Íslendingar almennt glími jafnvel meira við fíkn en margar aðrar þjóðir. „Já, eftir öll þessi ár sem ég hef unnið við næringarráðgjöf og heilsu er ég ekki frá því að sykurfíkn sé meiri á Íslandi en víða annars staðar.“ Telur mikla drykkju á Íslandi orsakavald Þorbjörg er búsett í Danmörku og telur stöðuna í þeim efnum betri en á Íslandi. „Sykur- og matarfíkn er mjög oft tilfinningatengd og Íslendingar koma úr mjög hörðum aðstæðum þar sem kynslóðirnar á undan drukku mikið. Það var áberandi mikil drykkja hjá kynslóðinni á undan mér sem bjó í mörgum tilvikum til mikla meðvirkni og fleiri fíknivandamál hjá börnum þeirra sem glímdu við alkohólisma.“ Þorbjörg tekur það fram að hún vill ekki undir nokkrum kringumstæðum ýta undir skömm varðandi þessi atriði sem oft eru hlaðin tilfinningum. „En mér virðist bæði þunglyndi og offita vera meiri á Íslandi en í nágrannalöndunum. Tölurnar tala sínu máli, bæði notkun þunglyndis- og kvíðalyfja og tölur um ofþyngd og offitu. Ég er ekki frá því að harðar aðstæður og þessi mikla drykkja sem hafði áhrif á uppeldi spili hlut í því. Það er líklega mikil streita í genunum okkar sem ýtir undir þessar fíkn tilhneigingar og setur taugakerfið okkar í meira „fight or flight“ ástand. En sem betur fer erum við alltaf að verða meðvitaðri og meðvitaðri um áföll, streitu, meðvirkni og fleiri hluti.“ Þorbjörg segir að smám saman séum við að ala upp kynslóðir sem fá annars konar uppeldi og upplýsingarnar eru orðnar miklu meiri og betri.
Samfélagsmiðlar Heilsa Matur Lyf Geðheilbrigði Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira